Erlent

Læsti sig inni í bílnum sem hann stal og varð að hringja á lög­regluna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/EPA
Lögreglan í Þrándheimi fékk heldur óvenjulegt símtal í morgun frá 17 ára pilti sem hafði stolið bíl. Pilturinn hafði nefnilega læst sig inni í bílnum og varð að hringja á lögregluna eftir aðstoð.

„Hann hringdi í okkur rétt fyrir klukkan átta. Þá var inni í bílnum sem hann hafði stolið,“ segir Ebbe Kimo, yfirmaður hjá norsku lögreglunni.

„Hann gat ekki opnað dyrnar á bílnum. Hann þekkir okkur ágætlega og hélt greinilega að það væri í góðu lagi að hringja í okkur. Svolítið eins og hann væri að hringja í vin,“ segir Kimo.

17 ára gamall þjófurinn stal bílnum af bílasölu í Þrándheimi og tókst það án þess að skemma bílinn mikið. Hann læsti sig hins vegar inni í bílnum vegna sjálfvirkrar læsingar.

„Hann virtist nokkuð stressaður og örvæntingarfullur þegar hann hringdi í okkur og ég held að hann hafi verið feginn þegar við komum,“ segir Kimo.

Pilturinn var yfirheyrður af lögreglu áður en honum var svo sleppt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×