Solskjær leysti kraftinn í sókninni úr læðingi Hjörvar Ólafsson skrifar 24. desember 2018 18:00 Ole Gunnar Solskjær. vísir/getty Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United í sínum fyrsta leik eftir hann tók við liðinu af José Mourinho á miðvikudaginn þegar hann fór með lærisveina sína á sinn gamla heimavöll og mætti Cardiff City á laugardagskvöldið. Ole Gunnar hefur orðið tíðrætt um það að hann vilji innprenta leikmönnum liðsins gömlu gildi félagsins á nýjan leik og innleiða skemmtilegan og flæðandi sóknarleik í liðið. Ef marka má frumraun Ole Gunnar við stjórnvölinn hjá liðinu sem hann kvaddi fyrir sjö árum tókst honum það á þeim skamma tíma sem hann hafði til þess að undirbúa liðið fyrir leikinn. Samband Paul Pogba og Mourinho var til að mynda eins og milli óþroskaðs menntaskólanema og fýlds kennara hans. Í þessum leik lék Pogba hins vegar eins og áhyggjulaus skólakrakki á skólalóðinni og lagði upp tvö af fimm mörkum Manchester United. Leikmenn á borð við Jesse Lingard, sem Ole Gunnar henti út í djúpu laugina þegar hann þjálfaði varalið Manchester United á sínum tíma, virtust frelsinu fegnir eftir að hafa verið múlbundnir í leiðinlegu og þunglamalegu uppleggi Mourinho. Lingard skoraði tvö marka Manchester United og Marcus Rashford, Anthony Martial og Ander Herrera voru sömuleiðis á skotskónum. Manchester United hafði mun meiri áhuga á að halda boltanum í sínum röðum og samleikskaflarnir voru miklu fleiri, hraðari og skilvirkari en áður á yfirstandandi leiktíð. Þetta er besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu Manchester United og í fyrsta skipti í fimm ár sem liðið skorar fimm mörk í deildarleik. Það gerðist síðast þegar Sir Alex Ferguson kvaddi sviðið og eftirlét öðrum að freista þess að viðhalda velgengni sinni. Ole Gunnar samdi við Manchester United um að vera í brúnni út þetta keppnistímabil eða næstu sex mánuðina. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi metnað og mikinn áhuga á að stýra skútunni til frambúðar og ef áframhald verður á spilamennskunni sem liðið sýndi í þessum leik og hann heldur áfram að hala inn stigum verður erfitt fyrir forráðamenn Manchester United að líta framhjá honum þegar knattspyrnustjóri verður ráðinn til frambúðar næsta vor. Manchester United fær Huddersfield Town í heimsókn á annan dag jóla og venjan var sú að stuðningsmenn heimaliðsins fengu töluvert fyrir skildinginn þegar mætt var á jólasýningu Manchester United á Old Trafford um jólahátíðina á meðan allt lék í lyndi undir stjórn Fergusons. Nú hillir undir að jólahátíðin verði aftur gleðileg hjá rauða hluta Manchester-borgar. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu stórbrotið mark Townsend, mörkin fimm í frumraun Solskjær og öll hin mörk gærdagsins Kíktu á öll mörk gærdagsins í enska boltanum á einum og sama staðnum. 23. desember 2018 08:00 United skoraði síðast fimm mörk í úrvalsdeildinni í stjóratíð Ferguson 2043 dagar síðan United skoraði fimm mörk í úrvalsdeildinni og síðan þá hafa þrír stjórar reynt við mörkin fimm. 22. desember 2018 22:45 Solskjær: Fótbolti er auðveldur þegar þú ert með góða leikmenn Frábær byrjun Norðmannsins hjá United. 22. desember 2018 20:27 Solskjær: Hitt liðið á aldrei að hlaupa meira en United Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að hann hafi sagt við leikmenn sína fyrir leik að það ætti aldrei að vera þannig að hitt liðið hlaupi meira heldur en United. 23. desember 2018 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United í sínum fyrsta leik eftir hann tók við liðinu af José Mourinho á miðvikudaginn þegar hann fór með lærisveina sína á sinn gamla heimavöll og mætti Cardiff City á laugardagskvöldið. Ole Gunnar hefur orðið tíðrætt um það að hann vilji innprenta leikmönnum liðsins gömlu gildi félagsins á nýjan leik og innleiða skemmtilegan og flæðandi sóknarleik í liðið. Ef marka má frumraun Ole Gunnar við stjórnvölinn hjá liðinu sem hann kvaddi fyrir sjö árum tókst honum það á þeim skamma tíma sem hann hafði til þess að undirbúa liðið fyrir leikinn. Samband Paul Pogba og Mourinho var til að mynda eins og milli óþroskaðs menntaskólanema og fýlds kennara hans. Í þessum leik lék Pogba hins vegar eins og áhyggjulaus skólakrakki á skólalóðinni og lagði upp tvö af fimm mörkum Manchester United. Leikmenn á borð við Jesse Lingard, sem Ole Gunnar henti út í djúpu laugina þegar hann þjálfaði varalið Manchester United á sínum tíma, virtust frelsinu fegnir eftir að hafa verið múlbundnir í leiðinlegu og þunglamalegu uppleggi Mourinho. Lingard skoraði tvö marka Manchester United og Marcus Rashford, Anthony Martial og Ander Herrera voru sömuleiðis á skotskónum. Manchester United hafði mun meiri áhuga á að halda boltanum í sínum röðum og samleikskaflarnir voru miklu fleiri, hraðari og skilvirkari en áður á yfirstandandi leiktíð. Þetta er besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu Manchester United og í fyrsta skipti í fimm ár sem liðið skorar fimm mörk í deildarleik. Það gerðist síðast þegar Sir Alex Ferguson kvaddi sviðið og eftirlét öðrum að freista þess að viðhalda velgengni sinni. Ole Gunnar samdi við Manchester United um að vera í brúnni út þetta keppnistímabil eða næstu sex mánuðina. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi metnað og mikinn áhuga á að stýra skútunni til frambúðar og ef áframhald verður á spilamennskunni sem liðið sýndi í þessum leik og hann heldur áfram að hala inn stigum verður erfitt fyrir forráðamenn Manchester United að líta framhjá honum þegar knattspyrnustjóri verður ráðinn til frambúðar næsta vor. Manchester United fær Huddersfield Town í heimsókn á annan dag jóla og venjan var sú að stuðningsmenn heimaliðsins fengu töluvert fyrir skildinginn þegar mætt var á jólasýningu Manchester United á Old Trafford um jólahátíðina á meðan allt lék í lyndi undir stjórn Fergusons. Nú hillir undir að jólahátíðin verði aftur gleðileg hjá rauða hluta Manchester-borgar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu stórbrotið mark Townsend, mörkin fimm í frumraun Solskjær og öll hin mörk gærdagsins Kíktu á öll mörk gærdagsins í enska boltanum á einum og sama staðnum. 23. desember 2018 08:00 United skoraði síðast fimm mörk í úrvalsdeildinni í stjóratíð Ferguson 2043 dagar síðan United skoraði fimm mörk í úrvalsdeildinni og síðan þá hafa þrír stjórar reynt við mörkin fimm. 22. desember 2018 22:45 Solskjær: Fótbolti er auðveldur þegar þú ert með góða leikmenn Frábær byrjun Norðmannsins hjá United. 22. desember 2018 20:27 Solskjær: Hitt liðið á aldrei að hlaupa meira en United Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að hann hafi sagt við leikmenn sína fyrir leik að það ætti aldrei að vera þannig að hitt liðið hlaupi meira heldur en United. 23. desember 2018 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Sjáðu stórbrotið mark Townsend, mörkin fimm í frumraun Solskjær og öll hin mörk gærdagsins Kíktu á öll mörk gærdagsins í enska boltanum á einum og sama staðnum. 23. desember 2018 08:00
United skoraði síðast fimm mörk í úrvalsdeildinni í stjóratíð Ferguson 2043 dagar síðan United skoraði fimm mörk í úrvalsdeildinni og síðan þá hafa þrír stjórar reynt við mörkin fimm. 22. desember 2018 22:45
Solskjær: Fótbolti er auðveldur þegar þú ert með góða leikmenn Frábær byrjun Norðmannsins hjá United. 22. desember 2018 20:27
Solskjær: Hitt liðið á aldrei að hlaupa meira en United Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að hann hafi sagt við leikmenn sína fyrir leik að það ætti aldrei að vera þannig að hitt liðið hlaupi meira heldur en United. 23. desember 2018 12:30