Böðvar Böðvarsson gekk frá samningum við pólska liðið Jagiellonia Bialystok í dag. Félagið tilkynnti þetta á vefsíðu sinni.
Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku þá seldi FH Böðvar til pólska félagsins en hann gekst undir læknisskoðun í dag og skrifaði svo undir samning til þriggja og hálfs árs.
Hinn 22 ára Böðvar mun leika í treyju númer 19 með pólska liðinu.
Jagiellonia er í 4. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar, jafnt að stigum og Lech Poznan og Gornik Zabrze í 2. og 3. sæti.
Böðvar búinn að skrifa undir í Póllandi

Tengdar fréttir

Böðvar seldur frá FH til Póllands
Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, er farinn í atvinnumennsku í Póllandi.

Böðvar: Erfitt að yfirgefa FH en rétt ákvörðun fyrir ferilinn
Böðvar Böðvarsson samdi við pólska félagið Jagiellonia Bialystok og var seldur til liðsins frá FH eins og greint hefur verið frá í dag.

Væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið
FH-ingurinn Böðvar Böðvarsson er á förum til Jagiellonia Białystok, eins sterkasta liðs pólsku úrvalsdeildarinnar.