Sigga leggur leggja áherslu á að fólk geri það besta úr því sem það les, nýta sér orkuna, klappa sér á bakið og elska lífið. Spárnar einkennast af gleði, krafti, orku og jákvæðni en það eru skilaboðin sem hún vill senda til samfélagsins.
Siggu Kling verður í beinni útsendingu á Facebook Live í dag og býðst lesendum að bera fram spurningar um allt milli himins og jarðar.
Útsendingin hefst klukkan 14:00. Sigga ætlar að gera sitt besta til að svara öllum spurningum og reyna þannig skyggnast inn í líf okkar lesenda. Hún getur einnig sagt ýmislegt um fortíð lesenda og framtíð þeirra ef þeir biðja hana um að rýna í fæðingardag sinn. Spákonan biðlar til lesenda Vísis að koma með einlægar spurningar sem koma frá hjartanu. Ekki sé nóg að senda aðeins fæðingardaginn.
Útsendingin verður aðgengileg hér á Vísi síðar í dag en hún fer fram í gegnum Facebook-síðu Vísis og hægt er að horfa á hana þar.