Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2018 05:13 Hverfið var rýmt. Vísir/AP Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. Þrettán eru særðir eftir árásina, þar af er ein ung stúlka talin í lífshættu. Hlúð var að hinum særðu á vettvangi árásarinnar, sem var framin í hinu svokallaða gríska hverfi borgarinnar. Stór hluti hverfisins hefur verið rýmdur en lögreglumenn eru enn að störfum við rannsókn málsins. Maðurinn er sagður hafa skotið að tveimur veitingahúsum sem voru þéttsetin, enda háannatími þegar árásin átti sér stað. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað vakti fyrir árásarmanninum en vitni lýsa mikilli kúlnahríð. Maðurinn, sem var vopnaður skammbyssu, hafi líklega skotið um 20 kúlum áður en hann féll. Sem stendur er óljóst hvort hann hafi fallið fyrir eigin hendi eða hvort hann hafi verið yfirbugaður. Fátt hefur verið gefið upp um árásarmanninn. Á myndbandsupptökum sem birst hafa í kanadískum miðlum sést dökkklæddur maður með derhúfu draga upp skammbyssu úr tösku áður en hann ræðst til atlögu. Vitni segja að þau hafi séð mann sem var ljós á hörund og með stutt skegg. Þau hafi þó ekki séð greinilega framan í hann. Ekki er útilokað að um skotbardaga hafi verið að ræða, en lögreglan hefur þó ekki minnst á annan byssumann í yfirlýsingum sínum um málið til þessa. Í samtali við NBC segist borgarstjóri Toronto, John Tory, vera reiður vegna málsins - rétt eins og margir aðrir íbúar borgarinnar. „Það eru alltof margir vopnaðir byssum. Við eigum við byssuvandamál á stríða og ég vona að allt verði gert til að refsa hinum seku,“ segir Tory.BREAKING: Multiple people shot on Danforth Av in Greektown. Victims are spread across many blocks. pic.twitter.com/PvobE1so81— Jeremy Cohn (@JeremyGlobalTV) July 23, 2018 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. Þrettán eru særðir eftir árásina, þar af er ein ung stúlka talin í lífshættu. Hlúð var að hinum særðu á vettvangi árásarinnar, sem var framin í hinu svokallaða gríska hverfi borgarinnar. Stór hluti hverfisins hefur verið rýmdur en lögreglumenn eru enn að störfum við rannsókn málsins. Maðurinn er sagður hafa skotið að tveimur veitingahúsum sem voru þéttsetin, enda háannatími þegar árásin átti sér stað. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað vakti fyrir árásarmanninum en vitni lýsa mikilli kúlnahríð. Maðurinn, sem var vopnaður skammbyssu, hafi líklega skotið um 20 kúlum áður en hann féll. Sem stendur er óljóst hvort hann hafi fallið fyrir eigin hendi eða hvort hann hafi verið yfirbugaður. Fátt hefur verið gefið upp um árásarmanninn. Á myndbandsupptökum sem birst hafa í kanadískum miðlum sést dökkklæddur maður með derhúfu draga upp skammbyssu úr tösku áður en hann ræðst til atlögu. Vitni segja að þau hafi séð mann sem var ljós á hörund og með stutt skegg. Þau hafi þó ekki séð greinilega framan í hann. Ekki er útilokað að um skotbardaga hafi verið að ræða, en lögreglan hefur þó ekki minnst á annan byssumann í yfirlýsingum sínum um málið til þessa. Í samtali við NBC segist borgarstjóri Toronto, John Tory, vera reiður vegna málsins - rétt eins og margir aðrir íbúar borgarinnar. „Það eru alltof margir vopnaðir byssum. Við eigum við byssuvandamál á stríða og ég vona að allt verði gert til að refsa hinum seku,“ segir Tory.BREAKING: Multiple people shot on Danforth Av in Greektown. Victims are spread across many blocks. pic.twitter.com/PvobE1so81— Jeremy Cohn (@JeremyGlobalTV) July 23, 2018
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira