„Þetta hefur verið ákveðinn draumur í mjög langan tíma. Kærastinn minn er jafnframt umboðsmaðurinn minn og hann hjálpaði mér að komast í samband við rétt fólk hjá Höfuðborgarstofu,“ segir Sigurður.
Hann segist hafa sjálfur óskað eftir hlutverkinu og hafi viðmót Höfuðborgarstofu verið gott.

„Ég held að almennt fyrir drag- og hinseginsamfélagið sé þetta enn eitt skrefið í rétta átt. Að þessi hópur sé partur af einhverju jafn hátíðlegu og 17. Júní,“ segir Sigurður.
Skrúðgangan hefst á morgun og verður gengið frá horni Laugavegs og Snorrabrautar stundvíslega klukkan 13.00.