Lokun bandarískra alríkisstofnana varir fram á nýtt ár Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2018 23:42 Raskanir hafa orðið á sorphirðu í Washington-borg vegna lokunar hluta alríkisstjórnarinnar. Vísir/EPA Bandaríkjaþing mun ekki greiða atkvæði um nýtt útgjaldafrumvarp fyrir áramót svo ljóst að starfsmenn alríkisstofnana sem lokuðu í síðustu viku verða áfram launalausir inn í nýtt ár. Krafa Donalds Trump forseta um fé í landamæramúr kemur í veg fyrir að þingið samþykkti nýtt frumvarp. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður í rúma fimm daga. Þinginu hafði þá mistekist að samþykkja fjárlagafrumvarp sem hefði fjármagnað rekstur stofnananna. Öldungadeildin hafði samþykkt slíkt frumvarp en það dó drottni sínum eftir að Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki staðfesta lögin með undirskrift sinni nema hann fengi fimm milljarða dollara í byggingu múrs á landamærunum að Mexíkó.Washington Post segir að þingmönnum hafi verið sagt í dag að engin atkvæðagreiðsla fari fram um fjárlagafrumvarp á þessu ári. Engin merki sé um að viðræður séu í gangi um slíkt frumvarp. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Fulltrúadeildin samþykkti eigin útgáfu af útgjaldafrumvarpi fyrir jól en sextíu atkvæði þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvarp. Demókratar hafa boðið Trump nokkuð lægri upphæð í landamæraeftirlit en ekki í múrinn. Demókratar taka við meirihluta í fulltrúadeild þingsins 3. janúar og eru þeir sagðir leggja drög að frumvarpi til að hægt verði að opna alríkisstofnanir sem fyrst. Nancy Pelosi, líklegur forseti fulltrúadeildarinnar, segir að það frumvarp muni ekki fela í sér fjárveitingu til landamæramúrs Trump. Deilur um fjárlög hafa verið tíðar í Washington-borg undanfarin ár. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að koma sér saman um fjárlög alríkisstjórnarinnar og hefur því samþykkt tímabundin útgjaldafrumvörp til nokkurra vikna eða mánaða í senn til að halda alríkisstofnunum opnum. Trump heldur áfram að kenna demókrötum um lokunina og sakar þá um að vera á móti „landamæraöryggi“. Ný skoðanakönnun Reuters bendir hins vegar til þess að fleiri Bandaríkjamenn kenni forsetanum um stöðuna. Þannig sögðust 47% svarenda telja Trump ábyrgan fyrir lokun alríkisstjórnarinnar en þriðjungur demókrötum á þingi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 21:07 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Bandaríkjaþing mun ekki greiða atkvæði um nýtt útgjaldafrumvarp fyrir áramót svo ljóst að starfsmenn alríkisstofnana sem lokuðu í síðustu viku verða áfram launalausir inn í nýtt ár. Krafa Donalds Trump forseta um fé í landamæramúr kemur í veg fyrir að þingið samþykkti nýtt frumvarp. Um þriðjungur stofnana bandarísku alríkisstjórnarinnar hefur verið lokaður í rúma fimm daga. Þinginu hafði þá mistekist að samþykkja fjárlagafrumvarp sem hefði fjármagnað rekstur stofnananna. Öldungadeildin hafði samþykkt slíkt frumvarp en það dó drottni sínum eftir að Trump lýsti því yfir að hann myndi ekki staðfesta lögin með undirskrift sinni nema hann fengi fimm milljarða dollara í byggingu múrs á landamærunum að Mexíkó.Washington Post segir að þingmönnum hafi verið sagt í dag að engin atkvæðagreiðsla fari fram um fjárlagafrumvarp á þessu ári. Engin merki sé um að viðræður séu í gangi um slíkt frumvarp. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins. Fulltrúadeildin samþykkti eigin útgáfu af útgjaldafrumvarpi fyrir jól en sextíu atkvæði þarf í öldungadeildinni til að samþykkja frumvarp. Demókratar hafa boðið Trump nokkuð lægri upphæð í landamæraeftirlit en ekki í múrinn. Demókratar taka við meirihluta í fulltrúadeild þingsins 3. janúar og eru þeir sagðir leggja drög að frumvarpi til að hægt verði að opna alríkisstofnanir sem fyrst. Nancy Pelosi, líklegur forseti fulltrúadeildarinnar, segir að það frumvarp muni ekki fela í sér fjárveitingu til landamæramúrs Trump. Deilur um fjárlög hafa verið tíðar í Washington-borg undanfarin ár. Bandaríkjaþingi hefur ekki tekist að koma sér saman um fjárlög alríkisstjórnarinnar og hefur því samþykkt tímabundin útgjaldafrumvörp til nokkurra vikna eða mánaða í senn til að halda alríkisstofnunum opnum. Trump heldur áfram að kenna demókrötum um lokunina og sakar þá um að vera á móti „landamæraöryggi“. Ný skoðanakönnun Reuters bendir hins vegar til þess að fleiri Bandaríkjamenn kenni forsetanum um stöðuna. Þannig sögðust 47% svarenda telja Trump ábyrgan fyrir lokun alríkisstjórnarinnar en þriðjungur demókrötum á þingi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02 Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 21:07 Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Ríkisstofnanir lokaðar þar til Trump fær múrinn sinn Óljóst er hvenær ríkisstofnanirnar verða opnaðar á ný en í gær sagði hann að starfsemi þeirra myndu ekki hefjast fyrr en hann hefur fengið fimm milljarða Bandaríkjadala fyrir byggingu múrsins. 26. desember 2018 11:02
Ekki sér fyrir endann á lokun ríkisstofnana í Bandaríkjunum Lokun hluta ríkisstofnana Bandaríkjanna mun að öllum líkindum vara fram yfir jól. Þetta varð ljóst eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings kom saman og náði ekki samkomulagi um fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 21:07
Fjórðungi ríkisstofnana lokað Fjórðungi ríkisstofnana í Bandaríkjunum var lokað á miðnætti að staðartíma því þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins náðu ekki samkomulagi vegna fjármögnun múrs sem Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að rísi á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 22. desember 2018 10:00