Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2018 19:16 Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. AP/Kay Nietfeld Þýska fréttatímaritið Der Spiegel hefur látið verðlaunablaðamann fjúka eftir ásakanir á hendur honum þess efnis að hann hafi falsað tilvitnanir og smáatriði í fjölda greina. Claas Relotius er þannig talinn hafa falsað fréttir í stórum stíl og jafnvel skáldað einstaklinga að því er kemur fram í yfirlýsingu frá Der Spiegel. Meðal greina sem hann er talinn hafa falsað voru stórar umfjallanir sem höfðu verið tilnefndar eða jafnvel unnið til verðlauna. Relotius, sem er 33 ára gamall, játaði að hafa blekkt lesendur í 14 greinum sem höfðu verið birtar í Der Spiegel. Í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að nú væri unnið að því að komast að hversu umfangsmiklar blekkingarnar væru. Samstarfsmaður Relotius vakti athygli á blekkingarleiknum eftir að hafa unnið með honum að grein og þótti honum fréttaöflun hans sérkennileg. Eftir að hafa neitað öllum slíkum ásökunum í fyrstu játaði Relotius í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum.Vitnaði í fólk sem hann hafði aldrei hitt Í einhverjum tilfellum er hann sagður hafa talað um einstaklinga sem hann hafi aldrei hitt eða talað við. „Hann segir sjálfur að það séu minnst fjórtán slík tilfelli,“ segir í tilkynningu frá Der Spiegel og þar er því velt upp að fölsuðu greinarnar geti verið töluvert fleiri. Þar segir jafnframt að Relotius hafi sýnt af sér einbeittan brotavilja. Í ljós hefur komið að grein eftir hann um innflytjendamál og spennuna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafi hann skáldað upplýsingar um handmálað skilti þar sem Mexíkóbúum var sagt að koma sér í burtu. Falsaðar upplýsingar birtust einnig í grein um fanga í Guantanamo Bay og í grein um NFL leikmanninn fyrrverandi Colin Kaepernick. Relotius hóf störf hjá Der Spiegel sem lausamaður árið 2011 og sagðist sjá mjög eftir gjörðum sínum og skammast sín. Hann hefur skrifað rúmlega 60 greinar fyrir tímaritið og segir hann að margar þeirra séu réttar. Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. Fjölmiðlar Þýskaland Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Þýska fréttatímaritið Der Spiegel hefur látið verðlaunablaðamann fjúka eftir ásakanir á hendur honum þess efnis að hann hafi falsað tilvitnanir og smáatriði í fjölda greina. Claas Relotius er þannig talinn hafa falsað fréttir í stórum stíl og jafnvel skáldað einstaklinga að því er kemur fram í yfirlýsingu frá Der Spiegel. Meðal greina sem hann er talinn hafa falsað voru stórar umfjallanir sem höfðu verið tilnefndar eða jafnvel unnið til verðlauna. Relotius, sem er 33 ára gamall, játaði að hafa blekkt lesendur í 14 greinum sem höfðu verið birtar í Der Spiegel. Í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að nú væri unnið að því að komast að hversu umfangsmiklar blekkingarnar væru. Samstarfsmaður Relotius vakti athygli á blekkingarleiknum eftir að hafa unnið með honum að grein og þótti honum fréttaöflun hans sérkennileg. Eftir að hafa neitað öllum slíkum ásökunum í fyrstu játaði Relotius í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum.Vitnaði í fólk sem hann hafði aldrei hitt Í einhverjum tilfellum er hann sagður hafa talað um einstaklinga sem hann hafi aldrei hitt eða talað við. „Hann segir sjálfur að það séu minnst fjórtán slík tilfelli,“ segir í tilkynningu frá Der Spiegel og þar er því velt upp að fölsuðu greinarnar geti verið töluvert fleiri. Þar segir jafnframt að Relotius hafi sýnt af sér einbeittan brotavilja. Í ljós hefur komið að grein eftir hann um innflytjendamál og spennuna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafi hann skáldað upplýsingar um handmálað skilti þar sem Mexíkóbúum var sagt að koma sér í burtu. Falsaðar upplýsingar birtust einnig í grein um fanga í Guantanamo Bay og í grein um NFL leikmanninn fyrrverandi Colin Kaepernick. Relotius hóf störf hjá Der Spiegel sem lausamaður árið 2011 og sagðist sjá mjög eftir gjörðum sínum og skammast sín. Hann hefur skrifað rúmlega 60 greinar fyrir tímaritið og segir hann að margar þeirra séu réttar. Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins.
Fjölmiðlar Þýskaland Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira