Kúrdar sýna ISIS-liðum miskunn Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2018 16:42 Úr réttarsal í Sýrlandi. Vísir/AP Sýrlenskir Kúrdar hafa byggt upp eigið dómskerfi á yfirráðasvæði þeirra í austurhluta Sýrlands. Réttarkerfi þetta er ekki viðurkennt af ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, né alþjóðasamfélaginu en þrátt fyrir það eru réttarhöld yfir vígamönnum Íslamska ríkisins, sem regnhlífarsamtökin SDF hafa handsamað, þegar byrjuð. Nálgun Kúrda virðist vera að sýna vígamönnum miskunn með tilliti til þess að reyna að skapa frið til lengdar og að brúa bilið á milli þjóðfélagshópa á svæðinu. Það er í ákveðinni andstöðu við nálgun yfirvalda í Írak þar sem vígamenn ISIS eru iðulega dæmdir til dauða og það eftir stutt og óformleg réttarhöld. Menn sem grunaðir eru um tengsl við samtökin hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Kúrdar felldu niður dauðarefsingu og tilkynntu að dómar vígamanna sem gefa sig fram verða styttir. Nú þegar segjast þeir hafa réttað yfir rúmlega 1.500 Sýrlendingum sem gengu til liðs við Íslamska ríkið.Blaðamenn AP fréttaveitunnar fengu nýverið að fylgjast með réttarhöldum yfir ISIS-liðum og segja ljóst að hið nýja kerfi þeirra sé alls ekki gallalaust. Meðal stærstu galla kerfisins er að sakborningarnir eru ekki með verjendur. Embættismenn óttast að opinbera hverjir dómarar eru þar sem sprengjuárásir og morðtilraunir gegn embættismönnum eru algengar á svæðinu og þá er ómögulegt fyrir sakborninga að áfrýja dómi sem þeir hljóta. Kúrdar hafa ekki gefið upp hve marga fanga SDF er með í haldi og segja þá tölu sífellt breytast vegna réttarhalda, nýrra handtaka og fleiri atriða. Einhverjir hafa þó fengið að ganga til liðs við SDF eftir að hafa setið út dóma sína. Áætlað er að um 400 erlendir vígamenn séu í haldi SDF og að um tvö þúsund konur, börn og fjölskyldur erlendra vígamanna séu sömuleiðis í haldi. Ekki hefur verið ákveðið hvað gera eigi við þetta fólki, þar sem heimalönd þeirra vilja ekki fá þá aftur og viðurkenna ekki dómstóla Kúrda. Aynour Pacha, sem er yfir dómurum stórs héraðs segir Kúrda hafa rétt á því að rétta yfir vígamönnum en efar að heimalönd þeirra taki við þeim eftir að þeir hafi setið út fangelsisdóma sína. „Við óskum þess að heimurinn myndi átta sig á þeirri byrði sem við berum. Þessir erlendu menn sem myrtu börnin okkar eru þung byrði.“ Í einum réttarhöldunum sem blaðamenn AP urðu vitni að var verið að rétta yfir 34 ára manni sem hafði unnið við dómskerfi ISIS. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi en dómur hans styttur í eitt er vegna þess að hann gaf sig fram. Hann spurði hvort að þeir 45 dagar sem hann hefði þegar verið í haldi yrðu dregnir frá og reyndist svo. Því næst spurði hann hvort hann mætti hringja í fjölskyldu sína og fékk hann leyfi til þess. Eftir það jós hann lofi yfir dómara sína. Réttað hefur verið yfir nokkrum Írökum og sagði einn við blaðamenn AP að hann hefði gefið sig fram við Kúrda af ótta við að lenda í höndum vopnaðra sveita sjíta í Írak. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar hafa byggt upp eigið dómskerfi á yfirráðasvæði þeirra í austurhluta Sýrlands. Réttarkerfi þetta er ekki viðurkennt af ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, né alþjóðasamfélaginu en þrátt fyrir það eru réttarhöld yfir vígamönnum Íslamska ríkisins, sem regnhlífarsamtökin SDF hafa handsamað, þegar byrjuð. Nálgun Kúrda virðist vera að sýna vígamönnum miskunn með tilliti til þess að reyna að skapa frið til lengdar og að brúa bilið á milli þjóðfélagshópa á svæðinu. Það er í ákveðinni andstöðu við nálgun yfirvalda í Írak þar sem vígamenn ISIS eru iðulega dæmdir til dauða og það eftir stutt og óformleg réttarhöld. Menn sem grunaðir eru um tengsl við samtökin hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Kúrdar felldu niður dauðarefsingu og tilkynntu að dómar vígamanna sem gefa sig fram verða styttir. Nú þegar segjast þeir hafa réttað yfir rúmlega 1.500 Sýrlendingum sem gengu til liðs við Íslamska ríkið.Blaðamenn AP fréttaveitunnar fengu nýverið að fylgjast með réttarhöldum yfir ISIS-liðum og segja ljóst að hið nýja kerfi þeirra sé alls ekki gallalaust. Meðal stærstu galla kerfisins er að sakborningarnir eru ekki með verjendur. Embættismenn óttast að opinbera hverjir dómarar eru þar sem sprengjuárásir og morðtilraunir gegn embættismönnum eru algengar á svæðinu og þá er ómögulegt fyrir sakborninga að áfrýja dómi sem þeir hljóta. Kúrdar hafa ekki gefið upp hve marga fanga SDF er með í haldi og segja þá tölu sífellt breytast vegna réttarhalda, nýrra handtaka og fleiri atriða. Einhverjir hafa þó fengið að ganga til liðs við SDF eftir að hafa setið út dóma sína. Áætlað er að um 400 erlendir vígamenn séu í haldi SDF og að um tvö þúsund konur, börn og fjölskyldur erlendra vígamanna séu sömuleiðis í haldi. Ekki hefur verið ákveðið hvað gera eigi við þetta fólki, þar sem heimalönd þeirra vilja ekki fá þá aftur og viðurkenna ekki dómstóla Kúrda. Aynour Pacha, sem er yfir dómurum stórs héraðs segir Kúrda hafa rétt á því að rétta yfir vígamönnum en efar að heimalönd þeirra taki við þeim eftir að þeir hafi setið út fangelsisdóma sína. „Við óskum þess að heimurinn myndi átta sig á þeirri byrði sem við berum. Þessir erlendu menn sem myrtu börnin okkar eru þung byrði.“ Í einum réttarhöldunum sem blaðamenn AP urðu vitni að var verið að rétta yfir 34 ára manni sem hafði unnið við dómskerfi ISIS. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi en dómur hans styttur í eitt er vegna þess að hann gaf sig fram. Hann spurði hvort að þeir 45 dagar sem hann hefði þegar verið í haldi yrðu dregnir frá og reyndist svo. Því næst spurði hann hvort hann mætti hringja í fjölskyldu sína og fékk hann leyfi til þess. Eftir það jós hann lofi yfir dómara sína. Réttað hefur verið yfir nokkrum Írökum og sagði einn við blaðamenn AP að hann hefði gefið sig fram við Kúrda af ótta við að lenda í höndum vopnaðra sveita sjíta í Írak.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent