Þorfinnur karlsefni fórnarlamb skemmdarvarga í Philadelphiu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. október 2018 13:45 Talið er að reipi hafi verið notað til að toga styttuna niður. Mynd/Tim Jimenez. Stytta Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni sem staðsett hefur verið í Philadelphiu-borg í Bandaríkjunum í 98 ár fannst í morgun á botni Schuylkill-árinnar. Talið er víst að um skemmdarverk sé að ræða.Fréttastofa NBCí Philadelphiu fjallar um málið og þar segir að lögregla hafi verið kölluð að vettvangi í nótt að bandarískum tíma þar sem styttan af Þorfinni, íslenskum landkönnuði sem nam land á Vínlandi, ásamt konu sinni Guðríði Þorbjarnardóttur í kringum árið 1000 eftir krist, hafði verið velt af stalli og út í ána.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði CBS fréttastofunnar í borginni liggur stallur styttunnar á hliðinni og styttan sjálf er á bólakafi. Lögregla rannsakaði vettvanginn og aflaði upplýsinga um málið en í frétt NBC segir að langlíklegasta skýringin á falli hinnar aldargömlu styttu séu skemmdarverk.Einar við gerð styttunnar.Mynd/Listasafn Einars Jónssonar.Í frétt NBC segir þrátt fyrir ekki að sé vitað hver hafi verið að verki hafi styttan á undanförnum árum verið vettvangur mótmæla hvítra þjóðernissinna í borginni á degi Leifs Eiríkssonar sem haldinn er hátíðlegur víða um Bandaríkin 9. október á hverju ári. Þá hefur styttan einnig verið vettvangur gagnmótmæla andstæðinga hvítra þjóðernissinna.Styttan sett upp árið 1920 Styttan er sem fyrr segir eftir listamanninn Einar Jónsson en að því fram kemur á vefsíðu Listasafns Einars Jónssonar hélt hann til Bandaríkjanna árið 1917 þar sem honum hafi verið boðið að gera tillögu að stórri standmynd af Þorfinni karlsefni.Hélt hann út ásamt Önnu Jónsson, eiginkonu sinni, og lauk við endanlega gerð myndarinnar árið 1918. Tveimur árum síðar, þann 20. nóvember 1920, var bronsafsteypa af styttunni afhjúpuð í Fairmont Park í Philadelphiu.Afsteypu af styttunni má einnig finna hér á landi, við lóð Hrafnistu, dvalarheimilis aldraðra sjómanna, í Reykjavík. Bandaríkin Menning Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira
Stytta Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni sem staðsett hefur verið í Philadelphiu-borg í Bandaríkjunum í 98 ár fannst í morgun á botni Schuylkill-árinnar. Talið er víst að um skemmdarverk sé að ræða.Fréttastofa NBCí Philadelphiu fjallar um málið og þar segir að lögregla hafi verið kölluð að vettvangi í nótt að bandarískum tíma þar sem styttan af Þorfinni, íslenskum landkönnuði sem nam land á Vínlandi, ásamt konu sinni Guðríði Þorbjarnardóttur í kringum árið 1000 eftir krist, hafði verið velt af stalli og út í ána.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði CBS fréttastofunnar í borginni liggur stallur styttunnar á hliðinni og styttan sjálf er á bólakafi. Lögregla rannsakaði vettvanginn og aflaði upplýsinga um málið en í frétt NBC segir að langlíklegasta skýringin á falli hinnar aldargömlu styttu séu skemmdarverk.Einar við gerð styttunnar.Mynd/Listasafn Einars Jónssonar.Í frétt NBC segir þrátt fyrir ekki að sé vitað hver hafi verið að verki hafi styttan á undanförnum árum verið vettvangur mótmæla hvítra þjóðernissinna í borginni á degi Leifs Eiríkssonar sem haldinn er hátíðlegur víða um Bandaríkin 9. október á hverju ári. Þá hefur styttan einnig verið vettvangur gagnmótmæla andstæðinga hvítra þjóðernissinna.Styttan sett upp árið 1920 Styttan er sem fyrr segir eftir listamanninn Einar Jónsson en að því fram kemur á vefsíðu Listasafns Einars Jónssonar hélt hann til Bandaríkjanna árið 1917 þar sem honum hafi verið boðið að gera tillögu að stórri standmynd af Þorfinni karlsefni.Hélt hann út ásamt Önnu Jónsson, eiginkonu sinni, og lauk við endanlega gerð myndarinnar árið 1918. Tveimur árum síðar, þann 20. nóvember 1920, var bronsafsteypa af styttunni afhjúpuð í Fairmont Park í Philadelphiu.Afsteypu af styttunni má einnig finna hér á landi, við lóð Hrafnistu, dvalarheimilis aldraðra sjómanna, í Reykjavík.
Bandaríkin Menning Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira