Erlent

Neyðarfundur í París vegna mótmælanna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá mótmælunum í París.
Frá mótmælunum í París. Getty/ELYXANDRO CEGARRA
Emmanuel Macron forseti Frakklands boðaði í dag til neyðarfundar vegna mótmælanna í París í gær. Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. Gríðarlegar skemmdir hafa verið unnar á mannvirkjum í borginni.Mörgþúsund manns söfnuðust saman í París í gær og mótmæltu meðal annars hækkun á eldsneytisskatti og hækkandi framfærslukostnaði. Mótmælin eru kennd við gul vesti og hafa orðið afar ofbeldisfull.Einn er látinn eftir átök næturinnar og er tala látinna því komin upp í þrjá síðan fyrst var blásið til mótmælanna í nóvember.Macron sagði á blaðamannafundi í Buenos Aires í Argentínu í dag að hann myndi aldrei samþykkja ofbeldi. Hann kom heim af ráðstefnu G20-ríkjanna skömmu fyrir hádegi og hélt beint á neyðarfund með ráðherrum í ríkisstjórn sinni. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að neyðarástandi verði mögulega lýst yfir vegna óeirðanna.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.