Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 23:15 Talið er að Sheikha hafi reynt að flýja Dubai til þess að öðlast meira frjálsræði erlendis Vísir Týnda prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, hafði skipulagt flótta sinn frá Dúbaí í sjö ár áður en hún hvarf. Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars á þessu ári.Talið er að hin 32 ára gamla prinsessa hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dubai hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands þann 4. mars síðastliðinn, og komið henni aftur til Dubai.Í nýrri heimildamynd BBCer sagt frá flóttatilraun hennar og meðal þess sem kemur þar fram er að hún hafi eytt sjö árum í að skipuleggja flóttann. Í myndinni er rætt við franskan mann sem starfaði sem njósnari sem og finnskan dansþjálfara sem segjast hafa aðstoðað hana í flóttatilrauninni.Ferðaðist 40 kílómetra á uppblásnum bát og sæþotu Ástæða þess að Latifa tók sér svo mikinn tíma í að skipuleggja flóttann er sögð vera sú að hún hafi reynt að flýja er hún var sextán ára. Þá var hún hins vegar handsömuð og látin dúsa í fangelsi í þrjú ár. Í myndbandi sem Latifa birti skömmu áður en hún hvarf greindi hún frá því að hún hafi mátt þola pyntingar í fangelsinu.Systir hennar var einnig handsömuð árið 2000 eftir að hún reyndi að flýja og því var Latifa vör um sig. Reyndi hún að skipuleggja flóttann eins vel og hún gat. Hafði hún samband við franska njósnarann fyrrverandi, Hervé Jaubert, árið 2011, þar sem hún hafði heyrt að honum hafi tekist að komast undan yfirvöldum í Dúbaí. Jaubert hjálpaði henni svo að skipuleggja flóttatilraunina.Í heimildarmyndinni segir að Latifa hafi, ásamt finnska danskennaranum Tiina Jauhiainen, keyrt til nágrannaríkisins Óman, daginn sem flóttatilraunin hófst. Því næst var áætlað að ferðast á uppblásnum bát og sæþotum um 40 kílómetra leið að snekkju á Indlandshafi þar sem Jaubert beið.Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og faðir Latifa.Getty/ Francois NelKomust þau að bátnum en þar var Latifa handtekinn eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á snekkjuna. Síðan þá hefur ekkert spurst til Latifa og hafa vinir hennar miklar áhyggjur af henni.Í umræddu myndbandi ræðir hún um hvað muni gerast ef hún yrði handsömuð á ný.„Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa en myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð.Í frétt Guardian segir að yfirvöld í Dúbaí hafi ekki í hyggju að bregðast við heimildarmyndinni. Þá er einnig vitnað í frétt frá apríl þar sem haft er eftir talsmanni fjölskyldunnar að Latifa sé í faðmi fjölskyldunnar og „hafi það mjög gott“. Indland Mið-Austurlönd Óman Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Týnda prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, hafði skipulagt flótta sinn frá Dúbaí í sjö ár áður en hún hvarf. Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars á þessu ári.Talið er að hin 32 ára gamla prinsessa hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dubai hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands þann 4. mars síðastliðinn, og komið henni aftur til Dubai.Í nýrri heimildamynd BBCer sagt frá flóttatilraun hennar og meðal þess sem kemur þar fram er að hún hafi eytt sjö árum í að skipuleggja flóttann. Í myndinni er rætt við franskan mann sem starfaði sem njósnari sem og finnskan dansþjálfara sem segjast hafa aðstoðað hana í flóttatilrauninni.Ferðaðist 40 kílómetra á uppblásnum bát og sæþotu Ástæða þess að Latifa tók sér svo mikinn tíma í að skipuleggja flóttann er sögð vera sú að hún hafi reynt að flýja er hún var sextán ára. Þá var hún hins vegar handsömuð og látin dúsa í fangelsi í þrjú ár. Í myndbandi sem Latifa birti skömmu áður en hún hvarf greindi hún frá því að hún hafi mátt þola pyntingar í fangelsinu.Systir hennar var einnig handsömuð árið 2000 eftir að hún reyndi að flýja og því var Latifa vör um sig. Reyndi hún að skipuleggja flóttann eins vel og hún gat. Hafði hún samband við franska njósnarann fyrrverandi, Hervé Jaubert, árið 2011, þar sem hún hafði heyrt að honum hafi tekist að komast undan yfirvöldum í Dúbaí. Jaubert hjálpaði henni svo að skipuleggja flóttatilraunina.Í heimildarmyndinni segir að Latifa hafi, ásamt finnska danskennaranum Tiina Jauhiainen, keyrt til nágrannaríkisins Óman, daginn sem flóttatilraunin hófst. Því næst var áætlað að ferðast á uppblásnum bát og sæþotum um 40 kílómetra leið að snekkju á Indlandshafi þar sem Jaubert beið.Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og faðir Latifa.Getty/ Francois NelKomust þau að bátnum en þar var Latifa handtekinn eftir að sérsveitarmenn gerðu áhlaup á snekkjuna. Síðan þá hefur ekkert spurst til Latifa og hafa vinir hennar miklar áhyggjur af henni.Í umræddu myndbandi ræðir hún um hvað muni gerast ef hún yrði handsömuð á ný.„Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa en myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð.Í frétt Guardian segir að yfirvöld í Dúbaí hafi ekki í hyggju að bregðast við heimildarmyndinni. Þá er einnig vitnað í frétt frá apríl þar sem haft er eftir talsmanni fjölskyldunnar að Latifa sé í faðmi fjölskyldunnar og „hafi það mjög gott“.
Indland Mið-Austurlönd Óman Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent