Jólaspá Siggu Kling – Krabbinn: Mikill hraði í lífinu þínu Sigga Kling skrifar 7. desember 2018 09:00 Elsku Krabbinn minn, þú átt það til að láta heiminn særa þig og þá fyllistu mikilli angist og máttleysi og alveg sama hversu vel þér gengur geturðu látið ótrúlegustu smáborgara höggva í þig. Hristu þessa vitleysu af þér vegna þess að það er aldrei sparkað í hundshræ, en þessi setning er úr bók Dale Carnegie og hún þýðir bara að það nennir enginn að gagnrýna þig ef þú ert einskis virði svo eftir því sem þú færð meiri gagnrýni, vertu viss, þú ert á réttri leið og ef öfundin á þessu blessaða landi væri virkjuð þá þyrfti ekkert rafmagn. Það er mikill hraði í lífinu þínu og ef ég má líkja þessum hraða við bíl þá hefurðu það á tilfinningunni að það séu engin bílastæði laus, en á hárréttum tíma muntu leggja í stæði og nákvæmlega á þeim stað sem þú vilt lenda á. Ekki sjá eftir neinu því þú ert rétt að byrja á nýjum kafla í þínu spennandi lífi. Af engu verður ekkert og það á svo sannarlega ekki við um þig, svo haltu áfram á akkúrat þessum takti sem þú ert á. Í ástinni muntu átta þig og finna út hvað þú raunverulega vilt eða þarft og þú munt verða sáttur. Sérstaklega á þessu tímabili sem þú ert að fara inn í skaltu skoða það betur að tengjast móður Jörð, finna þér stað í náttúrunni þar sem er friður og ró og segja við sjálfan þig: Ég á þennan stað – leggjast niður og finna orkuna sem flæðir um þig, nákvæmlega eins og þú tengir rafmagnsbíl og fyllir af orku. Notaðu þína ríku kímnigáfu til að breiða yfir sárar tilfinningar því það er ekkert betra en að gera grín af því sem særir mann mest og þegar þú getur hlegið að því þá losnarðu undan álaginu. Lífið er að færa þér svo mikilvæga hluti eins og á jólahlaðborði, veldu það sem þú vilt og þú hefur áhuga á að smakka, skildu hitt eftir elsku Krabbinn minn.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri, Íris Björk Tanya frumkvöðull og hönnuður, Liga Liepina hestaljósmyndari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Sjá meira
Elsku Krabbinn minn, þú átt það til að láta heiminn særa þig og þá fyllistu mikilli angist og máttleysi og alveg sama hversu vel þér gengur geturðu látið ótrúlegustu smáborgara höggva í þig. Hristu þessa vitleysu af þér vegna þess að það er aldrei sparkað í hundshræ, en þessi setning er úr bók Dale Carnegie og hún þýðir bara að það nennir enginn að gagnrýna þig ef þú ert einskis virði svo eftir því sem þú færð meiri gagnrýni, vertu viss, þú ert á réttri leið og ef öfundin á þessu blessaða landi væri virkjuð þá þyrfti ekkert rafmagn. Það er mikill hraði í lífinu þínu og ef ég má líkja þessum hraða við bíl þá hefurðu það á tilfinningunni að það séu engin bílastæði laus, en á hárréttum tíma muntu leggja í stæði og nákvæmlega á þeim stað sem þú vilt lenda á. Ekki sjá eftir neinu því þú ert rétt að byrja á nýjum kafla í þínu spennandi lífi. Af engu verður ekkert og það á svo sannarlega ekki við um þig, svo haltu áfram á akkúrat þessum takti sem þú ert á. Í ástinni muntu átta þig og finna út hvað þú raunverulega vilt eða þarft og þú munt verða sáttur. Sérstaklega á þessu tímabili sem þú ert að fara inn í skaltu skoða það betur að tengjast móður Jörð, finna þér stað í náttúrunni þar sem er friður og ró og segja við sjálfan þig: Ég á þennan stað – leggjast niður og finna orkuna sem flæðir um þig, nákvæmlega eins og þú tengir rafmagnsbíl og fyllir af orku. Notaðu þína ríku kímnigáfu til að breiða yfir sárar tilfinningar því það er ekkert betra en að gera grín af því sem særir mann mest og þegar þú getur hlegið að því þá losnarðu undan álaginu. Lífið er að færa þér svo mikilvæga hluti eins og á jólahlaðborði, veldu það sem þú vilt og þú hefur áhuga á að smakka, skildu hitt eftir elsku Krabbinn minn.Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri, Íris Björk Tanya frumkvöðull og hönnuður, Liga Liepina hestaljósmyndari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“