Vopnahlé í Níkaragva Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2018 11:08 Mótmælendum hefur verið skipað að leggja niður vopn. Vísir/EPA Ríkisstjórn Níkaragva hefur samið um vopnahlé við stríðandi fylkingar í landinu en frá þessu greinir BBC. Átök hafa geisað í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva síðan að ríkisstjórn Daniels Ortega setti fram í apríl, tillögur um að skerða eftirlaun og minnka framlög til velferðarmála í landinu. Þrátt fyrir að tillögurnar hafi verið dregnar til baka hefur ríkisstjórninni verið harðlega mótmælt. Mótmælin þróuðust í átök milli mótmælenda og lögreglu og hafa nú 170 manns látist í mótmælunum á undanförnum vikum. Rómversk-kaþólska kirkjan hafði því milligöngu um að friða hinar stríðandi fylkingar og kom af stað samningaviðræðum sem nú hafa borið árangur. Í yfirlýsingu segja fulltrúar ríkisstjórnarinnar, mótmælenda og biskupar kaþólsku kirkjunnar að vopnahlé skuli tafarlaust taka gildi og að öll dauðsföll undanfarinnar vikna verði rannsökuð. Skrifað var undir samkomulag þess efnis í höfuðborg ríkisins, Managua.Aðgerðasinnar og verkalýðsleiðtogar hafa sakað Ortega um að kúga þjóð sína og hafa kallað eftir afsögn hans. Mannúðarsamtökin IACHR, sendu fulltrúa sína til að fylgjast með mótmælum í landinu og skýrslu þeirra greina þeir frá harðræði lögreglumanna og fleiri brotum á mannréttindum. Utanríkisráðuneyti Níkaragva hafnar niðurstöðum skýrslunnar og segir skýrsluna vera hlutdræga. Sakaður um einræðistilburði Daniel Ortega sem hefur verið forseti síðan 2007 var einn af þeim sem áttu hlut í því þegar einræðisherranum Anastasio Somoza var steypt af stóli árið 1979 hefur enn sem komið er ekki sýnt nokkurn áhuga á að stíga til hliðar vegna málsins. Andstæðingar forsetans hafa sakað hann og varaforseta hans, Rosario Murillo sem einnig er eiginkona Ortega um að sýna einræðistilburði. Erlent Níkaragva Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Ríkisstjórn Níkaragva hefur samið um vopnahlé við stríðandi fylkingar í landinu en frá þessu greinir BBC. Átök hafa geisað í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva síðan að ríkisstjórn Daniels Ortega setti fram í apríl, tillögur um að skerða eftirlaun og minnka framlög til velferðarmála í landinu. Þrátt fyrir að tillögurnar hafi verið dregnar til baka hefur ríkisstjórninni verið harðlega mótmælt. Mótmælin þróuðust í átök milli mótmælenda og lögreglu og hafa nú 170 manns látist í mótmælunum á undanförnum vikum. Rómversk-kaþólska kirkjan hafði því milligöngu um að friða hinar stríðandi fylkingar og kom af stað samningaviðræðum sem nú hafa borið árangur. Í yfirlýsingu segja fulltrúar ríkisstjórnarinnar, mótmælenda og biskupar kaþólsku kirkjunnar að vopnahlé skuli tafarlaust taka gildi og að öll dauðsföll undanfarinnar vikna verði rannsökuð. Skrifað var undir samkomulag þess efnis í höfuðborg ríkisins, Managua.Aðgerðasinnar og verkalýðsleiðtogar hafa sakað Ortega um að kúga þjóð sína og hafa kallað eftir afsögn hans. Mannúðarsamtökin IACHR, sendu fulltrúa sína til að fylgjast með mótmælum í landinu og skýrslu þeirra greina þeir frá harðræði lögreglumanna og fleiri brotum á mannréttindum. Utanríkisráðuneyti Níkaragva hafnar niðurstöðum skýrslunnar og segir skýrsluna vera hlutdræga. Sakaður um einræðistilburði Daniel Ortega sem hefur verið forseti síðan 2007 var einn af þeim sem áttu hlut í því þegar einræðisherranum Anastasio Somoza var steypt af stóli árið 1979 hefur enn sem komið er ekki sýnt nokkurn áhuga á að stíga til hliðar vegna málsins. Andstæðingar forsetans hafa sakað hann og varaforseta hans, Rosario Murillo sem einnig er eiginkona Ortega um að sýna einræðistilburði.
Erlent Níkaragva Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira