Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2018 14:28 Mark Harris segist styðja rannsóknina en hann segir að rétt væri að staðfesta hann sem sigurvegara því rannsóknin snúist ekki um nægilega mörg atkvæði til að breyta niðurstöðum kosninganna. AP/Chuck Burton Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. Skoðun hefur leitt í ljós að smár hópur fólks skrifaði undan stóran hluta atkvæðanna og aðilar í þeim hópi tengjast manni sem vann fyrir framboð eins frambjóðenda Repúblikanaflokksins. Mögulega verður boðað til nýrrar kosningar í því kjördæmi sem um ræðir en Repúblikaninn Mark Harris er með betri gegn Demókratanum Dan McCready en þó munar einungis 905 atkvæðum. Opinberri niðurstöðu hefur verið frestað vegna rannsóknarinnar.Lög Norður-Karólínu segja að til um að vitni þurfi að skrifa undir utankjörfundaratkvæði og í flestum tilfellum skrifa fjölskyldumeðlimir eða vinir undir þau. Rannsóknin snýr sérstaklega að Leslie McCrae Dowless sem gerði út hóp fólks sem fór um kjördæmið og safnaði atkvæðum fólks. Lög ríkisins segja þó til um að einungis kjósendur sjálfir eða náskyldir ættingjar þeirra mega senda þau til kjörstjórna. Íbúar kjördæmisins segja starfsmenn Dowless hafa gengið í hús til að safna atkvæðum fólks og skila þeim ekki inn til kjörstjórna. Þeir hafi jafnvel hjálpað fólki að kjósa og sagt að þau þurfi ekki út úr húsi til þess. Sömuleiðis hafa þeir jafnvel verið sakaðir um að breyta atkvæðunum.Atkvæðin sem talin eru ekki hafa skilað sér tilheyra að mestu leyti meðlimum minnihlutahópa, sem þykja líklegri til að kjósa Demókratflokkinn. Þá eru kjósendur Demókrataflokksins líklegri að notast við utankjörfundaratkvæði.Sat í fangelsi fyrir fjársvikCharlotte Observer segir Dowless hafa verið dæmdan fyrir svik og að ljúga við eiðstaf og hann hafi setið í fangelsi. Dowless og eiginkona hans voru dæmd árið 1992 fyrir að líftryggja látinn mann og taka við 165 þúsund dölum þar til upp komst um svikin.Þó hefur hann starfað fyrir minnst níu frambjóðendur Repúblikanaflokksins á undanförnum. Þegar blaðamaður Observer náði tali af Dowless sagðist hann ekkert hafa gert af sér en aðrir fjölmiðlar virðast ekki hafa náð sambandi við hann.Blaðamenn CNN komu höndum yfir 161 utankjörfundaratkvæði. Þar af höfðu níu aðilar skrifað undir minnst tíu þeirra hvert og þar af þrír undir rúm 40 atkvæði. Öll virðast þó þekkjast á einhvern hátt of flest þeirra tengjast Dowless.CNN ræddi einnig við fyrrverandi vin Dowless sem segir hann hafa verið með fjölda fólks í vinnu. Rannsóknin snýst að mestu leyti um Bladensýslu þar sem Harris fékk mun stærri hluta utankjörfundaratkvæða en annarsstaðar í Norður-Karólínu. Það var eina sýslan í kjördæminu þar sem Harris fékk fleiri slík atkvæði en McCready. Miðað við skráða kjósendur þar þyrfti Harris að hafa fengið atkvæði nánast allra þeirra kjósenda sem ekki eru flokksbundnir og greiddu atkvæði utankjörfundar. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. Skoðun hefur leitt í ljós að smár hópur fólks skrifaði undan stóran hluta atkvæðanna og aðilar í þeim hópi tengjast manni sem vann fyrir framboð eins frambjóðenda Repúblikanaflokksins. Mögulega verður boðað til nýrrar kosningar í því kjördæmi sem um ræðir en Repúblikaninn Mark Harris er með betri gegn Demókratanum Dan McCready en þó munar einungis 905 atkvæðum. Opinberri niðurstöðu hefur verið frestað vegna rannsóknarinnar.Lög Norður-Karólínu segja að til um að vitni þurfi að skrifa undir utankjörfundaratkvæði og í flestum tilfellum skrifa fjölskyldumeðlimir eða vinir undir þau. Rannsóknin snýr sérstaklega að Leslie McCrae Dowless sem gerði út hóp fólks sem fór um kjördæmið og safnaði atkvæðum fólks. Lög ríkisins segja þó til um að einungis kjósendur sjálfir eða náskyldir ættingjar þeirra mega senda þau til kjörstjórna. Íbúar kjördæmisins segja starfsmenn Dowless hafa gengið í hús til að safna atkvæðum fólks og skila þeim ekki inn til kjörstjórna. Þeir hafi jafnvel hjálpað fólki að kjósa og sagt að þau þurfi ekki út úr húsi til þess. Sömuleiðis hafa þeir jafnvel verið sakaðir um að breyta atkvæðunum.Atkvæðin sem talin eru ekki hafa skilað sér tilheyra að mestu leyti meðlimum minnihlutahópa, sem þykja líklegri til að kjósa Demókratflokkinn. Þá eru kjósendur Demókrataflokksins líklegri að notast við utankjörfundaratkvæði.Sat í fangelsi fyrir fjársvikCharlotte Observer segir Dowless hafa verið dæmdan fyrir svik og að ljúga við eiðstaf og hann hafi setið í fangelsi. Dowless og eiginkona hans voru dæmd árið 1992 fyrir að líftryggja látinn mann og taka við 165 þúsund dölum þar til upp komst um svikin.Þó hefur hann starfað fyrir minnst níu frambjóðendur Repúblikanaflokksins á undanförnum. Þegar blaðamaður Observer náði tali af Dowless sagðist hann ekkert hafa gert af sér en aðrir fjölmiðlar virðast ekki hafa náð sambandi við hann.Blaðamenn CNN komu höndum yfir 161 utankjörfundaratkvæði. Þar af höfðu níu aðilar skrifað undir minnst tíu þeirra hvert og þar af þrír undir rúm 40 atkvæði. Öll virðast þó þekkjast á einhvern hátt of flest þeirra tengjast Dowless.CNN ræddi einnig við fyrrverandi vin Dowless sem segir hann hafa verið með fjölda fólks í vinnu. Rannsóknin snýst að mestu leyti um Bladensýslu þar sem Harris fékk mun stærri hluta utankjörfundaratkvæða en annarsstaðar í Norður-Karólínu. Það var eina sýslan í kjördæminu þar sem Harris fékk fleiri slík atkvæði en McCready. Miðað við skráða kjósendur þar þyrfti Harris að hafa fengið atkvæði nánast allra þeirra kjósenda sem ekki eru flokksbundnir og greiddu atkvæði utankjörfundar.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira