Fótbolti

Arnór: Ólýsanlegt að sjá boltann í netinu en skrýtið inni í klefanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Sigurðsson í leik með CSKA Moskvu.
Arnór Sigurðsson í leik með CSKA Moskvu. vísir/getty

Arnór Sigurðsson verður tvítugur þann 15. maí næstkomandi en engu að síður hefur hann afrekað það sem enginn annar Íslendingur hefur gert - að skora gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu.

Það gerði hann í 3-0 sigri CSKA Moskvu á Evrópumeisturunum í Meistaradeild Evrópu fyrr í þessum mánuði. Arnór gaf einnig stoðsendingu í leiknum en hann segir að það hafi verið einstök tilfinning að skora á þessum fornfræga velli.

„Það var ólýsanleg tilfinning að sjá boltann í netinu og að vinna 3-0 á Bernabeu er ekki leiðinlegra,“ sagði Arnór en þrátt fyrir sigurinn dugði hann CSKU Moskvu ekki til að komast áfram, hvorki í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar né heldur 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. CSKA hafnaði neðst í riðlinum með sjö stig og er úr leik í Evrópukeppnunum í ár.

Klippa: Arnór skorar gegn Real

„Það var gríðarlega svekkjandi. Við þurftum að fara á Bernabeu til að sækja þrjú stig og okkur tókst það. Það var skrýtin tilfinning inni í klefa eftir leik þar sem okkur tókst ekki einu sinni að komast í Evrópudeildina eftir 3-0 sigur á Real Madrid,“ sagði Arnór.

CSKA Moskva er stórlið og Arnór finnur vel fyrir því. Hann nýtur góðs af því að annar Íslendingur er í liðinu, miðvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon, sem hefur hjálpað honum að aðlagast vel á skömmum tíma.

„Það er mikil pressa á okkur og þetta er stór klúbbur. Maður finnur það í rússnesku deildinni að það er ekkert kjaftæði í boði þar. Það er mikil pressa á okkur, en það er gaman,“ sagði Arnór.

Klippa: Arnór: Einstakt að skora á Santiago Bernabeu


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.