Hefur eytt 60 þúsund krónum það sem af er ári í lúsasjampó Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2018 10:21 Viðar á þrjár dætur, allar eru þær með sítt og mikið hár og hann er við það kominn að gefast upp gagnvart lúsaplágunni sem herjar á skóla í Kópavogi. Viðar Brink er 36 ára Kópavogsbúi og hann er að niðurlotum kominn. Það sem af er ári hefur hann eytt tæplega 60.000 krónum í lúsasjampó. „Greinilega einhver ekki að kemba í skólanum því börnin fá þetta alltaf aftur. Er að spá í að snoða stelpurnar mínar,“ segir Viðar.Hroðalega dýrt lúsasjampó á ÍslandiViðar er að niðurlotum kominn og er helst á því að hann þurfi að fara að veifa hvíta flagginu og gefast upp fyrir lúsinni. „Ég á þrjár stelpur og svo er konan líka þannig að þetta eru fimm hausar á heimilinu. Þetta hefur komið upp hjá okkur núna þrisvar eða fjórum sinnum það sem af er ári. Þær eru allar með mjög sítt og mikið hár þannig það er mælt með einum og hálfum brúsa í haus. Tveir brúsar í einn af þessum hausum, mjög sítt og mikið hár. Ég borgaði 2.500 kall fyrir brúsann um daginn. Í Lyfju í Smáralind. Hef keypt þetta á um 3000 kall í Bílaapótekinu í Smáralind.“ Viðar segir lúsasjampó hroðalega dýrt á Íslandi, hann hefur heyrt að það sé miklu ódýrara í Ameríku. Hann hefur ekki hugmynd um af hverju þetta er svona dýrt. „Er ekki allt dýrt á Íslandi,“ spyr Viðar.Lúsabylgja í KópavogiKona Viðars er dugleg að kemba meðan hann sjálfur fer í þvottinn. Viðar var farinn að gruna heimilishundinn, sem er Border Terrier, en komst að því að hundar geta ekki borið höfuðlýs, aðeins flær. „Það er rosalega erfitt að eiga við þetta. Við fáum póst nánast vikulega um lús í skólanum. Og þær eru duglegar að láta okkur vita, stelpurnar. Sú yngsta sem er sex ára hefur fengið þetta þrisvar frá áramótum, sú í miðið, 9 ára tvisvar eða þrisvar, sú elsta einu sinni, en hún er fimmtán ára og konan tvisvar.“ Viðar segir segir ekki hafa kveðið svona rammt af lús fyrr, svo virðist sem einhver lúsabylgja sé í gangi í Kópavogi, og líkast til um land allt.Á vef Doktor.is má kynna sér nánar hvernig bregðast á við þegar lús gerir vart við sig. Neytendur Tengdar fréttir Blása í herlúðra gegn lúsinni Foreldrafélag Vesturbæjarskóla snýr vörn í sókn í baráttunni við lúsina. 5. september 2013 10:40 Samstillt átak þarf gegn lúsavandamáli Lúsar hefur orðið vart í skólum landsins. Hjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu segir alltaf erfitt að eiga við lúsina. Úrræði séu fá en þó sé komið nýtt lúsalyf sem lofi góðu. Lykillinn sé þó alltaf að foreldrar fylgist með börnum sínum. 16. janúar 2013 07:00 Sífellt fleiri fá lús vegna „selfie“-mynda „Vanalega eru þetta yngri börn en núna erum við farin að sjá aukningu meðal unglinga,“ segir lúsasérfræðingur. 26. febrúar 2014 15:23 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Viðar Brink er 36 ára Kópavogsbúi og hann er að niðurlotum kominn. Það sem af er ári hefur hann eytt tæplega 60.000 krónum í lúsasjampó. „Greinilega einhver ekki að kemba í skólanum því börnin fá þetta alltaf aftur. Er að spá í að snoða stelpurnar mínar,“ segir Viðar.Hroðalega dýrt lúsasjampó á ÍslandiViðar er að niðurlotum kominn og er helst á því að hann þurfi að fara að veifa hvíta flagginu og gefast upp fyrir lúsinni. „Ég á þrjár stelpur og svo er konan líka þannig að þetta eru fimm hausar á heimilinu. Þetta hefur komið upp hjá okkur núna þrisvar eða fjórum sinnum það sem af er ári. Þær eru allar með mjög sítt og mikið hár þannig það er mælt með einum og hálfum brúsa í haus. Tveir brúsar í einn af þessum hausum, mjög sítt og mikið hár. Ég borgaði 2.500 kall fyrir brúsann um daginn. Í Lyfju í Smáralind. Hef keypt þetta á um 3000 kall í Bílaapótekinu í Smáralind.“ Viðar segir lúsasjampó hroðalega dýrt á Íslandi, hann hefur heyrt að það sé miklu ódýrara í Ameríku. Hann hefur ekki hugmynd um af hverju þetta er svona dýrt. „Er ekki allt dýrt á Íslandi,“ spyr Viðar.Lúsabylgja í KópavogiKona Viðars er dugleg að kemba meðan hann sjálfur fer í þvottinn. Viðar var farinn að gruna heimilishundinn, sem er Border Terrier, en komst að því að hundar geta ekki borið höfuðlýs, aðeins flær. „Það er rosalega erfitt að eiga við þetta. Við fáum póst nánast vikulega um lús í skólanum. Og þær eru duglegar að láta okkur vita, stelpurnar. Sú yngsta sem er sex ára hefur fengið þetta þrisvar frá áramótum, sú í miðið, 9 ára tvisvar eða þrisvar, sú elsta einu sinni, en hún er fimmtán ára og konan tvisvar.“ Viðar segir segir ekki hafa kveðið svona rammt af lús fyrr, svo virðist sem einhver lúsabylgja sé í gangi í Kópavogi, og líkast til um land allt.Á vef Doktor.is má kynna sér nánar hvernig bregðast á við þegar lús gerir vart við sig.
Neytendur Tengdar fréttir Blása í herlúðra gegn lúsinni Foreldrafélag Vesturbæjarskóla snýr vörn í sókn í baráttunni við lúsina. 5. september 2013 10:40 Samstillt átak þarf gegn lúsavandamáli Lúsar hefur orðið vart í skólum landsins. Hjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu segir alltaf erfitt að eiga við lúsina. Úrræði séu fá en þó sé komið nýtt lúsalyf sem lofi góðu. Lykillinn sé þó alltaf að foreldrar fylgist með börnum sínum. 16. janúar 2013 07:00 Sífellt fleiri fá lús vegna „selfie“-mynda „Vanalega eru þetta yngri börn en núna erum við farin að sjá aukningu meðal unglinga,“ segir lúsasérfræðingur. 26. febrúar 2014 15:23 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Blása í herlúðra gegn lúsinni Foreldrafélag Vesturbæjarskóla snýr vörn í sókn í baráttunni við lúsina. 5. september 2013 10:40
Samstillt átak þarf gegn lúsavandamáli Lúsar hefur orðið vart í skólum landsins. Hjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu segir alltaf erfitt að eiga við lúsina. Úrræði séu fá en þó sé komið nýtt lúsalyf sem lofi góðu. Lykillinn sé þó alltaf að foreldrar fylgist með börnum sínum. 16. janúar 2013 07:00
Sífellt fleiri fá lús vegna „selfie“-mynda „Vanalega eru þetta yngri börn en núna erum við farin að sjá aukningu meðal unglinga,“ segir lúsasérfræðingur. 26. febrúar 2014 15:23