Enski boltinn

Aðeins átján ára gamall en ræður samt yfir kvennaliði West Ham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Sullivan.
Jack Sullivan. Vísir/Getty

BBC fjallar um hinn átján ára gamla Jack Sullivan á vefnum sínum í gær en þessi táningur er yngsti yfirmaður félags í enska fótboltanum í dag.

Það reyndar ekki alveg eintóm tilviljun að Jack Sullivan fær þetta tækifæri hjá West Ham en hann er sonur milljarðamæringsins David Sullivan sem er stjórnarformaður hjá West Ham.„Þegar hann var aðeins fjórtán ára gamall þá snéri Jack Sullivan sér að móður sinni í fríi á Spáni og spurði: Mamma, viltu kaupa fyrir mig kvennalið West Ham?,“segir í innganginum að umfjöllun BBC um strákinn.

Nokkrum árum síðar er draumur Jack Sullivan orðinn að veruleika því hann er nú framkvæmdastjóri hjá kvennaliði West Ham.

Það má finna alla umfjöllun BBC um Jack Sullivan með því að smella hér eða hér fyrir neðan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.