Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2018 19:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. Framundan er ótímabundið hlé á virkjanaframkvæmdum. Þetta kom fram í viðtali við Hörð Arnarson í fréttum Stöðvar 2. Í 52 ára sögu Landsvirkjunar hefur raforkusala aldrei verið meiri, tekjurnar aldrei hærri og hagnaðurinn af rekstrinum slær líka met. Fyrirtækið hefur aldrei haft það jafngott og núna. „Það má segja það að þetta hafi verið besta ár í sögu fyrirtæksins, síðasta ár,“ segir Hörður. Og eigandinn, ríkissjóður, á von á vænum fúlgum. „Fyrirtækið er í rauninni núna í stakk búið að fara að auka arðgreiðslur. Það gerist í skrefum. Það er að sjálfsögðu eigandans að ákveða nákvæmlega í hvaða skrefum og tengist náttúrlega stofnun á þessum auðlindasjóð sem við fögnum. En við teljum að á nokkrum árum geti þetta vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða, eins og áður var talið,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.Frá vinnusvæðinu við Búrfell. Þar verður ný virkjun gangsett um mitt ár.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og það er ekki svo að Landsvirkjun hafi haldið að sér höndum í útgjöldum, þvert á móti hefur fyrirtækið verið á útopnu í framkvæmdum, bæði við Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun tvö. „Þetta eru framkvæmdir upp á yfir fimmtíu milljarða, sem við erum að ljúka á þessu ári, sem við höfum náð að fjármagna algerlega út úr rekstri,“ segir forstjórinn. Virkjanauppbygging Landsvirkjunar hefur verið tiltölulega samfelld. Þegar einni framkvæmd hefur lokið hefur venjulega verið stutt í þá næstu. Nú eru hins vegar horfur á framkvæmdahléi. „Við teljum líka að það sé mikilvægt að staldra aðeins við núna. Það er mikil þensla í hagkerfinu og það er dýrt að bjóða út. Og einnig fögnum við því mjög að það stendur til að gera orkustefnu fyrir landið. Ég held að það sé mikilvægt að það tali saman við framtíðarframkvæmdir.“ Það verður því varla samið um nýja stóriðju á næstu árum. „Við getum mætt öllum okkar skuldbindingum með þessar virkjanir. En það er hins vegar mikil eftirspurn eftir orku, sem mun ekki verða hægt að mæta allri.“ Landsvirkjun hyggst þó halda áfram að undirbúa fleiri virkjanir og afla leyfa. -En þýðir þetta að þá yrði kannski tveggja, þriggja, fjögurra ára framkvæmdahlé? „Já, það gæti alveg orðið. Það hefur oft orðið áður í starfsemi Landsvirkjunar,“ svarar Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. Framundan er ótímabundið hlé á virkjanaframkvæmdum. Þetta kom fram í viðtali við Hörð Arnarson í fréttum Stöðvar 2. Í 52 ára sögu Landsvirkjunar hefur raforkusala aldrei verið meiri, tekjurnar aldrei hærri og hagnaðurinn af rekstrinum slær líka met. Fyrirtækið hefur aldrei haft það jafngott og núna. „Það má segja það að þetta hafi verið besta ár í sögu fyrirtæksins, síðasta ár,“ segir Hörður. Og eigandinn, ríkissjóður, á von á vænum fúlgum. „Fyrirtækið er í rauninni núna í stakk búið að fara að auka arðgreiðslur. Það gerist í skrefum. Það er að sjálfsögðu eigandans að ákveða nákvæmlega í hvaða skrefum og tengist náttúrlega stofnun á þessum auðlindasjóð sem við fögnum. En við teljum að á nokkrum árum geti þetta vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða, eins og áður var talið,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.Frá vinnusvæðinu við Búrfell. Þar verður ný virkjun gangsett um mitt ár.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og það er ekki svo að Landsvirkjun hafi haldið að sér höndum í útgjöldum, þvert á móti hefur fyrirtækið verið á útopnu í framkvæmdum, bæði við Þeistareykjavirkjun og Búrfellsvirkjun tvö. „Þetta eru framkvæmdir upp á yfir fimmtíu milljarða, sem við erum að ljúka á þessu ári, sem við höfum náð að fjármagna algerlega út úr rekstri,“ segir forstjórinn. Virkjanauppbygging Landsvirkjunar hefur verið tiltölulega samfelld. Þegar einni framkvæmd hefur lokið hefur venjulega verið stutt í þá næstu. Nú eru hins vegar horfur á framkvæmdahléi. „Við teljum líka að það sé mikilvægt að staldra aðeins við núna. Það er mikil þensla í hagkerfinu og það er dýrt að bjóða út. Og einnig fögnum við því mjög að það stendur til að gera orkustefnu fyrir landið. Ég held að það sé mikilvægt að það tali saman við framtíðarframkvæmdir.“ Það verður því varla samið um nýja stóriðju á næstu árum. „Við getum mætt öllum okkar skuldbindingum með þessar virkjanir. En það er hins vegar mikil eftirspurn eftir orku, sem mun ekki verða hægt að mæta allri.“ Landsvirkjun hyggst þó halda áfram að undirbúa fleiri virkjanir og afla leyfa. -En þýðir þetta að þá yrði kannski tveggja, þriggja, fjögurra ára framkvæmdahlé? „Já, það gæti alveg orðið. Það hefur oft orðið áður í starfsemi Landsvirkjunar,“ svarar Hörður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent