Solskjær leysti kraftinn í sókninni úr læðingi Hjörvar Ólafsson skrifar 24. desember 2018 18:00 Ole Gunnar Solskjær. vísir/getty Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United í sínum fyrsta leik eftir hann tók við liðinu af José Mourinho á miðvikudaginn þegar hann fór með lærisveina sína á sinn gamla heimavöll og mætti Cardiff City á laugardagskvöldið. Ole Gunnar hefur orðið tíðrætt um það að hann vilji innprenta leikmönnum liðsins gömlu gildi félagsins á nýjan leik og innleiða skemmtilegan og flæðandi sóknarleik í liðið. Ef marka má frumraun Ole Gunnar við stjórnvölinn hjá liðinu sem hann kvaddi fyrir sjö árum tókst honum það á þeim skamma tíma sem hann hafði til þess að undirbúa liðið fyrir leikinn. Samband Paul Pogba og Mourinho var til að mynda eins og milli óþroskaðs menntaskólanema og fýlds kennara hans. Í þessum leik lék Pogba hins vegar eins og áhyggjulaus skólakrakki á skólalóðinni og lagði upp tvö af fimm mörkum Manchester United. Leikmenn á borð við Jesse Lingard, sem Ole Gunnar henti út í djúpu laugina þegar hann þjálfaði varalið Manchester United á sínum tíma, virtust frelsinu fegnir eftir að hafa verið múlbundnir í leiðinlegu og þunglamalegu uppleggi Mourinho. Lingard skoraði tvö marka Manchester United og Marcus Rashford, Anthony Martial og Ander Herrera voru sömuleiðis á skotskónum. Manchester United hafði mun meiri áhuga á að halda boltanum í sínum röðum og samleikskaflarnir voru miklu fleiri, hraðari og skilvirkari en áður á yfirstandandi leiktíð. Þetta er besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu Manchester United og í fyrsta skipti í fimm ár sem liðið skorar fimm mörk í deildarleik. Það gerðist síðast þegar Sir Alex Ferguson kvaddi sviðið og eftirlét öðrum að freista þess að viðhalda velgengni sinni. Ole Gunnar samdi við Manchester United um að vera í brúnni út þetta keppnistímabil eða næstu sex mánuðina. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi metnað og mikinn áhuga á að stýra skútunni til frambúðar og ef áframhald verður á spilamennskunni sem liðið sýndi í þessum leik og hann heldur áfram að hala inn stigum verður erfitt fyrir forráðamenn Manchester United að líta framhjá honum þegar knattspyrnustjóri verður ráðinn til frambúðar næsta vor. Manchester United fær Huddersfield Town í heimsókn á annan dag jóla og venjan var sú að stuðningsmenn heimaliðsins fengu töluvert fyrir skildinginn þegar mætt var á jólasýningu Manchester United á Old Trafford um jólahátíðina á meðan allt lék í lyndi undir stjórn Fergusons. Nú hillir undir að jólahátíðin verði aftur gleðileg hjá rauða hluta Manchester-borgar. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu stórbrotið mark Townsend, mörkin fimm í frumraun Solskjær og öll hin mörk gærdagsins Kíktu á öll mörk gærdagsins í enska boltanum á einum og sama staðnum. 23. desember 2018 08:00 United skoraði síðast fimm mörk í úrvalsdeildinni í stjóratíð Ferguson 2043 dagar síðan United skoraði fimm mörk í úrvalsdeildinni og síðan þá hafa þrír stjórar reynt við mörkin fimm. 22. desember 2018 22:45 Solskjær: Fótbolti er auðveldur þegar þú ert með góða leikmenn Frábær byrjun Norðmannsins hjá United. 22. desember 2018 20:27 Solskjær: Hitt liðið á aldrei að hlaupa meira en United Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að hann hafi sagt við leikmenn sína fyrir leik að það ætti aldrei að vera þannig að hitt liðið hlaupi meira heldur en United. 23. desember 2018 12:30 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United í sínum fyrsta leik eftir hann tók við liðinu af José Mourinho á miðvikudaginn þegar hann fór með lærisveina sína á sinn gamla heimavöll og mætti Cardiff City á laugardagskvöldið. Ole Gunnar hefur orðið tíðrætt um það að hann vilji innprenta leikmönnum liðsins gömlu gildi félagsins á nýjan leik og innleiða skemmtilegan og flæðandi sóknarleik í liðið. Ef marka má frumraun Ole Gunnar við stjórnvölinn hjá liðinu sem hann kvaddi fyrir sjö árum tókst honum það á þeim skamma tíma sem hann hafði til þess að undirbúa liðið fyrir leikinn. Samband Paul Pogba og Mourinho var til að mynda eins og milli óþroskaðs menntaskólanema og fýlds kennara hans. Í þessum leik lék Pogba hins vegar eins og áhyggjulaus skólakrakki á skólalóðinni og lagði upp tvö af fimm mörkum Manchester United. Leikmenn á borð við Jesse Lingard, sem Ole Gunnar henti út í djúpu laugina þegar hann þjálfaði varalið Manchester United á sínum tíma, virtust frelsinu fegnir eftir að hafa verið múlbundnir í leiðinlegu og þunglamalegu uppleggi Mourinho. Lingard skoraði tvö marka Manchester United og Marcus Rashford, Anthony Martial og Ander Herrera voru sömuleiðis á skotskónum. Manchester United hafði mun meiri áhuga á að halda boltanum í sínum röðum og samleikskaflarnir voru miklu fleiri, hraðari og skilvirkari en áður á yfirstandandi leiktíð. Þetta er besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu Manchester United og í fyrsta skipti í fimm ár sem liðið skorar fimm mörk í deildarleik. Það gerðist síðast þegar Sir Alex Ferguson kvaddi sviðið og eftirlét öðrum að freista þess að viðhalda velgengni sinni. Ole Gunnar samdi við Manchester United um að vera í brúnni út þetta keppnistímabil eða næstu sex mánuðina. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi metnað og mikinn áhuga á að stýra skútunni til frambúðar og ef áframhald verður á spilamennskunni sem liðið sýndi í þessum leik og hann heldur áfram að hala inn stigum verður erfitt fyrir forráðamenn Manchester United að líta framhjá honum þegar knattspyrnustjóri verður ráðinn til frambúðar næsta vor. Manchester United fær Huddersfield Town í heimsókn á annan dag jóla og venjan var sú að stuðningsmenn heimaliðsins fengu töluvert fyrir skildinginn þegar mætt var á jólasýningu Manchester United á Old Trafford um jólahátíðina á meðan allt lék í lyndi undir stjórn Fergusons. Nú hillir undir að jólahátíðin verði aftur gleðileg hjá rauða hluta Manchester-borgar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu stórbrotið mark Townsend, mörkin fimm í frumraun Solskjær og öll hin mörk gærdagsins Kíktu á öll mörk gærdagsins í enska boltanum á einum og sama staðnum. 23. desember 2018 08:00 United skoraði síðast fimm mörk í úrvalsdeildinni í stjóratíð Ferguson 2043 dagar síðan United skoraði fimm mörk í úrvalsdeildinni og síðan þá hafa þrír stjórar reynt við mörkin fimm. 22. desember 2018 22:45 Solskjær: Fótbolti er auðveldur þegar þú ert með góða leikmenn Frábær byrjun Norðmannsins hjá United. 22. desember 2018 20:27 Solskjær: Hitt liðið á aldrei að hlaupa meira en United Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að hann hafi sagt við leikmenn sína fyrir leik að það ætti aldrei að vera þannig að hitt liðið hlaupi meira heldur en United. 23. desember 2018 12:30 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Sjáðu stórbrotið mark Townsend, mörkin fimm í frumraun Solskjær og öll hin mörk gærdagsins Kíktu á öll mörk gærdagsins í enska boltanum á einum og sama staðnum. 23. desember 2018 08:00
United skoraði síðast fimm mörk í úrvalsdeildinni í stjóratíð Ferguson 2043 dagar síðan United skoraði fimm mörk í úrvalsdeildinni og síðan þá hafa þrír stjórar reynt við mörkin fimm. 22. desember 2018 22:45
Solskjær: Fótbolti er auðveldur þegar þú ert með góða leikmenn Frábær byrjun Norðmannsins hjá United. 22. desember 2018 20:27
Solskjær: Hitt liðið á aldrei að hlaupa meira en United Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að hann hafi sagt við leikmenn sína fyrir leik að það ætti aldrei að vera þannig að hitt liðið hlaupi meira heldur en United. 23. desember 2018 12:30