Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Áhrifin af stífari kröfum til steinefna í bundnu slitlagi eru sögð eiga eftir að koma enn skýrar fram. Vísir/GVA Hugsanlegt er að svifryk vegna steinefna sem losna upp úr bundnu slitlagi á helstu stofnbrautum í Reykjavík geti minnkað á allra næstu misserum. Ástæðan er sú að kröfur sem Vegagerðin gerir til slitþols hafa aukist verulega að undanförnu. Vegagerðin sér um viðhald helstu stofnbrauta í Reykjavík á borð við Sæbraut, Miklubraut og Hringbraut. Umferðarþyngstu göturnar eru þær götur þar sem mest hættan á svifryksmenguninni er. „Þetta eru að mestu leyti steinefni sem eru að slitna upp og verða að svifryki. Nú til dags erum við komin með miklu stífari kröfur varðandi slitþol. Reyndar það stífar að íslenskt steinefni uppfyllir þær mjög sjaldan hérna í Reykjavík,“ segir Birkir Hrannar Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Birkir segir að til að ná þessu slitþoli þurfi að flytja inn steinefni frá Noregi sem sé nógu sterkt. Reynt sé að hafa malbikið stífara og harðara þannig að það slitni síður. „Við erum komin í ítrustu kröfur varðandi slitþol. Ef slitþolið verður of mikið þá getum við lent í öðrum vandræðum. Sem er að það getur orðið pólering og steinefnið getur orðið hált með tímanum. Það er ekkert betra,“ segir hann. Birkir segir að áhrifin af þessum stífu kröfum eigi eftir að koma enn skýrar fram. „Vegna þess að við höfum ekki náð að leggja yfir alla vegi eftir þessum nýju kröfum.“ Hann segist því binda vonir við að að svifryksmengun geti minnkað á næstu misserum. „Við reynum okkar besta til að finna leiðir til að minnka þetta og þar með minnka slitið á vegunum í leiðinni. Þetta er samhangandi, svifrykið og hjólfaramyndun.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, gerði svifryk að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar,“ sagði hann. Birkir segir bæði kosti og galla fylgja því að steypa götur. „En eins og staðan er í dag eru gallarnir líklega stærri en kostirnir. Það er til dæmis mun dýrara. Það tekur mun lengri tíma og í viðhaldi á götum gætum við þurft að loka akreinum eins og í Ártúnsbrekkunni í nokkra daga til að gera við.“ Steypan sé ekki eins sveigjanleg og malbikið og það geti komið sprungur. Birkir segist ekki heldur vera viss um að steyptar götur séu betri varðandi svifryk því þar geti sementsryk þyrlast upp. „Ég sé það ekki í fljótu bragði en það getur vel verið að einhver geti leiðrétt mig í því.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Eyþór Arnalds segir að bæði þurfi að taka á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. 13. mars 2018 13:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Hugsanlegt er að svifryk vegna steinefna sem losna upp úr bundnu slitlagi á helstu stofnbrautum í Reykjavík geti minnkað á allra næstu misserum. Ástæðan er sú að kröfur sem Vegagerðin gerir til slitþols hafa aukist verulega að undanförnu. Vegagerðin sér um viðhald helstu stofnbrauta í Reykjavík á borð við Sæbraut, Miklubraut og Hringbraut. Umferðarþyngstu göturnar eru þær götur þar sem mest hættan á svifryksmenguninni er. „Þetta eru að mestu leyti steinefni sem eru að slitna upp og verða að svifryki. Nú til dags erum við komin með miklu stífari kröfur varðandi slitþol. Reyndar það stífar að íslenskt steinefni uppfyllir þær mjög sjaldan hérna í Reykjavík,“ segir Birkir Hrannar Jóakimsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Birkir segir að til að ná þessu slitþoli þurfi að flytja inn steinefni frá Noregi sem sé nógu sterkt. Reynt sé að hafa malbikið stífara og harðara þannig að það slitni síður. „Við erum komin í ítrustu kröfur varðandi slitþol. Ef slitþolið verður of mikið þá getum við lent í öðrum vandræðum. Sem er að það getur orðið pólering og steinefnið getur orðið hált með tímanum. Það er ekkert betra,“ segir hann. Birkir segir að áhrifin af þessum stífu kröfum eigi eftir að koma enn skýrar fram. „Vegna þess að við höfum ekki náð að leggja yfir alla vegi eftir þessum nýju kröfum.“ Hann segist því binda vonir við að að svifryksmengun geti minnkað á næstu misserum. „Við reynum okkar besta til að finna leiðir til að minnka þetta og þar með minnka slitið á vegunum í leiðinni. Þetta er samhangandi, svifrykið og hjólfaramyndun.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, gerði svifryk að umtalsefni í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. „Skoða þarf hvort unnt sé að draga enn frekar úr svifryki með því að steypa umferðarþyngstu göturnar,“ sagði hann. Birkir segir bæði kosti og galla fylgja því að steypa götur. „En eins og staðan er í dag eru gallarnir líklega stærri en kostirnir. Það er til dæmis mun dýrara. Það tekur mun lengri tíma og í viðhaldi á götum gætum við þurft að loka akreinum eins og í Ártúnsbrekkunni í nokkra daga til að gera við.“ Steypan sé ekki eins sveigjanleg og malbikið og það geti komið sprungur. Birkir segist ekki heldur vera viss um að steyptar götur séu betri varðandi svifryk því þar geti sementsryk þyrlast upp. „Ég sé það ekki í fljótu bragði en það getur vel verið að einhver geti leiðrétt mig í því.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Eyþór Arnalds segir að bæði þurfi að taka á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. 13. mars 2018 13:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00
Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39
Vill grípa til „raunhæfari leiða“ áður en umferð er takmörkuð vegna svifryksmengunar Eyþór Arnalds segir að bæði þurfi að taka á orsökum þess að svo mikið svifryk myndist í Reykjavík eins og verið hefur undanfarna daga og svifrykinu sjálfu. 13. mars 2018 13:30