Velt upp hvort auðlindatekjur borgi lífeyri ríkisstarfsmanna Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2018 21:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um þjóðarsjóð á Alþingi í síðustu viku. vísir/vilhelm Í stjórnarfrumvarpi um Þjóðarsjóð, sem nú liggur fyrir Alþingi, er reifaður sá möguleiki að arður af orkuauðlindum verði nýttur til að mæta ófjármögnuðum lífeyrisskuldbindingum vegna eftirlaunaréttinda ríkisstarfsmanna, en þær nema yfir sexhundruð milljörðum króna. Svo risastór er þessi fjárhæð að áætlaður auðlindaarður dugar ekki fyrir vöxtunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um stofnun þjóðarsjóðs á Alþingi í síðustu viku. Í framsöguræðu sinni sagði hann að sjóðnum væri ætlað að verða bakstuðningur ríkissjóðs. Markmiðið er að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið verður fyrir, eins og það er orðað í fyrstu málsgrein. Megintekjustofninn verða tekjur af orkuauðlindum þjóðarinnar, einkum frá Landsvirkjun, hugsanlega um tíu milljarðar króna á ári í byrjun, og þannig verði hægt að byggja upp 250 til 300 milljarða króna sjóð á um tuttugu árum. Úr stöðvarhússhvelfingu Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Hún er langstærsta vatnsaflsvirkjun landsins.vísir/gvaÍ greinargerð frumvarpsins segir að til álita gæti komið að nýta viðbótartekjur frá orkufyrirtækjum til að mæta skuldbindingum vegna eftirlaunaréttinda ríkisstarfsmanna. Fram kemur að í árslok 2017 hafi ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar í B-deild ríkisstarfsmanna numið um 620 milljörðum króna eða 24% af landsframleiðslu. Í umsögn vekja Samtök atvinnulífsins athygli á því að fjármálaáætlun ríkissjóðs miði við að reiknaðir vextir vegna þessara skuldbindinga hækki úr 15,2 milljörðum króna árið 2019 upp í 21,9 milljarða króna árið 2023. Það er ríflega tvölfalt hærri fjárhæð en gert sé ráð fyrir að Landsvirkjun greiði árlega inn í þjóðarsjóðinn. Fjármálaráðherra metur það hins vegar svo í greinargerð frumvarpsins að ekki þurfi að seilast í auðlindarentuna til að mæta eftirlaunaréttindum ríkisstarfsmanna. Áformað sé að hækka forinngreiðslur úr ríkissjóði inn í B-deild lífeyrissjóðsins upp í sjö milljarða króna á næsta ári. Hún geti þá staðið skil á lífeyrisskuldbindingum sínum þar til þær verða uppgreiddar í kringum árið 2060. Með þeim ráðstöfunum séu horfur á að Ísland verði, eitt örfárra ríkja í heiminum, með traustar áætlanir um nánast fullfjármagnað lífeyriskerfi. Fjármálaráðuneytið er í Arnarhvoli.Vísir/Vilhelm.Sérfræðingar fjármálaráðuneytis vonast til að þessar sjö milljarða króna árlegu inngreiðslur næstu þrjátíu ár dugi til að kerfið verði ekki gjaldþrota. Um leið er þó viðurkennt að um þetta ríki óvissa. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Stj.mál Tengdar fréttir Þjóðarsjóður í undirbúningi í fullri sátt Vinna að stofnun þjóðarsjóðs hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Tæki við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum og önnur fjármögnun kemur vel til greina. Þverpólitískur vilji til staðar. Landsvirkjun í færum á tí- eða tuttuguföldu 15. apríl 2016 07:00 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Þjóðarsjóður gæti komið niður á eignadreifingu lífeyrissjóða Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. 27. september 2018 07:00 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Velta fyrir sér ráðstöfun óstofnaðs íslensks þjóðarsjóðs Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin um íslenskan þjóðarsjóð er viðruð. Umræðan hefur staðið í um það bil tvo áratugi og skipaði Alþingi til að mynda auðlindanefnd árið 1998 sem lagði til stofnun íslensks þjóðarsjóðs þar sem arður og gjöld af auðlindum þjóðarinnar yrðu ávaxtaðar. 6. desember 2017 12:07 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Í stjórnarfrumvarpi um Þjóðarsjóð, sem nú liggur fyrir Alþingi, er reifaður sá möguleiki að arður af orkuauðlindum verði nýttur til að mæta ófjármögnuðum lífeyrisskuldbindingum vegna eftirlaunaréttinda ríkisstarfsmanna, en þær nema yfir sexhundruð milljörðum króna. Svo risastór er þessi fjárhæð að áætlaður auðlindaarður dugar ekki fyrir vöxtunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um stofnun þjóðarsjóðs á Alþingi í síðustu viku. Í framsöguræðu sinni sagði hann að sjóðnum væri ætlað að verða bakstuðningur ríkissjóðs. Markmiðið er að treysta fjárhagslegan styrk ríkissjóðs til að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum sem þjóðarbúið verður fyrir, eins og það er orðað í fyrstu málsgrein. Megintekjustofninn verða tekjur af orkuauðlindum þjóðarinnar, einkum frá Landsvirkjun, hugsanlega um tíu milljarðar króna á ári í byrjun, og þannig verði hægt að byggja upp 250 til 300 milljarða króna sjóð á um tuttugu árum. Úr stöðvarhússhvelfingu Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Hún er langstærsta vatnsaflsvirkjun landsins.vísir/gvaÍ greinargerð frumvarpsins segir að til álita gæti komið að nýta viðbótartekjur frá orkufyrirtækjum til að mæta skuldbindingum vegna eftirlaunaréttinda ríkisstarfsmanna. Fram kemur að í árslok 2017 hafi ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar í B-deild ríkisstarfsmanna numið um 620 milljörðum króna eða 24% af landsframleiðslu. Í umsögn vekja Samtök atvinnulífsins athygli á því að fjármálaáætlun ríkissjóðs miði við að reiknaðir vextir vegna þessara skuldbindinga hækki úr 15,2 milljörðum króna árið 2019 upp í 21,9 milljarða króna árið 2023. Það er ríflega tvölfalt hærri fjárhæð en gert sé ráð fyrir að Landsvirkjun greiði árlega inn í þjóðarsjóðinn. Fjármálaráðherra metur það hins vegar svo í greinargerð frumvarpsins að ekki þurfi að seilast í auðlindarentuna til að mæta eftirlaunaréttindum ríkisstarfsmanna. Áformað sé að hækka forinngreiðslur úr ríkissjóði inn í B-deild lífeyrissjóðsins upp í sjö milljarða króna á næsta ári. Hún geti þá staðið skil á lífeyrisskuldbindingum sínum þar til þær verða uppgreiddar í kringum árið 2060. Með þeim ráðstöfunum séu horfur á að Ísland verði, eitt örfárra ríkja í heiminum, með traustar áætlanir um nánast fullfjármagnað lífeyriskerfi. Fjármálaráðuneytið er í Arnarhvoli.Vísir/Vilhelm.Sérfræðingar fjármálaráðuneytis vonast til að þessar sjö milljarða króna árlegu inngreiðslur næstu þrjátíu ár dugi til að kerfið verði ekki gjaldþrota. Um leið er þó viðurkennt að um þetta ríki óvissa. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Stj.mál Tengdar fréttir Þjóðarsjóður í undirbúningi í fullri sátt Vinna að stofnun þjóðarsjóðs hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Tæki við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum og önnur fjármögnun kemur vel til greina. Þverpólitískur vilji til staðar. Landsvirkjun í færum á tí- eða tuttuguföldu 15. apríl 2016 07:00 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Þjóðarsjóður gæti komið niður á eignadreifingu lífeyrissjóða Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. 27. september 2018 07:00 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Velta fyrir sér ráðstöfun óstofnaðs íslensks þjóðarsjóðs Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin um íslenskan þjóðarsjóð er viðruð. Umræðan hefur staðið í um það bil tvo áratugi og skipaði Alþingi til að mynda auðlindanefnd árið 1998 sem lagði til stofnun íslensks þjóðarsjóðs þar sem arður og gjöld af auðlindum þjóðarinnar yrðu ávaxtaðar. 6. desember 2017 12:07 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Þjóðarsjóður í undirbúningi í fullri sátt Vinna að stofnun þjóðarsjóðs hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Tæki við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum og önnur fjármögnun kemur vel til greina. Þverpólitískur vilji til staðar. Landsvirkjun í færum á tí- eða tuttuguföldu 15. apríl 2016 07:00
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45
Þjóðarsjóður gæti komið niður á eignadreifingu lífeyrissjóða Opið var fyrir umsagnir um áform um fyrirhugaða stofnun sjóðsins í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar síðustu sjö daga. 27. september 2018 07:00
Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30
Velta fyrir sér ráðstöfun óstofnaðs íslensks þjóðarsjóðs Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin um íslenskan þjóðarsjóð er viðruð. Umræðan hefur staðið í um það bil tvo áratugi og skipaði Alþingi til að mynda auðlindanefnd árið 1998 sem lagði til stofnun íslensks þjóðarsjóðs þar sem arður og gjöld af auðlindum þjóðarinnar yrðu ávaxtaðar. 6. desember 2017 12:07