Rannsóknarlögreglumaður stefnir Netflix vegna „Making a Murderer“ Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 15:38 Moira Demos (t.v.) og Laura Ricciardi (t.h.) höfundar og leikstjórar Making a Murderer. Vísir/Getty Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur stefnt streymisíðunni Netflix vegna ærumeiðinga sem hann telur sig hafa orðið fyrir í heimildarmyndaþáttunum „Making a Murderer“. Hann telur að gefið sé í skyn að hann hafi komið fyrir sönnunargögnum til að koma sök á aðalviðfangsefni þáttanna. „Making a Murderer“ fjallar um dularfullt morðmál í Manitowoc-sýslu í Wisconsin. Steven Avery var þá dæmdur fyrir morð á Teresu Halbach, ungum ljósmyndara, árið 2007. Hann hafði áður setið saklaus í átján ár í fangelsi vegna tilraunar til nauðgunar sem annar maður framdi. Í Netflix-þáttaröðinni er vinnubrögðum lögreglu og saksóknara í morðmálinu lýst ítarlega og ýjað að því að lögreglan gæti hafa komið sök á Avery. Þegar morðmálið kom upp hafði Avery stefnt sýslunni vegna fangelsisvistarinnar. Einn lögreglumannanna sem koma einna mest við sögu er Andrew Colborn, rannsóknarlögreglumaður í Manitowoc-sýslu. Hann hefur nú stefnt Netflix vegna ærumeiðinga. Lögmaður hans segir að Colborn hafi mátt þola „háð, fyrirlitningu og andúð“ á heimsvísu eftir að þættirnir birtust fyrir árið 2015. Sakar hann aðstandendur þáttanna um að greina ekki frá lykilstaðreyndum og að brengla atburði til að láta það virðast sem Colborn og fleiri lögreglumenn hafi komið sök á Avery. Þannig hafi þeir leitt áhorfendur að röngum ályktunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Önnur þáttaröð „Making a Murderer“ kom út á þessu ári. Fjallar hún um tilraunir lögmanna Avery og frænda hans Brendans Dassey til að snúa við sakfellingum þeirra fyrir áfrýjunardómstólum. Dassey var dæmdur fyrir hlutdeild í morðinu á Halbach og kynferðisbrotum gegn henni. Sakfellingin byggðist aðeins á játningu hans sem lögmenn hans fullyrða að hafi verið fengið fram með þvingunum. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að endurskoða mál Brendan Dassey Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að endurskoða mál Brendan Dassey, sem var fjallað um í Netflix þáttunum Making A Murderer 25. júní 2018 15:15 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira
Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur stefnt streymisíðunni Netflix vegna ærumeiðinga sem hann telur sig hafa orðið fyrir í heimildarmyndaþáttunum „Making a Murderer“. Hann telur að gefið sé í skyn að hann hafi komið fyrir sönnunargögnum til að koma sök á aðalviðfangsefni þáttanna. „Making a Murderer“ fjallar um dularfullt morðmál í Manitowoc-sýslu í Wisconsin. Steven Avery var þá dæmdur fyrir morð á Teresu Halbach, ungum ljósmyndara, árið 2007. Hann hafði áður setið saklaus í átján ár í fangelsi vegna tilraunar til nauðgunar sem annar maður framdi. Í Netflix-þáttaröðinni er vinnubrögðum lögreglu og saksóknara í morðmálinu lýst ítarlega og ýjað að því að lögreglan gæti hafa komið sök á Avery. Þegar morðmálið kom upp hafði Avery stefnt sýslunni vegna fangelsisvistarinnar. Einn lögreglumannanna sem koma einna mest við sögu er Andrew Colborn, rannsóknarlögreglumaður í Manitowoc-sýslu. Hann hefur nú stefnt Netflix vegna ærumeiðinga. Lögmaður hans segir að Colborn hafi mátt þola „háð, fyrirlitningu og andúð“ á heimsvísu eftir að þættirnir birtust fyrir árið 2015. Sakar hann aðstandendur þáttanna um að greina ekki frá lykilstaðreyndum og að brengla atburði til að láta það virðast sem Colborn og fleiri lögreglumenn hafi komið sök á Avery. Þannig hafi þeir leitt áhorfendur að röngum ályktunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Önnur þáttaröð „Making a Murderer“ kom út á þessu ári. Fjallar hún um tilraunir lögmanna Avery og frænda hans Brendans Dassey til að snúa við sakfellingum þeirra fyrir áfrýjunardómstólum. Dassey var dæmdur fyrir hlutdeild í morðinu á Halbach og kynferðisbrotum gegn henni. Sakfellingin byggðist aðeins á játningu hans sem lögmenn hans fullyrða að hafi verið fengið fram með þvingunum.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að endurskoða mál Brendan Dassey Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að endurskoða mál Brendan Dassey, sem var fjallað um í Netflix þáttunum Making A Murderer 25. júní 2018 15:15 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira
Hæstiréttur neitar að endurskoða mál Brendan Dassey Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í dag að endurskoða mál Brendan Dassey, sem var fjallað um í Netflix þáttunum Making A Murderer 25. júní 2018 15:15