Safnverðir í Auschwitz lýsa áreitni vegna umdeildra helfararlaga Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2018 12:07 Skiltið fræga yfir hliði útrýmingarbúðanna í Auschwitz sem sagði föngum þar að vinnan gerði þá frjálsa. Áætlað er að hátt í milljón manna hafi verið teknir af lífi í búðunum í helförinni. Vísir/AFP Starfsmenn minnisvarðans og safnsins í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi segjast hafa orðið fyrir öldu haturs, falsfrétta og þrýstings í tengslum við umdeild lög pólsku ríkisstjórnarinnar um helförina sem voru samþykkt fyrr á þessu ári. Lögin fela meðal annars í sér að ólöglegt er að tengja pólska ríkið eða þjóðina við glæpi nasista í helförinni þrátt fyrir að útrýmingarbúðir þeirra hafi verið reistar í Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Gagnrýnt var að lögin gætu takmarkað umræðu um sögu Póllands í stríðinu. Pólskir þjóðernissinnar og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar tóku þeirri gagnrýni illa og einhverjir þeirra létu reiði sína bitna á starfsfólki safnsins í Auschwitz. Sökuðu þeir forstöðumenn safnsins þar um að gera lítið úr dauða um 74.000 Pólverja sem voru ekki gyðingar í útrýmingarbúðunum með því að beina sjónum sínum aðeins að gyðingunum þar. Þeir létu þó ekki þar við liggja heldur réðust þjóðernissinnarnir á heimili ítalsks leiðsögumanns. Krotuðu þeir „Pólland fyrir Pólverja“ og mynd þar sem Davíðsstjarnan og hakakross nasista voru lögð að jöfnu. Þá gerðu stuðningsmenn dæmds gyðingahatara aðsúg að leiðsögumanni í Auschwitz í síðasta mánuði, að því er segir í frétt The Guardian. „Annar skaðinn af deilunni er að Auschwitz varð að skotmarki. Við höfum fengið fólk sem segir að það megi ekki vera með pólska fánann hérna eða að minningu Pólverja sé ekki haldið á lofti hér, að safnið sé andpólskt, sem er allt ósatt og við höfum þurft að bregðast við,“ segir Pawel Sawicki, samfélagsmiðlastjóri safnsins. Stjórnendur safnsins hafa verið sakaðir um að bera fram „erlenda frásögn“ af atburðum helfararinnar. Yfirmaður skólamála í héraðinu sem Auschwitz tilheyrir lagði meðal annars til í febrúar að aðeins Pólverjar mættu vera leiðsögumenn í útrýmingarbúðunum.Óttast ríkisstjórnina Andstæðingar safnsins hafa beitt fyrir sig lygum til að koma höggi á stjórnendur þess. Þannig birtist frásögn á vefsíðu hægrisinnaðs fjölmiðils af heimsókn manns í safnið sem fullyrti að leiðsögumaður þar hafi neitað að viðurkenna að nokkur fangavörður nasista í búðunum hafi verið Þjóðverji. Í ljós kom að sú frásögn var uppspuni frá rótum. Safnið hefur á móti brugðist við með því að birta leiðréttingar á fölskum fullyrðingum sem hafa verið á sveimi um það og gripið inn í umræður á samfélagsmiðlum. Leiðsögumaður við Auscwhitz segir hins vegar við The Guardian að stjórnendurnir geri lítið úr ógnunum af ótta við ríkisstjórn Laga og réttlætis, hægriþjóðernissinnaða stjórnarflokksins. „Forystan er of hrædd við ríkisstjórnina og leiðsögumennirnir eru of hræddir um að missa vinnuna til að andæfa ögrununum sem hafa verið í gangi hér,“ hefur blaðið eftir ónefndum leiðsögumanni. Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Fangelsisdómur við því að segja útrýmingarbúðir hafa verið pólskar Forseti Póllands segist ætla að grandskoða umdeilt lagafrumvarp sem leitt hefur til deilna á milli Póllands og Ísrael. 28. janúar 2018 23:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Starfsmenn minnisvarðans og safnsins í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi segjast hafa orðið fyrir öldu haturs, falsfrétta og þrýstings í tengslum við umdeild lög pólsku ríkisstjórnarinnar um helförina sem voru samþykkt fyrr á þessu ári. Lögin fela meðal annars í sér að ólöglegt er að tengja pólska ríkið eða þjóðina við glæpi nasista í helförinni þrátt fyrir að útrýmingarbúðir þeirra hafi verið reistar í Póllandi í síðari heimsstyrjöldinni. Gagnrýnt var að lögin gætu takmarkað umræðu um sögu Póllands í stríðinu. Pólskir þjóðernissinnar og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar tóku þeirri gagnrýni illa og einhverjir þeirra létu reiði sína bitna á starfsfólki safnsins í Auschwitz. Sökuðu þeir forstöðumenn safnsins þar um að gera lítið úr dauða um 74.000 Pólverja sem voru ekki gyðingar í útrýmingarbúðunum með því að beina sjónum sínum aðeins að gyðingunum þar. Þeir létu þó ekki þar við liggja heldur réðust þjóðernissinnarnir á heimili ítalsks leiðsögumanns. Krotuðu þeir „Pólland fyrir Pólverja“ og mynd þar sem Davíðsstjarnan og hakakross nasista voru lögð að jöfnu. Þá gerðu stuðningsmenn dæmds gyðingahatara aðsúg að leiðsögumanni í Auschwitz í síðasta mánuði, að því er segir í frétt The Guardian. „Annar skaðinn af deilunni er að Auschwitz varð að skotmarki. Við höfum fengið fólk sem segir að það megi ekki vera með pólska fánann hérna eða að minningu Pólverja sé ekki haldið á lofti hér, að safnið sé andpólskt, sem er allt ósatt og við höfum þurft að bregðast við,“ segir Pawel Sawicki, samfélagsmiðlastjóri safnsins. Stjórnendur safnsins hafa verið sakaðir um að bera fram „erlenda frásögn“ af atburðum helfararinnar. Yfirmaður skólamála í héraðinu sem Auschwitz tilheyrir lagði meðal annars til í febrúar að aðeins Pólverjar mættu vera leiðsögumenn í útrýmingarbúðunum.Óttast ríkisstjórnina Andstæðingar safnsins hafa beitt fyrir sig lygum til að koma höggi á stjórnendur þess. Þannig birtist frásögn á vefsíðu hægrisinnaðs fjölmiðils af heimsókn manns í safnið sem fullyrti að leiðsögumaður þar hafi neitað að viðurkenna að nokkur fangavörður nasista í búðunum hafi verið Þjóðverji. Í ljós kom að sú frásögn var uppspuni frá rótum. Safnið hefur á móti brugðist við með því að birta leiðréttingar á fölskum fullyrðingum sem hafa verið á sveimi um það og gripið inn í umræður á samfélagsmiðlum. Leiðsögumaður við Auscwhitz segir hins vegar við The Guardian að stjórnendurnir geri lítið úr ógnunum af ótta við ríkisstjórn Laga og réttlætis, hægriþjóðernissinnaða stjórnarflokksins. „Forystan er of hrædd við ríkisstjórnina og leiðsögumennirnir eru of hræddir um að missa vinnuna til að andæfa ögrununum sem hafa verið í gangi hér,“ hefur blaðið eftir ónefndum leiðsögumanni.
Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Fangelsisdómur við því að segja útrýmingarbúðir hafa verið pólskar Forseti Póllands segist ætla að grandskoða umdeilt lagafrumvarp sem leitt hefur til deilna á milli Póllands og Ísrael. 28. janúar 2018 23:00 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00
Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00
Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34
Fangelsisdómur við því að segja útrýmingarbúðir hafa verið pólskar Forseti Póllands segist ætla að grandskoða umdeilt lagafrumvarp sem leitt hefur til deilna á milli Póllands og Ísrael. 28. janúar 2018 23:00