Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. nóvember 2018 18:30 Vegur á milli hverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. Slökkviliðsmenn hafa einungis náð að slökkva fimm prósent elda sem loga í ríkinu og segja yfirvöld að slökkvistarf muni taka margar vikur. Hið minnsta tuttugu og fimm eru látnir og tuga er enn saknað í kjarreldunum sem loga í Norður- og Suðurhluta Kaliforníu. Bærinn Paradís, sem áður var samfélag 30.000 manna og iðaði af lífi er nú rústir einar. Fjórtán hafa fundist látnir í bænum og er talið að þeir hafi látist er þeir reyndu að flýja undan eldhafinu. Myndir af samfélagsmiðlum hafa sýnt þá skelfingu sem var í bænum þegar fólk reyndi að koma sér undan. Ellefu aðrir fundist látnir annarsstaðar þar sem kjarreldarnir geysa bæði í norður- og suðurhluta ríkisins. Meira en 7000 byggingar eru ónýtar og fleiri en 250.000 hafa þurft að flýja heimili sín. Íslensk kona sem búsett er í Suður-Kaliforníu ásamt bandarískum manni sínum og þremur börnum segir ástandið skelfilegt. Fjölskyldan er í viðbragðsstöðu um að flýja heimili sitt með mjög skömmum fyrirvara. Eldar og reykjarský um liggja heimili þeirra. Ólafía Einarsdóttir og maðurinn hennar í Íslandsheimsókn á síðasta áriÚr einkasafni„Þetta er algjör hryllingur og það eru allir mjög hræddir og maður bara bíður og vonar það besta,“ segir Ólafía Einarsdóttir, sem býr í West Hills í Suður-Kaliforníu. Ólafía segir að flestir nágrannar hennar hafi flúið heimili sitt á föstudag þegar hlíð á móts við hverfi þeirra stóð alelda og miklar líkur á að eldur mundi berast í húsin í hverfinu. „Þetta var mikil heppni vegna þess að á meðan hæð, sem var a móti okkur, brennur öll að þá var bara ein gata sem aðskilur. Við vorum svo hrædd um að þetta kæmi til okkar,“ segir Ólafía. Aðeins það að veður lægði varð til þess að eldurinn barst ekki yfir götuna. Eldarnir sem geysa eru miklir og hafa slökkviliðsmenn einungis náð að slökkva 5% þess elds sem logar. Ólafía segir að hætta sé enn að eldarnir kvikni aftur við heimili hennar. „Santa Ana vindarnir eru að koma aftur úr eyðimörkinni núna á eftir og þess vegna er enginn búinn að taka upp úr töskunum. Við erum tilbúinn og í viðbragðsstöðu,“ segir Ólafía.Eigið þið von á því að þurfa fara? „Við erum vongóð og bjartsýn en búumst við öllu,“ segir Ólafía.Mikil eyðilegging er víða vegna kjarreldannaAP/Marcio Jose Sanchez Bandaríkin Tengdar fréttir „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Vegur á milli hverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. Slökkviliðsmenn hafa einungis náð að slökkva fimm prósent elda sem loga í ríkinu og segja yfirvöld að slökkvistarf muni taka margar vikur. Hið minnsta tuttugu og fimm eru látnir og tuga er enn saknað í kjarreldunum sem loga í Norður- og Suðurhluta Kaliforníu. Bærinn Paradís, sem áður var samfélag 30.000 manna og iðaði af lífi er nú rústir einar. Fjórtán hafa fundist látnir í bænum og er talið að þeir hafi látist er þeir reyndu að flýja undan eldhafinu. Myndir af samfélagsmiðlum hafa sýnt þá skelfingu sem var í bænum þegar fólk reyndi að koma sér undan. Ellefu aðrir fundist látnir annarsstaðar þar sem kjarreldarnir geysa bæði í norður- og suðurhluta ríkisins. Meira en 7000 byggingar eru ónýtar og fleiri en 250.000 hafa þurft að flýja heimili sín. Íslensk kona sem búsett er í Suður-Kaliforníu ásamt bandarískum manni sínum og þremur börnum segir ástandið skelfilegt. Fjölskyldan er í viðbragðsstöðu um að flýja heimili sitt með mjög skömmum fyrirvara. Eldar og reykjarský um liggja heimili þeirra. Ólafía Einarsdóttir og maðurinn hennar í Íslandsheimsókn á síðasta áriÚr einkasafni„Þetta er algjör hryllingur og það eru allir mjög hræddir og maður bara bíður og vonar það besta,“ segir Ólafía Einarsdóttir, sem býr í West Hills í Suður-Kaliforníu. Ólafía segir að flestir nágrannar hennar hafi flúið heimili sitt á föstudag þegar hlíð á móts við hverfi þeirra stóð alelda og miklar líkur á að eldur mundi berast í húsin í hverfinu. „Þetta var mikil heppni vegna þess að á meðan hæð, sem var a móti okkur, brennur öll að þá var bara ein gata sem aðskilur. Við vorum svo hrædd um að þetta kæmi til okkar,“ segir Ólafía. Aðeins það að veður lægði varð til þess að eldurinn barst ekki yfir götuna. Eldarnir sem geysa eru miklir og hafa slökkviliðsmenn einungis náð að slökkva 5% þess elds sem logar. Ólafía segir að hætta sé enn að eldarnir kvikni aftur við heimili hennar. „Santa Ana vindarnir eru að koma aftur úr eyðimörkinni núna á eftir og þess vegna er enginn búinn að taka upp úr töskunum. Við erum tilbúinn og í viðbragðsstöðu,“ segir Ólafía.Eigið þið von á því að þurfa fara? „Við erum vongóð og bjartsýn en búumst við öllu,“ segir Ólafía.Mikil eyðilegging er víða vegna kjarreldannaAP/Marcio Jose Sanchez
Bandaríkin Tengdar fréttir „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
„Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00