Tengja íbúprófen við ófrjósemi í ungum karlmönnum Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2018 16:43 Íbúfen er eitt vinsælasta lyfið á Íslandi sem inniheldur íbúprófen. Fréttablaðið/Stefán Bólgueyðandi verkjalyfið íbúprófen hefur neikvæð áhrif á eistu ungra karla ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Skammtar sem íþróttamenn taka gjarna af lyfinu geta valdið breytingum á hormónastarfsemi sem tengist minnkandi frjósemi. Í frétt CNN kemur fram að íbúprófen geti raskað framleiðslu eistna á karlhormóninu testósteróni. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni komust að því að inntaka á lyfinu í skömmtum sem íþróttamenn taka oft hafði áhrif á framleiðslu hormóna í eistunum. Þetta hormónaójafnvægi hefur verið tengt við minnkandi frjósemi, þunglyndi og auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum eins og hjartaáföllum og heilablóðföllum. Grein um rannsóknina birtist í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar. Úrtak rannsóknarinnar var lítið, aðeins 31 sjálfboðaliði á aldrinum 18-35 ára. Af þeim fengu fjórtán 600 millígröm af íbúprófeni tvisvar á dag. Það er hámarks ráðlagður dagsskammtur lyfsins samkvæmt framleiðendum lyfja sem innihalda efnið. Hinir sautján fengu lyfleysu. Áhrifin á þeim sem tóku lyfið komu fram innan tveggja vikna en þau gengu til baka þegar inntökunni var hætt. Bernard Jégou, einn höfunda rannsóknarinnar og forstöðumaður Umhverfis- og starfsheilsurannsóknastofnunarinnar í Frakklandi, segir hins vegar að óljóst sé hvort að áhrif langvarandi neyslu íbúprófens séu afturkræf. Rannsóknir hafa sýnt að sæðisframleiðsla karlmanna í þróuðum ríkjum hafi dregist mikið saman af óþekktum ástæðum. Framleiðslan hefur dregist saman um hátt í 60% á fjörutíu árum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að eitt af hverjum fjórum pörum á barnseignaraldri í þróuðum ríkjum verði ekki barna auðið þrátt fyrir tilraunir til þess í fimm ár. Vísindi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Bólgueyðandi verkjalyfið íbúprófen hefur neikvæð áhrif á eistu ungra karla ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Skammtar sem íþróttamenn taka gjarna af lyfinu geta valdið breytingum á hormónastarfsemi sem tengist minnkandi frjósemi. Í frétt CNN kemur fram að íbúprófen geti raskað framleiðslu eistna á karlhormóninu testósteróni. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni komust að því að inntaka á lyfinu í skömmtum sem íþróttamenn taka oft hafði áhrif á framleiðslu hormóna í eistunum. Þetta hormónaójafnvægi hefur verið tengt við minnkandi frjósemi, þunglyndi og auknar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum eins og hjartaáföllum og heilablóðföllum. Grein um rannsóknina birtist í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar. Úrtak rannsóknarinnar var lítið, aðeins 31 sjálfboðaliði á aldrinum 18-35 ára. Af þeim fengu fjórtán 600 millígröm af íbúprófeni tvisvar á dag. Það er hámarks ráðlagður dagsskammtur lyfsins samkvæmt framleiðendum lyfja sem innihalda efnið. Hinir sautján fengu lyfleysu. Áhrifin á þeim sem tóku lyfið komu fram innan tveggja vikna en þau gengu til baka þegar inntökunni var hætt. Bernard Jégou, einn höfunda rannsóknarinnar og forstöðumaður Umhverfis- og starfsheilsurannsóknastofnunarinnar í Frakklandi, segir hins vegar að óljóst sé hvort að áhrif langvarandi neyslu íbúprófens séu afturkræf. Rannsóknir hafa sýnt að sæðisframleiðsla karlmanna í þróuðum ríkjum hafi dregist mikið saman af óþekktum ástæðum. Framleiðslan hefur dregist saman um hátt í 60% á fjörutíu árum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að eitt af hverjum fjórum pörum á barnseignaraldri í þróuðum ríkjum verði ekki barna auðið þrátt fyrir tilraunir til þess í fimm ár.
Vísindi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira