Talið að Ari sé staddur erlendis Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2018 10:34 Ari Rúnarsson er eftirlýstur á vef Interpol. Skjáskot/Interpol Ekki er vitað hvar Ari Rúnarsson, Íslendingur á 28. aldursári sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra, er niðurkominn. Aðstoðarsaksóknari telur þó að Ari sé staddur erlendis. Greint var frá því í gær að alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir og hefði gefið út handtökuskipu á hendur Ara. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari gat ekki tjáð sig um það hvar Ari væri talinn niðurkominn í samtali við fréttastofu. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær en samkvæmt heimildum blaðsins hélt Ari úr landi áður en hægt var að birta honum ákæru vegna málsins. Útgáfa alþjóðlegrar handtökuskipunar bendir til þess að svo sé. „Ég hefði ekki gefið út alþjóðlega handtökuskipun nema ég teldi hann vera erlendis,“ segir Arnfríður. Þá vissi hún ekki hvar síðast sást til Ara.Hótuðu því að búta niður kærustuna Þingfesting málsins var á dagskrá í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 10. september síðastliðinn. Í ákærunni á hendur Ara er honum, ásamt öðrum manni, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri í október í fyrra. Þá eru Ari og félagi hans sakaðir um að hafa hótað að drepa manninn og grafa hann í holu úti í sveit. Þá á Ari að hafa hótað að búta niður kærustu mannsins og stinga hníf upp í heila hans. Eiga þeir einnig að hafa tekið úlpu, síma og 4000 krónur í reiðufé af manninum. Maðurinn krefst þess að Ari og félagi hans greiði sér 800 þúsund krónur í skaðabætur auk lögmannskostnaðar. Ara er jafnframt einum gefið að sök að hafa tekið tvö vegabréf í eigu annarra manna og haft á brott með sér. Á vef Interpol segir að Ari sé eftirlýstur vegna vopnaðs ráns (armed robbery) og líkamsárásar. Hann á brotasögu að baki. Lögreglumál Tengdar fréttir Krefst 50 milljóna í skaðabætur af Íslendingi sem auglýst var eftir hjá Interpol Jón Valdimar Jóhannsson er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. 12. ágúst 2016 11:06 Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06 Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra. 26. september 2018 16:33 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Ekki er vitað hvar Ari Rúnarsson, Íslendingur á 28. aldursári sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra, er niðurkominn. Aðstoðarsaksóknari telur þó að Ari sé staddur erlendis. Greint var frá því í gær að alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir og hefði gefið út handtökuskipu á hendur Ara. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari gat ekki tjáð sig um það hvar Ari væri talinn niðurkominn í samtali við fréttastofu. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í gær en samkvæmt heimildum blaðsins hélt Ari úr landi áður en hægt var að birta honum ákæru vegna málsins. Útgáfa alþjóðlegrar handtökuskipunar bendir til þess að svo sé. „Ég hefði ekki gefið út alþjóðlega handtökuskipun nema ég teldi hann vera erlendis,“ segir Arnfríður. Þá vissi hún ekki hvar síðast sást til Ara.Hótuðu því að búta niður kærustuna Þingfesting málsins var á dagskrá í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 10. september síðastliðinn. Í ákærunni á hendur Ara er honum, ásamt öðrum manni, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri í október í fyrra. Þá eru Ari og félagi hans sakaðir um að hafa hótað að drepa manninn og grafa hann í holu úti í sveit. Þá á Ari að hafa hótað að búta niður kærustu mannsins og stinga hníf upp í heila hans. Eiga þeir einnig að hafa tekið úlpu, síma og 4000 krónur í reiðufé af manninum. Maðurinn krefst þess að Ari og félagi hans greiði sér 800 þúsund krónur í skaðabætur auk lögmannskostnaðar. Ara er jafnframt einum gefið að sök að hafa tekið tvö vegabréf í eigu annarra manna og haft á brott með sér. Á vef Interpol segir að Ari sé eftirlýstur vegna vopnaðs ráns (armed robbery) og líkamsárásar. Hann á brotasögu að baki.
Lögreglumál Tengdar fréttir Krefst 50 milljóna í skaðabætur af Íslendingi sem auglýst var eftir hjá Interpol Jón Valdimar Jóhannsson er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. 12. ágúst 2016 11:06 Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06 Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra. 26. september 2018 16:33 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Krefst 50 milljóna í skaðabætur af Íslendingi sem auglýst var eftir hjá Interpol Jón Valdimar Jóhannsson er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. 12. ágúst 2016 11:06
Interpol lýsir eftir Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir á heimasíðu sinni eftir Gunnari Þór Grétarssyni, 34 ára Íslendingi. 25. apríl 2015 16:06
Interpol gefur út handtökuskipun á hendur Íslendingi Alþjóðalögreglan Interpol lýsir eftir og hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ara Rúnarssyni, Íslendingi á 28. aldursári, sem sætir ákæru fyrir vopnað rán og líkamsárás á Akureyri í október í fyrra. 26. september 2018 16:33