Neyðast til að hafna sjálfboðaliðum ár eftir ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. desember 2018 09:00 Ingvi Kristinn ræddi við fréttamann Stöðvar 2 á aðfangadag þegar undirbúningur var í fullum gangi. Vísir Hjálpræðisherinn glímir við það lúxusvandamál ár hvert að færri sjálfboðaliðar komast að en vilja í jólagleði á aðfangadag. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Reykjavíkurflokki Hjálpræðishersins, segist þurfa að afþakka aðstoð fjölmargra sem vilja aðstoða við veisluhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þetta eru örugglega einhverjir tugir,“ segir Ingvi Kristinn. Blaðamaður þekkir til karlmanns um fertugt sem var barnlaus um jólin, foreldrarnir í útlöndum og jólin í ákveðnu uppnámi. Hann ákvað viku fyrir jól að bjóða fram krafta sína hjá Hjálpræðishernum og kom í opna skjöldu þegar þeir kraftar voru afþakkaðir. Ingvi Kristinn útskýrir að fólk hafi samband alveg fram á aðfangadag að bjóða fram aðstoð sína. Hjálpræðisherinn hafi undanfarin ár búið svo vel að sjálfboðaliðum, sumum sem koma ár eftir ár, að umframboð hefur verið af fólki til að aðstoða þá sem þiggja jólamatinn.Linda Sjöfn Jónsdóttir er meðal þeirra sem vinnur sjálfboðaliðastarf fyrir Hjálpræðisherinn.„Án þessa flotta fólks gætum við ekki gert þetta,“ segir Ingvi. Einn hafi hringt á aðfangadag og boðist til að greiða leigubílakostnað gesta. „Það boð kom bara aðeins of seint. Við vorum ekki með heimilisföng hjá fólkinu til að geta sótt það,“ segir Ingvi Kristinn. Sú aðstoð verði svo sannarlega þegin bjóðist hún að ári. Fjórða árið í röð var hátíðarkvöldverður í Ráðhúsi Reykjavíkur. 260 skráðu sig og 220-230 mættu.Söfnunarbaukar Hjálpræðishersins.„Það kemur alltaf aðeins færra fólk fyrir utan fyrir þremur árum þegar var algjör sprenging og það mættu 300 manns. En það reddaðist samt,“ segir Ingvi Kristinn. Hann er heilt yfir ánægður með hvernig til tókst. „Fyrir utan að eftirrétturinn skemmdist í frystinum, það var mjög sorglegt. Frystirinn bara hætti að frysta svo ísinn var ónýtur þegar átti að sækja hann til að bera fram.“ Gestirnir hafi þó tekið því af ró enda vant því að hlutirnir gangi ekki alltaf upp. „Þetta fólk kann betur að taka á móti því en við hin sem erum vön að fá allt upp í hendurnar.“ Allir hafi gengið út í aðfangadagskvöld með jólagjafir og gleði í hjarta. Hjálparstarf Jól Tengdar fréttir Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Hjálpræðisherinn glímir við það lúxusvandamál ár hvert að færri sjálfboðaliðar komast að en vilja í jólagleði á aðfangadag. Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Reykjavíkurflokki Hjálpræðishersins, segist þurfa að afþakka aðstoð fjölmargra sem vilja aðstoða við veisluhöld í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þetta eru örugglega einhverjir tugir,“ segir Ingvi Kristinn. Blaðamaður þekkir til karlmanns um fertugt sem var barnlaus um jólin, foreldrarnir í útlöndum og jólin í ákveðnu uppnámi. Hann ákvað viku fyrir jól að bjóða fram krafta sína hjá Hjálpræðishernum og kom í opna skjöldu þegar þeir kraftar voru afþakkaðir. Ingvi Kristinn útskýrir að fólk hafi samband alveg fram á aðfangadag að bjóða fram aðstoð sína. Hjálpræðisherinn hafi undanfarin ár búið svo vel að sjálfboðaliðum, sumum sem koma ár eftir ár, að umframboð hefur verið af fólki til að aðstoða þá sem þiggja jólamatinn.Linda Sjöfn Jónsdóttir er meðal þeirra sem vinnur sjálfboðaliðastarf fyrir Hjálpræðisherinn.„Án þessa flotta fólks gætum við ekki gert þetta,“ segir Ingvi. Einn hafi hringt á aðfangadag og boðist til að greiða leigubílakostnað gesta. „Það boð kom bara aðeins of seint. Við vorum ekki með heimilisföng hjá fólkinu til að geta sótt það,“ segir Ingvi Kristinn. Sú aðstoð verði svo sannarlega þegin bjóðist hún að ári. Fjórða árið í röð var hátíðarkvöldverður í Ráðhúsi Reykjavíkur. 260 skráðu sig og 220-230 mættu.Söfnunarbaukar Hjálpræðishersins.„Það kemur alltaf aðeins færra fólk fyrir utan fyrir þremur árum þegar var algjör sprenging og það mættu 300 manns. En það reddaðist samt,“ segir Ingvi Kristinn. Hann er heilt yfir ánægður með hvernig til tókst. „Fyrir utan að eftirrétturinn skemmdist í frystinum, það var mjög sorglegt. Frystirinn bara hætti að frysta svo ísinn var ónýtur þegar átti að sækja hann til að bera fram.“ Gestirnir hafi þó tekið því af ró enda vant því að hlutirnir gangi ekki alltaf upp. „Þetta fólk kann betur að taka á móti því en við hin sem erum vön að fá allt upp í hendurnar.“ Allir hafi gengið út í aðfangadagskvöld með jólagjafir og gleði í hjarta.
Hjálparstarf Jól Tengdar fréttir Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Komast ekki í jólamat því strætó gengur ekki Jaðarsett fólk sem býr utan miðbæjarins hafa lent í vandræðum með að komast í jólamat Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld vegna skertra almenningssamgangna. 24. desember 2018 08:15