Andar köldu milli Bandaríkjanna og Kanada eftir G7 ráðstefnuna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. júní 2018 06:00 Stjórnarráð Þýskalands birti þessa mynd af fundinum en hún þykir ramma stemninguna ágætlega inn. Vísir/Getty Það kastaðist í kekki milli leiðtoga Bandaríkjanna og Kanada að loknum fundi G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Einn viðskiptaráðgjafa Bandaríkjaforseta lét hafa eftir sér að það væri „sérstakur staður í helvíti“ fyrir Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Þetta var 44. fundur G7 ríkjanna en hópurinn samanstendur af Kanada, Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan og Bretlandi. Rússar voru meðlimir hópsins til ársins 2014 en var úthýst í kjölfar framgöngu þeirra á Krímskaganum. ESB hefur einnig átt seturétt á fundum hópsins. Fundurinn nú fór fram 8.-9. júní en hann hefur verið kallaður G6+1 vegna afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn var einangraður á fundinum og endaði á því að yfirgefa hann á undan leiðtogum annarra ríkja. Neitaði forsetinn meðal annars að rita undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna um að þau myndu vinna í sameiningu að því að draga úr viðskiptahindrunum og verndarstefnu eigin framleiðslu í formi tolla. Sem frægt er hafa Bandaríkin boðað hækkaða tolla á innflutt ál og stál. Ríki heimsins hafa svarað í sömu mynt og er deilan harðvítug. Hækkunin af hálfu Bandaríkjanna tók gildi þann 1. júní síðastliðinn og hafa ríki heimsins boðað gagnaðgerðir sem myndu taka gildi um næstu mánaðamót.Auðmjúkur og mildur „Ég tjáði forsetanum að við myndum svara hækkuninni með gagnaðgerðum þann 1. júlí. Hann tjáði mér á móti að hann teldi það mistök. Ég er sammála því að það er ekki eitthvað sem við viljum gera. Við viljum ekki skaða bandaríska verkamenn eða viðskiptasambandið milli Kanada og Bandaríkjanna. En ólögmætum hækkunum stjórnar Trumps verður að svara,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi. Venju samkvæmt stökk Trump á Twitter til svara. Sagði hann að Trudeau hefði verið „auðmjúkur og mildur“ á fundi þeirra. Yfirlýsing hans í kjölfar ráðstefnunnar hafi hins vegar verið „óheiðarleg og aum“. Tollahækkanir Bandaríkjanna væru andsvar þeirra við 270 prósenta tolli sem Kanada hefur lagt á innfluttar mjólkurafurðir. Fulltrúar stjórnar Trudeau sögðu á móti að ekkert hefði verið í yfirlýsingu hans sem ekki kom fram á fundi hans með forsetanum. „[Trudeau] stakk okkur í bakið,“ sagði Larry Kudlow, formaður bandaríska þjóðhagsráðsins, um yfirlýsinguna. Peter Navarro, einn efnahagsráðgjafa Trumps, gekk lengra og fullyrti að það væri „sérstakur staður í helvíti“ fyrir menn sem gengju á bak orða sinna með þessum hætti. Tók hann undir orð forsetans um að Trudeau væri „óheiðarlegur og aumur“. Bæði Þýskaland og Frakkland hafa lýst yfir undrun sinni á málinu og fordæmt framgöngu Bandaríkjanna. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Tengdar fréttir Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26 Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Sjá meira
Það kastaðist í kekki milli leiðtoga Bandaríkjanna og Kanada að loknum fundi G7 ríkjanna í Kanada um helgina. Einn viðskiptaráðgjafa Bandaríkjaforseta lét hafa eftir sér að það væri „sérstakur staður í helvíti“ fyrir Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Þetta var 44. fundur G7 ríkjanna en hópurinn samanstendur af Kanada, Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan og Bretlandi. Rússar voru meðlimir hópsins til ársins 2014 en var úthýst í kjölfar framgöngu þeirra á Krímskaganum. ESB hefur einnig átt seturétt á fundum hópsins. Fundurinn nú fór fram 8.-9. júní en hann hefur verið kallaður G6+1 vegna afstöðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn var einangraður á fundinum og endaði á því að yfirgefa hann á undan leiðtogum annarra ríkja. Neitaði forsetinn meðal annars að rita undir sameiginlega yfirlýsingu ríkjanna um að þau myndu vinna í sameiningu að því að draga úr viðskiptahindrunum og verndarstefnu eigin framleiðslu í formi tolla. Sem frægt er hafa Bandaríkin boðað hækkaða tolla á innflutt ál og stál. Ríki heimsins hafa svarað í sömu mynt og er deilan harðvítug. Hækkunin af hálfu Bandaríkjanna tók gildi þann 1. júní síðastliðinn og hafa ríki heimsins boðað gagnaðgerðir sem myndu taka gildi um næstu mánaðamót.Auðmjúkur og mildur „Ég tjáði forsetanum að við myndum svara hækkuninni með gagnaðgerðum þann 1. júlí. Hann tjáði mér á móti að hann teldi það mistök. Ég er sammála því að það er ekki eitthvað sem við viljum gera. Við viljum ekki skaða bandaríska verkamenn eða viðskiptasambandið milli Kanada og Bandaríkjanna. En ólögmætum hækkunum stjórnar Trumps verður að svara,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi. Venju samkvæmt stökk Trump á Twitter til svara. Sagði hann að Trudeau hefði verið „auðmjúkur og mildur“ á fundi þeirra. Yfirlýsing hans í kjölfar ráðstefnunnar hafi hins vegar verið „óheiðarleg og aum“. Tollahækkanir Bandaríkjanna væru andsvar þeirra við 270 prósenta tolli sem Kanada hefur lagt á innfluttar mjólkurafurðir. Fulltrúar stjórnar Trudeau sögðu á móti að ekkert hefði verið í yfirlýsingu hans sem ekki kom fram á fundi hans með forsetanum. „[Trudeau] stakk okkur í bakið,“ sagði Larry Kudlow, formaður bandaríska þjóðhagsráðsins, um yfirlýsinguna. Peter Navarro, einn efnahagsráðgjafa Trumps, gekk lengra og fullyrti að það væri „sérstakur staður í helvíti“ fyrir menn sem gengju á bak orða sinna með þessum hætti. Tók hann undir orð forsetans um að Trudeau væri „óheiðarlegur og aumur“. Bæði Þýskaland og Frakkland hafa lýst yfir undrun sinni á málinu og fordæmt framgöngu Bandaríkjanna.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Tengdar fréttir Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26 Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Sjá meira
Kostuleg mynd Merkel slær í gegn Á myndinni má sjá Donald Trump Bandaríkjaforseta sitja með krosslagðar hendur og Merkel stendur yfir honum. 10. júní 2018 12:26
Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37
Dró Bandaríkin úr sameiginlegri yfirlýsingu G7 Vísaði Trump í „falskra yfirlýsinga“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sem hann kallaði einnig „óheiðarlegan“ og „auman“. 10. júní 2018 07:49