Björgunarstarf reynst erfitt vegna veðuröfga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. desember 2018 06:00 Frá Indónesíu. Getty/Dimas Ardian Björgunarfólki í Indónesíu gekk erfiðlega að komast að afskekktari byggðum á vesturströnd eyjarinnar Jövu í gær til að aðstoða þá sem urðu illa úti í flóðbylgjunni sem skall á svæðinu í síðustu viku. Reuters greindi frá þessu. Flóðbylgjan skall á strandbyggðum á Jövu og Súmötru við Sunda-sund eftir að gos hófst í Anak Krakatá, eða Barni Krakatá, á laugardag. Hluti af fjallinu hljóp í sjóinn og við það myndaðist flóðbylgjan. Á fimmta hundrað fórust í hamförunum og fjölmargra er enn saknað. Þá slösuðust nærri 1.500 og 21.000 var gert að yfirgefa heimili sín og færa sig fjær ströndinni. Það þykir hafa gert hamfarirnar verri að engin flóðbylgjuviðvörun var send út þar sem flóðbylgjan myndaðist vegna eldgoss en ekki jarðskjálfta. Mikil úrkoma varð í gær á strönd Jövu og raskaði það samgöngum talsvert. Vegir urðu að forarpyttum og bílalestir, sem ferjuðu til að mynda vinnuvélar sem nýta á til þess að hreinsa burt brak og mögulega bjarga fólki úr húsarústum, komust seint á áfangastað. Vegna hins mikla votviðris hafa sjálfboðaliðar til dæmis þurft að byggja bráðabirgðabrýr úr steypuklumpum. Sutopo Purwo Nugroho, upplýsingafulltrúi hamfarastofnunar Indónesíu, sagði við Reuters að neyðarástandi hafi verið lýst yfir og það væri í gildi til 4. janúar. Það ætti að gera björgunarfólki auðveldara að vinna vinnu sína. Nugroho sagði björgunarfólk einbeita sér að bænum Sumur á suðvesturodda Jövu. Þar væru vegir stórskemmdir og því hafi þurft að ræsa af stað þyrlur til þess að flytja fólk og nauðsynjar á milli staða. Yfirvöld í Indónesíu sendu á ný út viðvörun í gær um að fólki bæri að halda sig fjarri ströndinni. Veðurstofa ríkisins lagði til að fólk héldi sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Enn gýs í Barni Krakatá, ölduhæð er mikil og veðrið afar slæmt. „Þetta ástand gæti orsakað frekari skriður í fjallinu og þannig mögulega aðra flóðbylgju,“ sagði Dwikorita Karnawati, forstöðumaður veðurstofunnar, á blaðamannafundi. Fjórtán ár voru í gær liðin frá því að gríðarleg flóðbylgja skall á Indónesíu og allnokkrum öðrum ríkjum í Indlandshafi. Indónesar fóru verst út úr hamförunum en alls fórust nærri 230.000 í þeim hamförum. Indónesía liggur á Kyrrahafseldhringnum og er því mikið hamfarasvæði. Barn Krakatá á sér sömuleiðis hamfarasögu. Fjallið reis úr gíg eldfjallsins Krakatá, sem þá var neðansjávar, árið 1927. Það fjall gaus einu mesta gosi skráðrar sögu árið 1883 og varð rúmlega 36.000 að bana. Asía Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Tengdar fréttir Tala látinna hækkar enn í Indónesíu Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir. 24. desember 2018 08:53 222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu Flóðbylgja skall á Indónesíu eftir eldgos í eyjunni Anak Krakatau í gærkvöldi. 23. desember 2018 11:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Björgunarfólki í Indónesíu gekk erfiðlega að komast að afskekktari byggðum á vesturströnd eyjarinnar Jövu í gær til að aðstoða þá sem urðu illa úti í flóðbylgjunni sem skall á svæðinu í síðustu viku. Reuters greindi frá þessu. Flóðbylgjan skall á strandbyggðum á Jövu og Súmötru við Sunda-sund eftir að gos hófst í Anak Krakatá, eða Barni Krakatá, á laugardag. Hluti af fjallinu hljóp í sjóinn og við það myndaðist flóðbylgjan. Á fimmta hundrað fórust í hamförunum og fjölmargra er enn saknað. Þá slösuðust nærri 1.500 og 21.000 var gert að yfirgefa heimili sín og færa sig fjær ströndinni. Það þykir hafa gert hamfarirnar verri að engin flóðbylgjuviðvörun var send út þar sem flóðbylgjan myndaðist vegna eldgoss en ekki jarðskjálfta. Mikil úrkoma varð í gær á strönd Jövu og raskaði það samgöngum talsvert. Vegir urðu að forarpyttum og bílalestir, sem ferjuðu til að mynda vinnuvélar sem nýta á til þess að hreinsa burt brak og mögulega bjarga fólki úr húsarústum, komust seint á áfangastað. Vegna hins mikla votviðris hafa sjálfboðaliðar til dæmis þurft að byggja bráðabirgðabrýr úr steypuklumpum. Sutopo Purwo Nugroho, upplýsingafulltrúi hamfarastofnunar Indónesíu, sagði við Reuters að neyðarástandi hafi verið lýst yfir og það væri í gildi til 4. janúar. Það ætti að gera björgunarfólki auðveldara að vinna vinnu sína. Nugroho sagði björgunarfólk einbeita sér að bænum Sumur á suðvesturodda Jövu. Þar væru vegir stórskemmdir og því hafi þurft að ræsa af stað þyrlur til þess að flytja fólk og nauðsynjar á milli staða. Yfirvöld í Indónesíu sendu á ný út viðvörun í gær um að fólki bæri að halda sig fjarri ströndinni. Veðurstofa ríkisins lagði til að fólk héldi sig í að minnsta kosti 500 metra fjarlægð. Enn gýs í Barni Krakatá, ölduhæð er mikil og veðrið afar slæmt. „Þetta ástand gæti orsakað frekari skriður í fjallinu og þannig mögulega aðra flóðbylgju,“ sagði Dwikorita Karnawati, forstöðumaður veðurstofunnar, á blaðamannafundi. Fjórtán ár voru í gær liðin frá því að gríðarleg flóðbylgja skall á Indónesíu og allnokkrum öðrum ríkjum í Indlandshafi. Indónesar fóru verst út úr hamförunum en alls fórust nærri 230.000 í þeim hamförum. Indónesía liggur á Kyrrahafseldhringnum og er því mikið hamfarasvæði. Barn Krakatá á sér sömuleiðis hamfarasögu. Fjallið reis úr gíg eldfjallsins Krakatá, sem þá var neðansjávar, árið 1927. Það fjall gaus einu mesta gosi skráðrar sögu árið 1883 og varð rúmlega 36.000 að bana.
Asía Birtist í Fréttablaðinu Indónesía Tengdar fréttir Tala látinna hækkar enn í Indónesíu Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir. 24. desember 2018 08:53 222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu Flóðbylgja skall á Indónesíu eftir eldgos í eyjunni Anak Krakatau í gærkvöldi. 23. desember 2018 11:30 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Tala látinna hækkar enn í Indónesíu Tala látinna hækkar enn í Indónesíu eftir eldgosið í Anak Krakatau um helgina en meira en 280 manns hafa fundist látnir. Þá eru meira en 1000 manns særðir. 24. desember 2018 08:53
222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu Flóðbylgja skall á Indónesíu eftir eldgos í eyjunni Anak Krakatau í gærkvöldi. 23. desember 2018 11:30
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila