Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. maí 2018 19:46 Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. vísir/afp Ben Brafman, verjandi Harveys Weinstein, lét í það skína að hann hygðist beita sömu aðferð í máli Weinsteins og hann notaði í máli Dominique Strauss-Kahn frá árinu 2011 en í því máli réðist Brafman að trúverðugleika kærandans. „Þau höfðu náin kynni, þetta varði stutt, var með fullu samþykki og hún var viljugur þátttakandi,“ segir hann um mál Strauss-Kahn í samtali við Reuters. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein, sem gaf sig fram við lögreglu í gærmorgun, er laus gegn milljón dala tryggingu. Lögregluyfirvöld í New York hafa undanfarna mánuði rannsakað ásakanir á hendur honum. Hann er ákærður í þremur ákæruliðum; fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum. Fyrir utan dómshúsið í Manhattan sagði Brafman „Ef þú berð saman vitnisburði ákærenda við fyrri framburð er ljóst að kviðdómurinn mun ekki trúa þeim, að því gefnu að tólf manna kviðdómurinn samanstandi af heiðarlegum manneskjum sem eru ekki helteknar af þessari hreyfingu sem virðist hafa yfirtekið þetta tiltekna mál.“ Ben Brafman, er verjandi Weinsteins en hann varði einnig Dominique Strauss-Kahn fyrir rétti.vísir/afp Brafman segir að það liggi fyrir að umbjóðandi sinn muni ekki játa sig sekan. Hann hafi frá upphafi neitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. „Það er mjög algeng vörn í nauðgunar-og kynferðisofbeldismálum að grafa undan trúverðugleika ákærenda með gagnprófun sem endar jafnan í „hann sagði – hún sagði“ viðkvæðinu,“ segir Lisa Linsky, lögfræðingur í New York, sem segist viss um að Brafman muni láta það líta þannig út fyrir dómi að konurnar hafi kært Weinstein til þess að öðlast frægð og peninga. Sitt sýnist hverjum um möguleika BrafmansBennett Gershman, prófessor í lögfræði í New York, segir Brafman eiga, vægt til orða tekið, erfitt verk fyrir höndum, „risavaxið og jafnvel óyfirstíganlegt,“ bætir Gershman við. Weinstein sé orðin táknmynd níðingsins og hann er sannfærður um að málið sé dæmt til glötunar frá upphafi. Það besta sem Brafman gæti gert fyrir umbjóðanda sinn væri að svara fyrir ákæruatriðin og semja um lyktir málsins þannig að hann þurfi ekki að mæta fyrir rétt. Slíkur samningur myndi þó alltaf fela í sér fangelsisvist, að mati Gershmans. Roy Black, verjandi í New York, telur þó ekki raunhæft að Brafman geti samið. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Ben Brafman, verjandi Harveys Weinstein, lét í það skína að hann hygðist beita sömu aðferð í máli Weinsteins og hann notaði í máli Dominique Strauss-Kahn frá árinu 2011 en í því máli réðist Brafman að trúverðugleika kærandans. „Þau höfðu náin kynni, þetta varði stutt, var með fullu samþykki og hún var viljugur þátttakandi,“ segir hann um mál Strauss-Kahn í samtali við Reuters. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein, sem gaf sig fram við lögreglu í gærmorgun, er laus gegn milljón dala tryggingu. Lögregluyfirvöld í New York hafa undanfarna mánuði rannsakað ásakanir á hendur honum. Hann er ákærður í þremur ákæruliðum; fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum. Fyrir utan dómshúsið í Manhattan sagði Brafman „Ef þú berð saman vitnisburði ákærenda við fyrri framburð er ljóst að kviðdómurinn mun ekki trúa þeim, að því gefnu að tólf manna kviðdómurinn samanstandi af heiðarlegum manneskjum sem eru ekki helteknar af þessari hreyfingu sem virðist hafa yfirtekið þetta tiltekna mál.“ Ben Brafman, er verjandi Weinsteins en hann varði einnig Dominique Strauss-Kahn fyrir rétti.vísir/afp Brafman segir að það liggi fyrir að umbjóðandi sinn muni ekki játa sig sekan. Hann hafi frá upphafi neitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. „Það er mjög algeng vörn í nauðgunar-og kynferðisofbeldismálum að grafa undan trúverðugleika ákærenda með gagnprófun sem endar jafnan í „hann sagði – hún sagði“ viðkvæðinu,“ segir Lisa Linsky, lögfræðingur í New York, sem segist viss um að Brafman muni láta það líta þannig út fyrir dómi að konurnar hafi kært Weinstein til þess að öðlast frægð og peninga. Sitt sýnist hverjum um möguleika BrafmansBennett Gershman, prófessor í lögfræði í New York, segir Brafman eiga, vægt til orða tekið, erfitt verk fyrir höndum, „risavaxið og jafnvel óyfirstíganlegt,“ bætir Gershman við. Weinstein sé orðin táknmynd níðingsins og hann er sannfærður um að málið sé dæmt til glötunar frá upphafi. Það besta sem Brafman gæti gert fyrir umbjóðanda sinn væri að svara fyrir ákæruatriðin og semja um lyktir málsins þannig að hann þurfi ekki að mæta fyrir rétt. Slíkur samningur myndi þó alltaf fela í sér fangelsisvist, að mati Gershmans. Roy Black, verjandi í New York, telur þó ekki raunhæft að Brafman geti samið.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“