Sjö manns í vandræðum á Holtavörðuheiði Sylvía Hall skrifar 31. desember 2018 10:10 Gul viðvörun er á svæðinu en lokanir virðast hafa farið fram hjá fólkinu. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga er nú á leið upp á Holtavörðuheiði þar sem sjö manns eru í vandræðum, þar af fjögur börn. Lokanir á heiðinni virðast hafa farið fram hjá ferðalöngunum en þar er stórhríð og ófært. Björgunarsveitarfólkið mun koma fólkinu af heiðinni og kanna hvort aðrir séu á ferð á svæðinu. Gul viðvörun er á svæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hríðarveður fram undir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þónokkuð hefur verið um útköll hjá björgunarsveitum í kringum hátíðarnar. Alvarlegt slys varð á tveimur göngukonum í Eyjafirði í gær sem og banaslys á Suðurlandi síðastliðinn fimmtudag. Þá var björgunarsveitin Grettir á Hofsósi var kölluð út í gær til að liðsinna bændum en rolluhópur var í sjálfheldu í fjalli á svæðinu. Nýttu björgunarmenn meðal annars dróna með flautu til að reka féð á öruggari stað og náðu því þaðan. Björgunarfélagið Blanda var kallað út í fyrradag til að sækja ferðalanga sem höfðu fest bíl sinn sunnan Hveravalla á Kjalvegi en sá vegur er merktur ófær. Komu ferðalangarnir frá Gullfossi og áttuðu sig ekki á aðstæðum á hálendinu. Björgunarsveitin Dýri fór á jóladag til aðstoðar ferðalangi sem hafði misst bíl sinn út af veginum á Hrafnseyrarheiði í glerhálku. Var sá feginn aðstoðinni enda óskemmtileg reynsla að missa bifreið út af á heiðarvegum að vetralagi. Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi var kölluð út á þriðja í jólum vegna umferðarslyss. Fólksbíll og sendiferðarbíll rákust saman en þar fór betur en á horfðist í fyrstu. Síðast en kannski ekki síst má segja frá aðstoðarbeiðni sem Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði eystra fékk á aðfangadag en rauðklæddir og skeggjaðir jólasveinar þurftu aðstoð til að komast á milli húsa á svæðinu. Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga er nú á leið upp á Holtavörðuheiði þar sem sjö manns eru í vandræðum, þar af fjögur börn. Lokanir á heiðinni virðast hafa farið fram hjá ferðalöngunum en þar er stórhríð og ófært. Björgunarsveitarfólkið mun koma fólkinu af heiðinni og kanna hvort aðrir séu á ferð á svæðinu. Gul viðvörun er á svæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hríðarveður fram undir klukkan 16 í dag. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að þónokkuð hefur verið um útköll hjá björgunarsveitum í kringum hátíðarnar. Alvarlegt slys varð á tveimur göngukonum í Eyjafirði í gær sem og banaslys á Suðurlandi síðastliðinn fimmtudag. Þá var björgunarsveitin Grettir á Hofsósi var kölluð út í gær til að liðsinna bændum en rolluhópur var í sjálfheldu í fjalli á svæðinu. Nýttu björgunarmenn meðal annars dróna með flautu til að reka féð á öruggari stað og náðu því þaðan. Björgunarfélagið Blanda var kallað út í fyrradag til að sækja ferðalanga sem höfðu fest bíl sinn sunnan Hveravalla á Kjalvegi en sá vegur er merktur ófær. Komu ferðalangarnir frá Gullfossi og áttuðu sig ekki á aðstæðum á hálendinu. Björgunarsveitin Dýri fór á jóladag til aðstoðar ferðalangi sem hafði misst bíl sinn út af veginum á Hrafnseyrarheiði í glerhálku. Var sá feginn aðstoðinni enda óskemmtileg reynsla að missa bifreið út af á heiðarvegum að vetralagi. Björgunarsveitin Kjölur á Kjalarnesi var kölluð út á þriðja í jólum vegna umferðarslyss. Fólksbíll og sendiferðarbíll rákust saman en þar fór betur en á horfðist í fyrstu. Síðast en kannski ekki síst má segja frá aðstoðarbeiðni sem Björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði eystra fékk á aðfangadag en rauðklæddir og skeggjaðir jólasveinar þurftu aðstoð til að komast á milli húsa á svæðinu.
Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira