Erlent

Neyðarfundur í París vegna mótmælanna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá mótmælunum í París.
Frá mótmælunum í París. Getty/ELYXANDRO CEGARRA

Emmanuel Macron forseti Frakklands boðaði í dag til neyðarfundar vegna mótmælanna í París í gær. Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. Gríðarlegar skemmdir hafa verið unnar á mannvirkjum í borginni.

Mörgþúsund manns söfnuðust saman í París í gær og mótmæltu meðal annars hækkun á eldsneytisskatti og hækkandi framfærslukostnaði. Mótmælin eru kennd við gul vesti og hafa orðið afar ofbeldisfull.

Einn er látinn eftir átök næturinnar og er tala látinna því komin upp í þrjá síðan fyrst var blásið til mótmælanna í nóvember.

Macron sagði á blaðamannafundi í Buenos Aires í Argentínu í dag að hann myndi aldrei samþykkja ofbeldi. Hann kom heim af ráðstefnu G20-ríkjanna skömmu fyrir hádegi og hélt beint á neyðarfund með ráðherrum í ríkisstjórn sinni. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að neyðarástandi verði mögulega lýst yfir vegna óeirðanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.