Erlent

222 látnir eftir flóðbylgjuna í Indónesíu

Andri Eysteinsson skrifar
Fjöldi látinna er kominn upp í 222 og er talið að muni fara hækkandi.
Fjöldi látinna er kominn upp í 222 og er talið að muni fara hækkandi. EPA/Adi Weda
Mikið mannfall og miklar skemmdir hafa orðið í Indónesíu í kjölfar eldgossins í eldfjallinu Anak Krakatau og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið. 222 eru látnir og talið er að fjöldi látinna muni hækka enn frekar.

Anak Krakatau er hluti af Krakatá-eyjaklasanum í Sundasundi sem liggur milli eyjanna Súmötru og Jövu. Sundasund tengir einnig Jövuhaf við Indlandshaf. Eyjaklasinn er kenndur við eldfjallaeyjuna nafntoguðu Krakatá sem sprakk í eldgosi sem hófst í maí árið 1883.

Loftmynd af Krakatá-eyjaklasanum. Anak Krakatau er fyrir miðju og Krakatá neðst til hægri.Getty
Eldgosið 1883 hafði mikil áhrif á landslagið í Sundasundi en Krakatá sjálf gjöreyðilagðist í sprengingunni og aðrar eyjur tóku að myndast upp úr gosstöðvum í nágrenninu, þar á meðal Anak Krakatau sem á íslensku útleggst sem barn Krakatá.

Engar viðvaranir bárust vegna flóðbylgjunnar.Vísir/EPA
Í ágústmánuði 1930 braust eldstöð upp úr hafinu og myndaði þar með eyjuna Anak Krakatau og hefur hún verið virk eldstöð síðan.

Í október þessa árs gaus í fjallinu og náðust myndbönd af. Síðasta laugardag, 22. Desember, hófst gos að nýju í Anak Krakatau. Í framhaldinu myndaðist flóðbylgja sem síðan skall á nærliggjandi eyjum með hræðilegum afleiðingum.

Yfirvöld telja að hundruð bygginga hafi eyðilagst í hamförunum sem rakin eru til skriðufalls í kjölfar eldgossins. Á meðal þeirra svæða sem urðu illa úti eru Pendeglang, Lampung og Serang.

Yfir 800 eru slasaðirEPA/Ghezzal















Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×