Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2018 19:43 Fulltrúar ýmissa ríkja hafa beint viðskiptum sínum að Trump-hótelinu í Washington-borg eftir að Trump varð forseti. Vísir/Getty Dómsmálaráðherrar tveggja ríkja í Bandaríkjunum gætu krafist upplýsinga um erlenda viðskiptahagsmuni Donalds Trump forseta eftir að alríkisdómari hafnaði kröfu hans um að slá málinu á frest. Málið var höfðað á grundvelli stjórnarskrárákvæði sem bannar forsetanum að þiggja greiðslur eða gjafir frá erlendum aðilum. Í stefnu dómsmálaráðherra Maryland og Columbia-svæðis gegn forsetanum er hann sakaður um að brjóta gegn stjórnarskrárákvæðinu með því að eiga í viðskiptum við erlend ríki, meðal annars í gegnum hótelið sem hann á í Washington-borg. Fulltrúar erlendra ríkja hafa verið tíðir gestir þar. Trump hefur hins vegar alla tíð neitað að opinbera skattskýrslur sínar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa sýnt litla tilburði til að hafa aðhald með mögulegum hagsmunaárekstrum forsetans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna krafðist þess að dómarinn í málinu féllist á að fresta því á meðan leitað væri til æðra dómsvalds um álitefni sem það segir uppi. Lögmenn ráðuneytisins halda því fram að verulegur vafi leiki á því hvort að greiðslur sem fyrirtæki forsetans fá frá erlendum ríkisstjórnum falli undir stjórnarskrárákvæðið. Alríkisdómarinn hafnaði þeim rökum hins vegar og sagði þau „hæpna tillögu“, að sögn Washington Post. Skipaði hann stefnendunum að leggja fram áætlun um upplýsingaöflun í málinu innan tuttugu daga. Þar með er leiðin greið fyrir stefnendurna að fara fram á upplýsingar um rekstur Trump-hótelsins í Washington-borg. Athygli vekur að dómarinn hafnaði einnig rökum um að stefnan gegn Trump væri of mikið ónæði fyrir störf hans sem forseti. Vísaði dómarinn til tísts Trump þar sem hann virtist lýsa yfir ósk um að John Brennan, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustunnar CIA, stefndi honum.The judge in the emoluments clause case cited this tweet from @realDonaldTrump to reject Trump's argument that any lawsuit would impose undue burdens on the presidency. In this tweet, Trump actually invited a lawsuit from one of his enemies! He's got time, it seems. https://t.co/RTQbWUhahr— David Fahrenthold (@Fahrenthold) November 2, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Dómsmálaráðherrar tveggja ríkja í Bandaríkjunum gætu krafist upplýsinga um erlenda viðskiptahagsmuni Donalds Trump forseta eftir að alríkisdómari hafnaði kröfu hans um að slá málinu á frest. Málið var höfðað á grundvelli stjórnarskrárákvæði sem bannar forsetanum að þiggja greiðslur eða gjafir frá erlendum aðilum. Í stefnu dómsmálaráðherra Maryland og Columbia-svæðis gegn forsetanum er hann sakaður um að brjóta gegn stjórnarskrárákvæðinu með því að eiga í viðskiptum við erlend ríki, meðal annars í gegnum hótelið sem hann á í Washington-borg. Fulltrúar erlendra ríkja hafa verið tíðir gestir þar. Trump hefur hins vegar alla tíð neitað að opinbera skattskýrslur sínar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa sýnt litla tilburði til að hafa aðhald með mögulegum hagsmunaárekstrum forsetans. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna krafðist þess að dómarinn í málinu féllist á að fresta því á meðan leitað væri til æðra dómsvalds um álitefni sem það segir uppi. Lögmenn ráðuneytisins halda því fram að verulegur vafi leiki á því hvort að greiðslur sem fyrirtæki forsetans fá frá erlendum ríkisstjórnum falli undir stjórnarskrárákvæðið. Alríkisdómarinn hafnaði þeim rökum hins vegar og sagði þau „hæpna tillögu“, að sögn Washington Post. Skipaði hann stefnendunum að leggja fram áætlun um upplýsingaöflun í málinu innan tuttugu daga. Þar með er leiðin greið fyrir stefnendurna að fara fram á upplýsingar um rekstur Trump-hótelsins í Washington-borg. Athygli vekur að dómarinn hafnaði einnig rökum um að stefnan gegn Trump væri of mikið ónæði fyrir störf hans sem forseti. Vísaði dómarinn til tísts Trump þar sem hann virtist lýsa yfir ósk um að John Brennan, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustunnar CIA, stefndi honum.The judge in the emoluments clause case cited this tweet from @realDonaldTrump to reject Trump's argument that any lawsuit would impose undue burdens on the presidency. In this tweet, Trump actually invited a lawsuit from one of his enemies! He's got time, it seems. https://t.co/RTQbWUhahr— David Fahrenthold (@Fahrenthold) November 2, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira