Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. mars 2018 06:00 Sumar borgir hafa það fyrirkomulag að einhverja ákveðna daga mega bara keyra bílar sem eru með oddatölur aftast í bílnúmerinu. Sex daga í ár hefur svifrykið í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Allt árið í fyrra voru það sautján dagar þar sem svifrykið fór yfir mörkin. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að til skamms tíma hafi þetta ekki veruleg áhrif á þá sem eru við góða heilsu. En þegar svifrykið er komið yfir 300 míkrógrömm á rúmmetra, eins og var fyrir helgi, sé ástandið orðið alvarlegt. Þá geti jafnvel heilbrigt fólk farið að finna fyrir óþægindum. „Þá sérstaklega þegar þú ert að reyna á þig, til dæmis þegar þú ert að skokka. Þá tekurðu inn meira súrefni og þá getur fólk sem er hraust farið að finna ertingu í öndunarfærum,“ segir Svava. Þessar aðstæður hafi þó meiri áhrif á þá sem eru veikir fyrir, með astma eða lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma. Þessar agnir geta komist inn í blóðið og rannsóknir benda til að svifrykið geti þá aukið líkur á blóðtöppum og jafnvel hjartaáföllum. Svava segir að gerðar hafi verið rannsóknir á samsetningu svifryks í Reykjavík. Þær sýni að helmingurinn af svifrykinu sé malbiksagnir. „Öll umferð slítur yfirborði vega, en nagladekkin slíta malbikinu mun meira og eru þar áhrifavaldur,“ segir Svava, en bendir líka á að í rykinu er sót, sem kemur mest frá dísilbifreiðum og frá útblæstri bifreiða yfirleitt.Sjá einnig: Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun„Síðan eru slitnir bremsuborðar, hjólbarðar og annað slíkt, salt og jarðvegsefni. Það hefur verið hálkuvarið í vetur og það efni er á götunum auk niðurbrotins malbiks,“ segir Svava. Þegar lygnt er og búið að vera lengi þurrt þyrlar umferðin upp rykinu. „Mengunin sem við sjáum núna er aðallega í nágrenni við stofnbrautir en ekki við íbúagötur þar sem umferðin er minni.“ Svava segir að til þess að vinna gegn svifryksmengun þurfi að draga úr umferð. Fyrir því skortir lagaheimild, en til umsagnar í samgönguráðuneytinu eru drög að frumvarpi um breytingar á umferðarlögum þar sem á að veita heimild til slíks. Í því myndi felast meðal annars heimild fyrir sveitarfélögin til gjaldtöku á nagladekkjum og til að draga úr umferð á tilteknum stöðum á tilteknum tímum. Svava bendir á til viðbótar að hægt væri að draga úr hámarkshraða, en þeirri aðferð hafi verið beitt erlendis. Önnur leið sé að draga úr umferðarmagni. „Sumar borgir hafa til dæmis haft það þannig að einhverja ákveðna daga mega bara keyra bílar sem eru með oddatölur aftast í bílnúmerinu,“ segir Svava. Enn ein leiðin væri að setja takmarkanir á þunga bifreiða, því þyngri bifreiðir þyrla upp meira ryki. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15 Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Sex daga í ár hefur svifrykið í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Allt árið í fyrra voru það sautján dagar þar sem svifrykið fór yfir mörkin. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að til skamms tíma hafi þetta ekki veruleg áhrif á þá sem eru við góða heilsu. En þegar svifrykið er komið yfir 300 míkrógrömm á rúmmetra, eins og var fyrir helgi, sé ástandið orðið alvarlegt. Þá geti jafnvel heilbrigt fólk farið að finna fyrir óþægindum. „Þá sérstaklega þegar þú ert að reyna á þig, til dæmis þegar þú ert að skokka. Þá tekurðu inn meira súrefni og þá getur fólk sem er hraust farið að finna ertingu í öndunarfærum,“ segir Svava. Þessar aðstæður hafi þó meiri áhrif á þá sem eru veikir fyrir, með astma eða lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma. Þessar agnir geta komist inn í blóðið og rannsóknir benda til að svifrykið geti þá aukið líkur á blóðtöppum og jafnvel hjartaáföllum. Svava segir að gerðar hafi verið rannsóknir á samsetningu svifryks í Reykjavík. Þær sýni að helmingurinn af svifrykinu sé malbiksagnir. „Öll umferð slítur yfirborði vega, en nagladekkin slíta malbikinu mun meira og eru þar áhrifavaldur,“ segir Svava, en bendir líka á að í rykinu er sót, sem kemur mest frá dísilbifreiðum og frá útblæstri bifreiða yfirleitt.Sjá einnig: Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun„Síðan eru slitnir bremsuborðar, hjólbarðar og annað slíkt, salt og jarðvegsefni. Það hefur verið hálkuvarið í vetur og það efni er á götunum auk niðurbrotins malbiks,“ segir Svava. Þegar lygnt er og búið að vera lengi þurrt þyrlar umferðin upp rykinu. „Mengunin sem við sjáum núna er aðallega í nágrenni við stofnbrautir en ekki við íbúagötur þar sem umferðin er minni.“ Svava segir að til þess að vinna gegn svifryksmengun þurfi að draga úr umferð. Fyrir því skortir lagaheimild, en til umsagnar í samgönguráðuneytinu eru drög að frumvarpi um breytingar á umferðarlögum þar sem á að veita heimild til slíks. Í því myndi felast meðal annars heimild fyrir sveitarfélögin til gjaldtöku á nagladekkjum og til að draga úr umferð á tilteknum stöðum á tilteknum tímum. Svava bendir á til viðbótar að hægt væri að draga úr hámarkshraða, en þeirri aðferð hafi verið beitt erlendis. Önnur leið sé að draga úr umferðarmagni. „Sumar borgir hafa til dæmis haft það þannig að einhverja ákveðna daga mega bara keyra bílar sem eru með oddatölur aftast í bílnúmerinu,“ segir Svava. Enn ein leiðin væri að setja takmarkanir á þunga bifreiða, því þyngri bifreiðir þyrla upp meira ryki.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15 Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15
Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20
Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?