Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2018 10:52 Stuðningsmaður aðildar að ESB mótmælir fyrir utan breska þinghúsið í London. Vísir/EPA Þingmenn á breska þinginu samþykktu fordæmalitla ályktun þess efnis að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefði lítilsvirt þingið þegar hún neitaði að birta lögfræðilega ráðgjöf um útgönguna úr Brexit. Þingið ræðir nú Brexit-samning May sem samþykkt var í gær að þingið fengið lokaorðið um. Ríkisstjórn May varð fyrir miklum skakkaföllum í þinginu í gær. Meirihluti þingmanna samþykkti ályktun um að hún hefði lítilsvirt þingið þegar hún hunsaði fyrri ályktun neðri deildarinnar þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin birti lögfræðilegt álit sem hún lét vinna um Brexit-samninginn við Evrópusambandið. Í annarri atkvæðagreiðslu í gær gerðu þingmenn breytingar á þinglegri meðferð Brexit-samnings May verði honum hafnað í þinginu í næstu viku. Samþykktu þingmennirnir að þingið fengi að gera breytingatillögur við álit ríkisstjórnarinnar og hafa áhrif á hvaða skref yrðu tekin næst. Með þeirri breytingu gæti þingið tekið völdin af ráðherrum ef samningnum verður hafnað og komið í veg fyrir að þeir dragi Bretland úr ESB án samnings. Alls hafa fimm dagar verið teknir frá til að ræða Brexit-samninginn í þinginu og er annar dagur umræðnanna í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öryggismál verði rædd í dag eftir að þingfundur í gær dróst langt fram á nótt. May er nú sögð róa að því öllum árum að sannfæra hóp eigin þingmanna til að styðja samninginn sem hún geri við Evrópusambandið um útgönguna. Búist er við að ríkisstjórnin birti lögfræðilegu álitin sem þingið snupraði hana fyrir klukkan 11:30 í dag. Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. 28. nóvember 2018 12:15 Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30 Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. 28. nóvember 2018 17:54 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Þingmenn á breska þinginu samþykktu fordæmalitla ályktun þess efnis að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefði lítilsvirt þingið þegar hún neitaði að birta lögfræðilega ráðgjöf um útgönguna úr Brexit. Þingið ræðir nú Brexit-samning May sem samþykkt var í gær að þingið fengið lokaorðið um. Ríkisstjórn May varð fyrir miklum skakkaföllum í þinginu í gær. Meirihluti þingmanna samþykkti ályktun um að hún hefði lítilsvirt þingið þegar hún hunsaði fyrri ályktun neðri deildarinnar þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin birti lögfræðilegt álit sem hún lét vinna um Brexit-samninginn við Evrópusambandið. Í annarri atkvæðagreiðslu í gær gerðu þingmenn breytingar á þinglegri meðferð Brexit-samnings May verði honum hafnað í þinginu í næstu viku. Samþykktu þingmennirnir að þingið fengi að gera breytingatillögur við álit ríkisstjórnarinnar og hafa áhrif á hvaða skref yrðu tekin næst. Með þeirri breytingu gæti þingið tekið völdin af ráðherrum ef samningnum verður hafnað og komið í veg fyrir að þeir dragi Bretland úr ESB án samnings. Alls hafa fimm dagar verið teknir frá til að ræða Brexit-samninginn í þinginu og er annar dagur umræðnanna í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öryggismál verði rædd í dag eftir að þingfundur í gær dróst langt fram á nótt. May er nú sögð róa að því öllum árum að sannfæra hóp eigin þingmanna til að styðja samninginn sem hún geri við Evrópusambandið um útgönguna. Búist er við að ríkisstjórnin birti lögfræðilegu álitin sem þingið snupraði hana fyrir klukkan 11:30 í dag.
Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. 28. nóvember 2018 12:15 Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30 Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. 28. nóvember 2018 17:54 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. 28. nóvember 2018 12:15
Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30
Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. 28. nóvember 2018 17:54
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila