Væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Böðvar fagnar í leik með FH. vísir/ernir Í gær bárust fréttir af því að Böðvar Böðvarsson væri genginn í raðir pólska úrvalsdeildarliðsins Jagiellonia Białystok frá FH. Nokkuð óvænt félagaskipti en Pólland hefur ekki verið algengur viðkomustaður íslenskra fótboltamanna. „Þetta varð að alvöru dæmi í vikunni. FH spurði mig hvort þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á. Eftir að ég kannaði liðið var ég meira en tilbúinn að skoða þetta,“ sagði Böðvar í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann fer utan á sunnudaginn, í læknisskoðun daginn eftir og ef allt gengur að óskum skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning við Jagiellonia Białystok. Liðið situr í 4. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 21 umferð, tveimur stigum á eftir Legia Varsjá. Pólska deildin inniheldur 16 lið sem spila við hvort annað, heima og heiman. Eftir 30 umferðir fara átta efstu liðin í úrslitakeppni um pólska meistaratitilinn og átta neðstu liðin keppa sín á milli um að forðast fall í næstefstu deild. Liðin mætast einu sinni í úrslitakeppninni og því leikur hvert lið 37 deildarleiki á hverju tímabili. Jagiellonia Białystok var í efsta sæti pólsku deildarinnar eftir fyrstu 30 umferðirnar á síðasta tímabili og endaði að lokum í 2. sæti á eftir Legia Varsjá. Liðið er því sterkt. „Ég held að þetta sé mjög stórt og gott skref fyrir mig,“ sagði Böðvar sem fékk nasaþef af atvinnumennskunni þegar hann var á láni hjá Midtjylland í Danmörku í þrjá mánuði veturinn 2015-16. Hafnfirðingurinn náði þó ekki að spila leik með danska liðinu. „Ég er kannski að fara í allt annað dæmi þarna úti í Póllandi en Danmörku. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Böðvar. Að hans sögn hefur draumurinn alltaf verið að spila sem atvinnumaður. „Þetta hefur verið draumur síðan maður byrjaði að æfa. Það er ótrúlega jákvætt að vera kominn með fyrsta alvöru atvinnumannasamninginn.“ Böðvar er uppalinn FH-ingur og hefur verið í stóru hlutverki hjá Fimleikafélaginu undanfarin ár. Hann hefur leikið 73 leiki með FH í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu 2015 og 2016. Sem kunnugt er tók Ólafur Kristjánsson við þjálfun FH í vetur af Heimi Guðjónssyni sem hafði þjálfað liðið í áratug. Böðvar viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa FH á þessum tímapunkti. „Ég er mjög spenntur fyrir því sem er að gerast hjá FH. En ég tel að besta leiðin til að bæta sig sé að spila í sem bestri deild og þess vegna vonaðist ég til að komast út. Auðvitað verður erfitt að horfa á strákana spila í sumar,“ sagði Böðvar sem verður 23 ára í apríl. Hafnfirðingurinn var lykilmaður í U-21 árs landsliði Íslands á sínum tíma og á að baki fjóra leiki fyrir A-landsliðið. Sá síðasti þeirra var í Indónesíuferðinni í síðasta mánuði. Böðvar vonast til að landsleikjunum fjölgi eftir vistaskiptin til Jagiellonia Białystok. „Ég get alveg sagt að ég væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið. Annars væri ég bara heima. Ég tel mig geta spilað með landsliðinu í framtíðinni og taldi þetta mjög gott skref til að komast í það,“ sagði Böðvar að lokum. Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að Böðvar Böðvarsson væri genginn í raðir pólska úrvalsdeildarliðsins Jagiellonia Białystok frá FH. Nokkuð óvænt félagaskipti en Pólland hefur ekki verið algengur viðkomustaður íslenskra fótboltamanna. „Þetta varð að alvöru dæmi í vikunni. FH spurði mig hvort þetta væri eitthvað sem ég hefði áhuga á. Eftir að ég kannaði liðið var ég meira en tilbúinn að skoða þetta,“ sagði Böðvar í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann fer utan á sunnudaginn, í læknisskoðun daginn eftir og ef allt gengur að óskum skrifar hann undir þriggja og hálfs árs samning við Jagiellonia Białystok. Liðið situr í 4. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 21 umferð, tveimur stigum á eftir Legia Varsjá. Pólska deildin inniheldur 16 lið sem spila við hvort annað, heima og heiman. Eftir 30 umferðir fara átta efstu liðin í úrslitakeppni um pólska meistaratitilinn og átta neðstu liðin keppa sín á milli um að forðast fall í næstefstu deild. Liðin mætast einu sinni í úrslitakeppninni og því leikur hvert lið 37 deildarleiki á hverju tímabili. Jagiellonia Białystok var í efsta sæti pólsku deildarinnar eftir fyrstu 30 umferðirnar á síðasta tímabili og endaði að lokum í 2. sæti á eftir Legia Varsjá. Liðið er því sterkt. „Ég held að þetta sé mjög stórt og gott skref fyrir mig,“ sagði Böðvar sem fékk nasaþef af atvinnumennskunni þegar hann var á láni hjá Midtjylland í Danmörku í þrjá mánuði veturinn 2015-16. Hafnfirðingurinn náði þó ekki að spila leik með danska liðinu. „Ég er kannski að fara í allt annað dæmi þarna úti í Póllandi en Danmörku. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Böðvar. Að hans sögn hefur draumurinn alltaf verið að spila sem atvinnumaður. „Þetta hefur verið draumur síðan maður byrjaði að æfa. Það er ótrúlega jákvætt að vera kominn með fyrsta alvöru atvinnumannasamninginn.“ Böðvar er uppalinn FH-ingur og hefur verið í stóru hlutverki hjá Fimleikafélaginu undanfarin ár. Hann hefur leikið 73 leiki með FH í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu 2015 og 2016. Sem kunnugt er tók Ólafur Kristjánsson við þjálfun FH í vetur af Heimi Guðjónssyni sem hafði þjálfað liðið í áratug. Böðvar viðurkennir að það hafi verið erfitt að yfirgefa FH á þessum tímapunkti. „Ég er mjög spenntur fyrir því sem er að gerast hjá FH. En ég tel að besta leiðin til að bæta sig sé að spila í sem bestri deild og þess vegna vonaðist ég til að komast út. Auðvitað verður erfitt að horfa á strákana spila í sumar,“ sagði Böðvar sem verður 23 ára í apríl. Hafnfirðingurinn var lykilmaður í U-21 árs landsliði Íslands á sínum tíma og á að baki fjóra leiki fyrir A-landsliðið. Sá síðasti þeirra var í Indónesíuferðinni í síðasta mánuði. Böðvar vonast til að landsleikjunum fjölgi eftir vistaskiptin til Jagiellonia Białystok. „Ég get alveg sagt að ég væri ekki að fara út ef landsliðið væri ekki markmiðið. Annars væri ég bara heima. Ég tel mig geta spilað með landsliðinu í framtíðinni og taldi þetta mjög gott skref til að komast í það,“ sagði Böðvar að lokum.
Fótbolti Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira