Báðar konurnar alvarlega slasaðar eftir hátt fall Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. desember 2018 17:36 Frá vettvangi í Fnjóskadal. Landsbjörg Konurnar tvær sem slösuðust við göngu í Grundarhnjúki á Gerðafjalli við Eyjafjörð í dag eru alvarlega slasaðar, samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum á vettvangi slyssins. Önnur kvennanna var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hún er sögð meira slösuð en hin, sem enn var verið að flytja niður af fjallinu á sjötta tímanum.Sjá einnig: Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Konurnar eru íslenskar og vanar göngumanneskjur, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að konurnar hafi verið á göngu í fjallinu ásamt þriðju konunni, sem slasaðist ekki. Útlit sé fyrir að konurnar sem slösuðust hafi misst fótanna og runnið 200-300 metra niður fjallið.Fnjóskadalur er merktur með rauðu á kortinu.Skjáskot/Google MapsJónas Baldur Hallsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri er einnig á vettvangi. Hann segir að konan, sem verið er að flytja niður af fjallinu með línum, verði líklega ekki komin niður fyrr en rétt fyrir klukkan 18. Þaðan verði hún flutt með sjúkrabíl til Akureyrar. „Það lítur út fyrir að hún sé minna slösuð [en hin konan] en hún er samt töluvert slösuð,“ segir Jónas Baldur í samtali við Vísi. Björgunaraðgerðir hafa gengið vel miðað við aðstæður, að sögn viðbragðsaðila. Þeir viðbragðsaðilar sem fréttastofa ræddi við á sjötta tímanum segja þó að veður sé orðið slæmt við Grundarhnjúk, farið sé að hvessa og snjóa töluvert.Í fyrstu tilkynningum um slysið frá björgunarsveitum kom fram að slysið hefði orðið í Fnjóskadal. Grundarhnjúkur er hins vegar í Gerðafjalli við Eyjafjörð. Þetta hefur verið leiðrétt. Björgunarsveitir Tengdar fréttir Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Annar göngumannanna sem slösuðust í Fnjóskadal í dag er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið færður til Akureyrar, unnið er að frekara björgunarstarfi. 30. desember 2018 16:09 Aðstæður til björgunar hafa versnað í Fnjóskadal Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út um hádegisbil í dag vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Fnjóskadal. 30. desember 2018 14:17 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Konurnar tvær sem slösuðust við göngu í Grundarhnjúki á Gerðafjalli við Eyjafjörð í dag eru alvarlega slasaðar, samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum á vettvangi slyssins. Önnur kvennanna var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur en hún er sögð meira slösuð en hin, sem enn var verið að flytja niður af fjallinu á sjötta tímanum.Sjá einnig: Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Konurnar eru íslenskar og vanar göngumanneskjur, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að konurnar hafi verið á göngu í fjallinu ásamt þriðju konunni, sem slasaðist ekki. Útlit sé fyrir að konurnar sem slösuðust hafi misst fótanna og runnið 200-300 metra niður fjallið.Fnjóskadalur er merktur með rauðu á kortinu.Skjáskot/Google MapsJónas Baldur Hallsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri er einnig á vettvangi. Hann segir að konan, sem verið er að flytja niður af fjallinu með línum, verði líklega ekki komin niður fyrr en rétt fyrir klukkan 18. Þaðan verði hún flutt með sjúkrabíl til Akureyrar. „Það lítur út fyrir að hún sé minna slösuð [en hin konan] en hún er samt töluvert slösuð,“ segir Jónas Baldur í samtali við Vísi. Björgunaraðgerðir hafa gengið vel miðað við aðstæður, að sögn viðbragðsaðila. Þeir viðbragðsaðilar sem fréttastofa ræddi við á sjötta tímanum segja þó að veður sé orðið slæmt við Grundarhnjúk, farið sé að hvessa og snjóa töluvert.Í fyrstu tilkynningum um slysið frá björgunarsveitum kom fram að slysið hefði orðið í Fnjóskadal. Grundarhnjúkur er hins vegar í Gerðafjalli við Eyjafjörð. Þetta hefur verið leiðrétt.
Björgunarsveitir Tengdar fréttir Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Annar göngumannanna sem slösuðust í Fnjóskadal í dag er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið færður til Akureyrar, unnið er að frekara björgunarstarfi. 30. desember 2018 16:09 Aðstæður til björgunar hafa versnað í Fnjóskadal Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út um hádegisbil í dag vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Fnjóskadal. 30. desember 2018 14:17 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Annar göngumanna kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar Annar göngumannanna sem slösuðust í Fnjóskadal í dag er kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og hefur verið færður til Akureyrar, unnið er að frekara björgunarstarfi. 30. desember 2018 16:09
Aðstæður til björgunar hafa versnað í Fnjóskadal Björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út um hádegisbil í dag vegna göngufólks sem hafði lent í vandræðum í Fnjóskadal. 30. desember 2018 14:17