Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Sylvía Hall skrifar 29. desember 2018 21:51 Trump segir börnin tvö sem létust í umsjá landamærayfirvalda í desember hafa verið veik fyrir. Getty/Bloomberg Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. Tvö börn hafa látið lífið í umsjá bandarískra landamærayfirvalda í desember, nú síðast á jólanótt. Þá lést hinn átta ára gamli Felipe Alonzo-Gomez í umsjá þeirra sama kvöld og drengurinn hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi með „dæmigert kvef og hita“. Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar.Any deaths of children or others at the Border are strictly the fault of the Democrats and their pathetic immigration policies that allow people to make the long trek thinking they can enter our country illegally. They can’t. If we had a Wall, they wouldn’t even try! The two..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 29 December 2018 „Öll dauðsföll barna eða annarra við landamærin eru Demókrötum að kenna og þeirra aumkunarverðu innflytjendastefnu sem telur fólki trú um að það geti gengið hingað og komið inn í landið ólöglega,“ skrifaði forsetinn og sagði slíkt ekki myndu gerast ef múr yrði reistur á landamærunum. Þá segir segir forsetinn börnin sem um ræðir hafa verið mjög veik þegar þau voru afhent landamærayfirvöldum. Hann segir föður stúlkunnar sjálfan hafa sagt það ekki vera þeim að kenna þar sem hann hafði ekki gefið henni vatn í einhverja daga....children in question were very sick before they were given over to Border Patrol. The father of the young girl said it was not their fault, he hadn’t given her water in days. Border Patrol needs the Wall and it will all end. They are working so hard & getting so little credit! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 29 December 2018 Þetta skýtur skökku við frásögn fjölskyldu stúlkunnar á blaðamannafundi eftir dauðsfall hennar þar sem þau sögðu stúlkuna hafa verið við góða heilsu við komuna til Bandaríkjanna. „Landamærayfirvöld þurfa múrinn og þá endar þetta allt saman. Þau vinna baki brotnu og fá lítið hrós fyrir,“ skrifaði forsetinn. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Framkvæma læknisskoðanir eftir dauða tveggja barna 26. desember 2018 19:12 Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59 Annað barn lætur lífið í umsjá landamærayfirvalda Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar í umsjá landamærayfirvalda. 26. desember 2018 14:39 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. Tvö börn hafa látið lífið í umsjá bandarískra landamærayfirvalda í desember, nú síðast á jólanótt. Þá lést hinn átta ára gamli Felipe Alonzo-Gomez í umsjá þeirra sama kvöld og drengurinn hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi með „dæmigert kvef og hita“. Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar.Any deaths of children or others at the Border are strictly the fault of the Democrats and their pathetic immigration policies that allow people to make the long trek thinking they can enter our country illegally. They can’t. If we had a Wall, they wouldn’t even try! The two..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 29 December 2018 „Öll dauðsföll barna eða annarra við landamærin eru Demókrötum að kenna og þeirra aumkunarverðu innflytjendastefnu sem telur fólki trú um að það geti gengið hingað og komið inn í landið ólöglega,“ skrifaði forsetinn og sagði slíkt ekki myndu gerast ef múr yrði reistur á landamærunum. Þá segir segir forsetinn börnin sem um ræðir hafa verið mjög veik þegar þau voru afhent landamærayfirvöldum. Hann segir föður stúlkunnar sjálfan hafa sagt það ekki vera þeim að kenna þar sem hann hafði ekki gefið henni vatn í einhverja daga....children in question were very sick before they were given over to Border Patrol. The father of the young girl said it was not their fault, he hadn’t given her water in days. Border Patrol needs the Wall and it will all end. They are working so hard & getting so little credit! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 29 December 2018 Þetta skýtur skökku við frásögn fjölskyldu stúlkunnar á blaðamannafundi eftir dauðsfall hennar þar sem þau sögðu stúlkuna hafa verið við góða heilsu við komuna til Bandaríkjanna. „Landamærayfirvöld þurfa múrinn og þá endar þetta allt saman. Þau vinna baki brotnu og fá lítið hrós fyrir,“ skrifaði forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Framkvæma læknisskoðanir eftir dauða tveggja barna 26. desember 2018 19:12 Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59 Annað barn lætur lífið í umsjá landamærayfirvalda Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar í umsjá landamærayfirvalda. 26. desember 2018 14:39 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59
Annað barn lætur lífið í umsjá landamærayfirvalda Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar í umsjá landamærayfirvalda. 26. desember 2018 14:39