Erlent

Leigubílstjóri kveikti í sér til að mótmæla deilibílaþjónustu

Samúel Karl Ólason skrifar
Leigubílstjórar fara fram á að ríkisstjórn Suður-Kóreu neiti Kakao um starfsleyfi.
Leigubílstjórar fara fram á að ríkisstjórn Suður-Kóreu neiti Kakao um starfsleyfi. Yonhap
Leigubílstjóri í Seoul í Suður-Kóreu kveikti í sér í bíl sínum í nótt. Það gerði hann til að mótmæla opnun nýrrar deilibílaþjónustu, sambærilegri Uber, í borginni. Maðurinn er sagður vera 57 ára gamall og heita Choi. Hann mun hafa hellt eldsneyti yfir sig og bíl sinni fyrir utan þinghúsið í Seoul og borið eld að sjálfum sér.

Umrætt fyrirtæki, sem heitir Kakao Mobility, er nú að prófa appið sem rekstur fyrirtækisins byggir á. Undanfarnar vikur hafa leigubílstjórar haldið umfangsmikil mótmæli í höfuðborginni vegna fyrirtækisins sem til stendur að opna. Þeir segja það ógna störfum þeirra.

Leigubílstjórar fara fram á að ríkisstjórn Suður-Kóreu neiti Kakao um starfsleyfi. Í kjölfar þess að maðurinn kveikti í sér sendu fjögur stéttarfélög leigubílstjóra frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að yfirvöld stæðu við starfsstétt þeirra.

Yonhap fréttaveitan segir einn forsvarsmann stéttarfélags hafa opinberað hluta yfirlýsingar sem Choi skyldi eftir sig þar sem hann segir rekstur Kakao vera ólöglegan 



Kakao vinnur að því að tengja ökumenn við aðila sem eru á svipaðri leið á háannatíma. Önnur fyrirtæki eins og Uber hafa ekki náð fótfestu í Suður-Kóreu vegna laga þar í landi en þrátt fyrir það segja leigubílstjórar að app Kakao muni ganga af starfsstéttinni dauðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×