Lífið

Jólaspá Siggu Kling – Fiskurinn: Koma til þín hamingjusamari dagar

Sigga Kling skrifar

Elsku Fiskurinnn minn, þó það sé alltaf mikiil spenna í kringum þig þá ertu líka að ná að hafa óútskýranlega ró yfir atvikum sem hefðu gert þig brjálaðann fyrir ári síðan. Þú ert að ná svo góðum tökum og í raun og veru nýjum takti í lífinu, þú opnar faðminn fyrir fleirum eins og það sé einhver heilunar orka yfir þér.

Þú sérð skýrar hvað þú elskar og hvað er mikilvægt fyrir þig að segja þessa setningu,“ég elska“ lífið eða ég elska þig og svo framvegis, því eftir því sem þú segir oftar þessi orð þá færirðu það nær því sem þú elskar. Ástin er inni í orkunni þinni eins og regnboginn, þú fyrirgefur bæði sjálfum þér og öðrum og þar af leiðandi koma til þín hamingjusamari dagar og hún verður þér auðveld því að þessi orka mun heilla hvaða manneskju sem er uppúr skónum.

Þú skalt muna elskan mín hvort sem þú ert karl eða kona sem ert á lausu að það er þitt að taka fyrsta skrefið, því ekkert gerist nema þú veljir að gera það sjálfur.

Í vinnu eða verkefnum verður brjálað að gera og í staðinn fyrir að missa vitið yfir því að fólk fari ekki nógu hratt og geri ekki hlutina eins vel og þú vilt, þá tekurðu bara upp á því að hrósa og gefa fólki í kringum þig kraft og þá verður aldeilis sprett úr spori. Ef að verkefnin eru bara undir þér komin þá klárarðu allt sem þarf að gera, en alveg á síðustu stundu.

Settu þér markmið fyrir hvern dag, því skipulag er lykillinn að velgengni þinni. Þetta er líka mikilvægt vegna þess að minni þitt er stundum eins og hjá gullfiskum, sem er bara út af álagi svo kláraðu alltaf það sem brennur á þér fyrst þá geturðu farið að sofa ánægður eftir dagsverkið, þetta er lykilinn að því tímabili sem þú ert að fara inn í.

Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling, Lína Rut listaperla, Nanna Lovísa dýranuddari, Höskuldur Kári Schram fréttamaður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.