Erlent

Annað barn lætur lífið í umsjá landamærayfirvalda

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Felipe Alonzo-Gomez átta ára drengur frá Gvatemala lést í umsjá bandarískra landamærayfirvalda á jólanótt en þetta er annað barn sem deyr í umsjá bandarískra landamærayfirvalda í þessum mánuði. Dauðsfallið komið illa við samvisku alþjóðasamfélagsins og vakið upp spurningar um aðbúnað förufólks við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna.

Drengurinn sem lést kom til landsins með föður sínum í síðustu viku. Drengurinn lét vita að hann væri veikur og öryggisvörður fór með hann á sjúkrahúsið Alamogordo í Nýju-Mexíkó. Eftir að læknar skoðuðu hann í eina og hálfa klukkustund var hann útskrifaður og sagður vera með „dæmigert“ kvef og hita.

Um kvöldið varð drengnum mjög óglatt og kastaði upp. Þá var farið með hann að nýju á sama sjúkrahús og fyrr um daginn. Barnið lést nokkrum klukkustundum síðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá landamærayfirvöldum.

Dánarorsök liggur ekki fyrr að svo stöddu.

„Svona eru jólin við landamærin, þökk sé ríkisstjórn Trumps,“ segir þingmaðurinn Adriano Espaillat.

Fyrr í mánuðinum lést hin sjö ára gamla Jakelin Caal Maquin vegna ofþornunar í umsjá landamærayfirvalda.


Tengdar fréttir

Rannsaka andlát sjö ára stúlku

Andlát sjö ára stúlku frá Gvatemala sem lést í haldi landamæraeftirlitsins í Bandaríkjunum er nú til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×