Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2018 05:13 Hverfið var rýmt. Vísir/AP Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. Þrettán eru særðir eftir árásina, þar af er ein ung stúlka talin í lífshættu. Hlúð var að hinum særðu á vettvangi árásarinnar, sem var framin í hinu svokallaða gríska hverfi borgarinnar. Stór hluti hverfisins hefur verið rýmdur en lögreglumenn eru enn að störfum við rannsókn málsins. Maðurinn er sagður hafa skotið að tveimur veitingahúsum sem voru þéttsetin, enda háannatími þegar árásin átti sér stað. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað vakti fyrir árásarmanninum en vitni lýsa mikilli kúlnahríð. Maðurinn, sem var vopnaður skammbyssu, hafi líklega skotið um 20 kúlum áður en hann féll. Sem stendur er óljóst hvort hann hafi fallið fyrir eigin hendi eða hvort hann hafi verið yfirbugaður. Fátt hefur verið gefið upp um árásarmanninn. Á myndbandsupptökum sem birst hafa í kanadískum miðlum sést dökkklæddur maður með derhúfu draga upp skammbyssu úr tösku áður en hann ræðst til atlögu. Vitni segja að þau hafi séð mann sem var ljós á hörund og með stutt skegg. Þau hafi þó ekki séð greinilega framan í hann. Ekki er útilokað að um skotbardaga hafi verið að ræða, en lögreglan hefur þó ekki minnst á annan byssumann í yfirlýsingum sínum um málið til þessa. Í samtali við NBC segist borgarstjóri Toronto, John Tory, vera reiður vegna málsins - rétt eins og margir aðrir íbúar borgarinnar. „Það eru alltof margir vopnaðir byssum. Við eigum við byssuvandamál á stríða og ég vona að allt verði gert til að refsa hinum seku,“ segir Tory.BREAKING: Multiple people shot on Danforth Av in Greektown. Victims are spread across many blocks. pic.twitter.com/PvobE1so81— Jeremy Cohn (@JeremyGlobalTV) July 23, 2018 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. Þrettán eru særðir eftir árásina, þar af er ein ung stúlka talin í lífshættu. Hlúð var að hinum særðu á vettvangi árásarinnar, sem var framin í hinu svokallaða gríska hverfi borgarinnar. Stór hluti hverfisins hefur verið rýmdur en lögreglumenn eru enn að störfum við rannsókn málsins. Maðurinn er sagður hafa skotið að tveimur veitingahúsum sem voru þéttsetin, enda háannatími þegar árásin átti sér stað. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað vakti fyrir árásarmanninum en vitni lýsa mikilli kúlnahríð. Maðurinn, sem var vopnaður skammbyssu, hafi líklega skotið um 20 kúlum áður en hann féll. Sem stendur er óljóst hvort hann hafi fallið fyrir eigin hendi eða hvort hann hafi verið yfirbugaður. Fátt hefur verið gefið upp um árásarmanninn. Á myndbandsupptökum sem birst hafa í kanadískum miðlum sést dökkklæddur maður með derhúfu draga upp skammbyssu úr tösku áður en hann ræðst til atlögu. Vitni segja að þau hafi séð mann sem var ljós á hörund og með stutt skegg. Þau hafi þó ekki séð greinilega framan í hann. Ekki er útilokað að um skotbardaga hafi verið að ræða, en lögreglan hefur þó ekki minnst á annan byssumann í yfirlýsingum sínum um málið til þessa. Í samtali við NBC segist borgarstjóri Toronto, John Tory, vera reiður vegna málsins - rétt eins og margir aðrir íbúar borgarinnar. „Það eru alltof margir vopnaðir byssum. Við eigum við byssuvandamál á stríða og ég vona að allt verði gert til að refsa hinum seku,“ segir Tory.BREAKING: Multiple people shot on Danforth Av in Greektown. Victims are spread across many blocks. pic.twitter.com/PvobE1so81— Jeremy Cohn (@JeremyGlobalTV) July 23, 2018
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira