Solskjær leysti kraftinn í sókninni úr læðingi Hjörvar Ólafsson skrifar 24. desember 2018 18:00 Ole Gunnar Solskjær. vísir/getty Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United í sínum fyrsta leik eftir hann tók við liðinu af José Mourinho á miðvikudaginn þegar hann fór með lærisveina sína á sinn gamla heimavöll og mætti Cardiff City á laugardagskvöldið. Ole Gunnar hefur orðið tíðrætt um það að hann vilji innprenta leikmönnum liðsins gömlu gildi félagsins á nýjan leik og innleiða skemmtilegan og flæðandi sóknarleik í liðið. Ef marka má frumraun Ole Gunnar við stjórnvölinn hjá liðinu sem hann kvaddi fyrir sjö árum tókst honum það á þeim skamma tíma sem hann hafði til þess að undirbúa liðið fyrir leikinn. Samband Paul Pogba og Mourinho var til að mynda eins og milli óþroskaðs menntaskólanema og fýlds kennara hans. Í þessum leik lék Pogba hins vegar eins og áhyggjulaus skólakrakki á skólalóðinni og lagði upp tvö af fimm mörkum Manchester United. Leikmenn á borð við Jesse Lingard, sem Ole Gunnar henti út í djúpu laugina þegar hann þjálfaði varalið Manchester United á sínum tíma, virtust frelsinu fegnir eftir að hafa verið múlbundnir í leiðinlegu og þunglamalegu uppleggi Mourinho. Lingard skoraði tvö marka Manchester United og Marcus Rashford, Anthony Martial og Ander Herrera voru sömuleiðis á skotskónum. Manchester United hafði mun meiri áhuga á að halda boltanum í sínum röðum og samleikskaflarnir voru miklu fleiri, hraðari og skilvirkari en áður á yfirstandandi leiktíð. Þetta er besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu Manchester United og í fyrsta skipti í fimm ár sem liðið skorar fimm mörk í deildarleik. Það gerðist síðast þegar Sir Alex Ferguson kvaddi sviðið og eftirlét öðrum að freista þess að viðhalda velgengni sinni. Ole Gunnar samdi við Manchester United um að vera í brúnni út þetta keppnistímabil eða næstu sex mánuðina. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi metnað og mikinn áhuga á að stýra skútunni til frambúðar og ef áframhald verður á spilamennskunni sem liðið sýndi í þessum leik og hann heldur áfram að hala inn stigum verður erfitt fyrir forráðamenn Manchester United að líta framhjá honum þegar knattspyrnustjóri verður ráðinn til frambúðar næsta vor. Manchester United fær Huddersfield Town í heimsókn á annan dag jóla og venjan var sú að stuðningsmenn heimaliðsins fengu töluvert fyrir skildinginn þegar mætt var á jólasýningu Manchester United á Old Trafford um jólahátíðina á meðan allt lék í lyndi undir stjórn Fergusons. Nú hillir undir að jólahátíðin verði aftur gleðileg hjá rauða hluta Manchester-borgar. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu stórbrotið mark Townsend, mörkin fimm í frumraun Solskjær og öll hin mörk gærdagsins Kíktu á öll mörk gærdagsins í enska boltanum á einum og sama staðnum. 23. desember 2018 08:00 United skoraði síðast fimm mörk í úrvalsdeildinni í stjóratíð Ferguson 2043 dagar síðan United skoraði fimm mörk í úrvalsdeildinni og síðan þá hafa þrír stjórar reynt við mörkin fimm. 22. desember 2018 22:45 Solskjær: Fótbolti er auðveldur þegar þú ert með góða leikmenn Frábær byrjun Norðmannsins hjá United. 22. desember 2018 20:27 Solskjær: Hitt liðið á aldrei að hlaupa meira en United Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að hann hafi sagt við leikmenn sína fyrir leik að það ætti aldrei að vera þannig að hitt liðið hlaupi meira heldur en United. 23. desember 2018 12:30 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United í sínum fyrsta leik eftir hann tók við liðinu af José Mourinho á miðvikudaginn þegar hann fór með lærisveina sína á sinn gamla heimavöll og mætti Cardiff City á laugardagskvöldið. Ole Gunnar hefur orðið tíðrætt um það að hann vilji innprenta leikmönnum liðsins gömlu gildi félagsins á nýjan leik og innleiða skemmtilegan og flæðandi sóknarleik í liðið. Ef marka má frumraun Ole Gunnar við stjórnvölinn hjá liðinu sem hann kvaddi fyrir sjö árum tókst honum það á þeim skamma tíma sem hann hafði til þess að undirbúa liðið fyrir leikinn. Samband Paul Pogba og Mourinho var til að mynda eins og milli óþroskaðs menntaskólanema og fýlds kennara hans. Í þessum leik lék Pogba hins vegar eins og áhyggjulaus skólakrakki á skólalóðinni og lagði upp tvö af fimm mörkum Manchester United. Leikmenn á borð við Jesse Lingard, sem Ole Gunnar henti út í djúpu laugina þegar hann þjálfaði varalið Manchester United á sínum tíma, virtust frelsinu fegnir eftir að hafa verið múlbundnir í leiðinlegu og þunglamalegu uppleggi Mourinho. Lingard skoraði tvö marka Manchester United og Marcus Rashford, Anthony Martial og Ander Herrera voru sömuleiðis á skotskónum. Manchester United hafði mun meiri áhuga á að halda boltanum í sínum röðum og samleikskaflarnir voru miklu fleiri, hraðari og skilvirkari en áður á yfirstandandi leiktíð. Þetta er besta byrjun knattspyrnustjóra í sögu Manchester United og í fyrsta skipti í fimm ár sem liðið skorar fimm mörk í deildarleik. Það gerðist síðast þegar Sir Alex Ferguson kvaddi sviðið og eftirlét öðrum að freista þess að viðhalda velgengni sinni. Ole Gunnar samdi við Manchester United um að vera í brúnni út þetta keppnistímabil eða næstu sex mánuðina. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi metnað og mikinn áhuga á að stýra skútunni til frambúðar og ef áframhald verður á spilamennskunni sem liðið sýndi í þessum leik og hann heldur áfram að hala inn stigum verður erfitt fyrir forráðamenn Manchester United að líta framhjá honum þegar knattspyrnustjóri verður ráðinn til frambúðar næsta vor. Manchester United fær Huddersfield Town í heimsókn á annan dag jóla og venjan var sú að stuðningsmenn heimaliðsins fengu töluvert fyrir skildinginn þegar mætt var á jólasýningu Manchester United á Old Trafford um jólahátíðina á meðan allt lék í lyndi undir stjórn Fergusons. Nú hillir undir að jólahátíðin verði aftur gleðileg hjá rauða hluta Manchester-borgar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu stórbrotið mark Townsend, mörkin fimm í frumraun Solskjær og öll hin mörk gærdagsins Kíktu á öll mörk gærdagsins í enska boltanum á einum og sama staðnum. 23. desember 2018 08:00 United skoraði síðast fimm mörk í úrvalsdeildinni í stjóratíð Ferguson 2043 dagar síðan United skoraði fimm mörk í úrvalsdeildinni og síðan þá hafa þrír stjórar reynt við mörkin fimm. 22. desember 2018 22:45 Solskjær: Fótbolti er auðveldur þegar þú ert með góða leikmenn Frábær byrjun Norðmannsins hjá United. 22. desember 2018 20:27 Solskjær: Hitt liðið á aldrei að hlaupa meira en United Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að hann hafi sagt við leikmenn sína fyrir leik að það ætti aldrei að vera þannig að hitt liðið hlaupi meira heldur en United. 23. desember 2018 12:30 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Sjáðu stórbrotið mark Townsend, mörkin fimm í frumraun Solskjær og öll hin mörk gærdagsins Kíktu á öll mörk gærdagsins í enska boltanum á einum og sama staðnum. 23. desember 2018 08:00
United skoraði síðast fimm mörk í úrvalsdeildinni í stjóratíð Ferguson 2043 dagar síðan United skoraði fimm mörk í úrvalsdeildinni og síðan þá hafa þrír stjórar reynt við mörkin fimm. 22. desember 2018 22:45
Solskjær: Fótbolti er auðveldur þegar þú ert með góða leikmenn Frábær byrjun Norðmannsins hjá United. 22. desember 2018 20:27
Solskjær: Hitt liðið á aldrei að hlaupa meira en United Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, segir að hann hafi sagt við leikmenn sína fyrir leik að það ætti aldrei að vera þannig að hitt liðið hlaupi meira heldur en United. 23. desember 2018 12:30