Lífið

Jólaspá Siggu Kling – Nautið: Veraldlegir hlutir streyma inn í líf þitt

Sigga Kling skrifar

Elsku hjartans Nautið mitt, þó að tilfinningar þínar sveiflist eins og veðrið þá nærðu samt alltaf að stilla þig af og gera það sem þú þarft að gera. Hættu að hafa móral yfir smáatriðunum því þau heita jú SMÁatriði.

Margt smátt gerir eitt stórt, en þú skalt hugsa frekar margt smátt gerir eitt lítið, þessa setningu las ég í nýútgefinni bók, svo láttu það ekki á þig fá þó þú gangir á móti vindinum. Þín yndislega þrjóska mun koma þér á leiðarenda því smáatriði eru ekki orð sem þú átt að eiga í orðaforða þínum.

Þú ert að fara inn á tímabil þar sem veraldlegir hlutir streyma inn í líf þitt, peningar, föt eða hvað svo sem þú kallar veraldlegt. Þetta mun gleðja sálina og hækka tíðnina þína og þar sem þú ert svo ofboðslega gjafmild munu margir njóta þess með þér. Þú færð fljótt leið á þessu og hinu og þess vegna þegar þú breytir heima hjá þér eða bætir við jakka, þá kemur meiri orka og gleði. Þetta er undursamlegur tími sem þú ert í því þú ert svo mikið að næra þig af góðum boðskap og sterkum setningum.

Manneskjum í kringum þig finnst þú svo leyndardómsfullur og dulúðlegur að það botnar ekki alltaf í þér og skilur ekki alveg töfrana sem umlykja þig, en það sem er að gerast er að  þú ert að fá nýja sýn á lífið og meiri gleði en allt þetta ár hefur gefið þér. Staldraðu aðeins við, flýttu þér hægt og lærðu að njóta, því lífið er núna. Fortíðin er búin og er þess vegna ekki til og það hefur enginn verið í framtíðinni og þess vegna er hún ekki til, það gamla er búið og núna er NÚIÐ!

Fræg Naut: Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins, Hannes Þór Halldórsson markvörður, Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður, Svali Kaldalóns fjölmiðlamógúll, Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, rithöfundur og latikokkur, Ellý Ármanns fjölmiðlakona, Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri, Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður, Ólafur Ragnar Grímsson, Álfheiður Ingadóttir þingkona, Halldór Laxness, rithöfundur og skáld, Rúnar Freyr Gíslason leikari, Garðar Thor Cortes söngvari, Helga Möller söngkona, Katrín Tanja Davíðsdóttir crossfit-meistari, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, Pétur Jóhann Sigfússon, Addi Exos dj-snillingur, Davíð Rúnar Bjarnason, boxari, Þórunn Pálsdóttir fasteignasali, Silla Páls, ljósmyndari og listamaður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.