Safnverðir í Auschwitz lýsa áreitni vegna umdeildra helfararlaga Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2018 12:07 Skiltið fræga yfir hliði útrýmingarbúðanna í Auschwitz sem sagði föngum þar að vinnan gerði þá frjálsa. Áætlað er að hátt í milljón manna hafi verið teknir af lífi í búðunum í helförinni. Vísir/AFP Starfsmenn minnisvarðans og safnsins í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi segjast hafa orðið fyrir öldu haturs, falsfrétta og þrýstings í tengslum við umdeild lög pólsku ríkisstjórnarinnar um helförina sem voru samþykkt fyrr á þessu ári. Lögin fela meðal annars í sér að ólöglegt er að tengja pólska ríkið eða þjóðina við glæpi nasista í helförinni þrátt fyrir að útrýmingarbúðir þeirra hafi verið reistar í Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Gagnrýnt var að lögin gætu takmarkað umræðu um sögu Póllands í stríðinu. Pólskir þjóðernissinnar og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar tóku þeirri gagnrýni illa og einhverjir þeirra létu reiði sína bitna á starfsfólki safnsins í Auschwitz. Sökuðu þeir forstöðumenn safnsins þar um að gera lítið úr dauða um 74.000 Pólverja sem voru ekki gyðingar í útrýmingarbúðunum með því að beina sjónum sínum aðeins að gyðingunum þar. Þeir létu þó ekki þar við liggja heldur réðust þjóðernissinnarnir á heimili ítalsks leiðsögumanns. Krotuðu þeir „Pólland fyrir Pólverja“ og mynd þar sem Davíðsstjarnan og hakakross nasista voru lögð að jöfnu. Þá gerðu stuðningsmenn dæmds gyðingahatara aðsúg að leiðsögumanni í Auschwitz í síðasta mánuði, að því er segir í frétt The Guardian. „Annar skaðinn af deilunni er að Auschwitz varð að skotmarki. Við höfum fengið fólk sem segir að það megi ekki vera með pólska fánann hérna eða að minningu Pólverja sé ekki haldið á lofti hér, að safnið sé andpólskt, sem er allt ósatt og við höfum þurft að bregðast við,“ segir Pawel Sawicki, samfélagsmiðlastjóri safnsins. Stjórnendur safnsins hafa verið sakaðir um að bera fram „erlenda frásögn“ af atburðum helfararinnar. Yfirmaður skólamála í héraðinu sem Auschwitz tilheyrir lagði meðal annars til í febrúar að aðeins Pólverjar mættu vera leiðsögumenn í útrýmingarbúðunum.Óttast ríkisstjórnina Andstæðingar safnsins hafa beitt fyrir sig lygum til að koma höggi á stjórnendur þess. Þannig birtist frásögn á vefsíðu hægrisinnaðs fjölmiðils af heimsókn manns í safnið sem fullyrti að leiðsögumaður þar hafi neitað að viðurkenna að nokkur fangavörður nasista í búðunum hafi verið Þjóðverji. Í ljós kom að sú frásögn var uppspuni frá rótum. Safnið hefur á móti brugðist við með því að birta leiðréttingar á fölskum fullyrðingum sem hafa verið á sveimi um það og gripið inn í umræður á samfélagsmiðlum. Leiðsögumaður við Auscwhitz segir hins vegar við The Guardian að stjórnendurnir geri lítið úr ógnunum af ótta við ríkisstjórn Laga og réttlætis, hægriþjóðernissinnaða stjórnarflokksins. „Forystan er of hrædd við ríkisstjórnina og leiðsögumennirnir eru of hræddir um að missa vinnuna til að andæfa ögrununum sem hafa verið í gangi hér,“ hefur blaðið eftir ónefndum leiðsögumanni. Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Fangelsisdómur við því að segja útrýmingarbúðir hafa verið pólskar Forseti Póllands segist ætla að grandskoða umdeilt lagafrumvarp sem leitt hefur til deilna á milli Póllands og Ísrael. 28. janúar 2018 23:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Starfsmenn minnisvarðans og safnsins í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi segjast hafa orðið fyrir öldu haturs, falsfrétta og þrýstings í tengslum við umdeild lög pólsku ríkisstjórnarinnar um helförina sem voru samþykkt fyrr á þessu ári. Lögin fela meðal annars í sér að ólöglegt er að tengja pólska ríkið eða þjóðina við glæpi nasista í helförinni þrátt fyrir að útrýmingarbúðir þeirra hafi verið reistar í Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Gagnrýnt var að lögin gætu takmarkað umræðu um sögu Póllands í stríðinu. Pólskir þjóðernissinnar og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar tóku þeirri gagnrýni illa og einhverjir þeirra létu reiði sína bitna á starfsfólki safnsins í Auschwitz. Sökuðu þeir forstöðumenn safnsins þar um að gera lítið úr dauða um 74.000 Pólverja sem voru ekki gyðingar í útrýmingarbúðunum með því að beina sjónum sínum aðeins að gyðingunum þar. Þeir létu þó ekki þar við liggja heldur réðust þjóðernissinnarnir á heimili ítalsks leiðsögumanns. Krotuðu þeir „Pólland fyrir Pólverja“ og mynd þar sem Davíðsstjarnan og hakakross nasista voru lögð að jöfnu. Þá gerðu stuðningsmenn dæmds gyðingahatara aðsúg að leiðsögumanni í Auschwitz í síðasta mánuði, að því er segir í frétt The Guardian. „Annar skaðinn af deilunni er að Auschwitz varð að skotmarki. Við höfum fengið fólk sem segir að það megi ekki vera með pólska fánann hérna eða að minningu Pólverja sé ekki haldið á lofti hér, að safnið sé andpólskt, sem er allt ósatt og við höfum þurft að bregðast við,“ segir Pawel Sawicki, samfélagsmiðlastjóri safnsins. Stjórnendur safnsins hafa verið sakaðir um að bera fram „erlenda frásögn“ af atburðum helfararinnar. Yfirmaður skólamála í héraðinu sem Auschwitz tilheyrir lagði meðal annars til í febrúar að aðeins Pólverjar mættu vera leiðsögumenn í útrýmingarbúðunum.Óttast ríkisstjórnina Andstæðingar safnsins hafa beitt fyrir sig lygum til að koma höggi á stjórnendur þess. Þannig birtist frásögn á vefsíðu hægrisinnaðs fjölmiðils af heimsókn manns í safnið sem fullyrti að leiðsögumaður þar hafi neitað að viðurkenna að nokkur fangavörður nasista í búðunum hafi verið Þjóðverji. Í ljós kom að sú frásögn var uppspuni frá rótum. Safnið hefur á móti brugðist við með því að birta leiðréttingar á fölskum fullyrðingum sem hafa verið á sveimi um það og gripið inn í umræður á samfélagsmiðlum. Leiðsögumaður við Auscwhitz segir hins vegar við The Guardian að stjórnendurnir geri lítið úr ógnunum af ótta við ríkisstjórn Laga og réttlætis, hægriþjóðernissinnaða stjórnarflokksins. „Forystan er of hrædd við ríkisstjórnina og leiðsögumennirnir eru of hræddir um að missa vinnuna til að andæfa ögrununum sem hafa verið í gangi hér,“ hefur blaðið eftir ónefndum leiðsögumanni.
Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Fangelsisdómur við því að segja útrýmingarbúðir hafa verið pólskar Forseti Póllands segist ætla að grandskoða umdeilt lagafrumvarp sem leitt hefur til deilna á milli Póllands og Ísrael. 28. janúar 2018 23:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Skotárás á Times Square Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00
Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00
Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34
Fangelsisdómur við því að segja útrýmingarbúðir hafa verið pólskar Forseti Póllands segist ætla að grandskoða umdeilt lagafrumvarp sem leitt hefur til deilna á milli Póllands og Ísrael. 28. janúar 2018 23:00