Í frétt á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að við vinnslu hverfisskipulags fyrir Breiðholtið hafi komið fram skýrar kröfur íbúa um að fjárfesting myndi aukast í hverfinu og verslunarkjarnar gerðir upp.
Í húsunum við Völvufell hefur Nýlistasafnið meðal annars verið til húsa og segir í frétt borgarinnar að húsið bjóði upp á mikla möguleika vegna nálægðar við „Gamla kaffihúsið, pólsku búðina og fleiri verslanir og þjónustu“.
„Í Arnarbakka voru eitt sinn fjölbreyttar verslanir og þjónusta en undanfarin ár hefur verið afar lítið um að vera þar. Svipað er uppi á teningnum í Völvufelli en þar í kring hefur samt verið nokkuð lífleg starfsemi.
Í greinargerð skrifstofu eigna og atvinnuþróunar kemur fram að frumkvæði Reykjavíkurborgar muni leiða til hraðari uppbyggingar á þessum reitum, betri nýtingu og bættri ásýnd. Stefnt er að því að hefja skipulagsbreytingar á lóðunum í kjölfar kaupanna,“ segir í fréttinni.

