Enski boltinn

Salah sleppur við refsingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Salah tekur vítaspyrnuna
Salah tekur vítaspyrnuna vísir/getty
Mohamed Salah mun ekki fá neina refsingu frá enska knattspyrnusambandinu fyrir meinta dýfu í leik Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Salah sótti vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni í seinni hálfleiknum á Anfield í 4-0 sigri Liverpool.

Eftir leikinn vildu margir sjá aganefnd enska knattspyrnusambandsins taka málið fyrir þar sem Salah þótti fara niður fyrir litlar sakir.

Egypski markaskorarinn mun þó ekki fá neina refsingu þar sem aganefndin ætlar ekki að taka málið fyrir.



Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði eftir leikinn að „vítaspyrnan, sem var fyrir litlar sakir, breytti leiknum. Við vorum inni í leiknum í stöðunni 1-0 en seinna markið gerði okkur mun erfiðara fyrir.“

Liverpool situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sex stiga forskot á Tottenham. Liðið á tvo stóra leiki fram undan gegn Arsenal og Manchester City.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×