Enski boltinn

Gylfi fær ekki stoðsendingu skráða en átti hana samt skilið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson Vísir/Getty
Hornspyrna Gylfa Þórs Sigurðssonar lagði grunninn að jöfnunarmarki Everton á móti Newcastle í gær.

Brasilíumaðurinn Richarlison skoraði markið á 38. mínútu leiksins. Gylfi fær ekki stoðsendingu skráða en átti hana samt skilið.

Varnarmenn Newcastle réðu ekki við hornspyrnu Gylfa frá hægri og boltinn endaði dauður á markteignum eftir að hafa haft viðkomu í tveimur varnarmönnum Newcastle.

Richarlison átti í framhaldinu ekki í miklum vandræðum með að setja boltann í markið.

Gylfi hefur skapað fjölda marktækifæra fyrir liðsfélaga sína á tímabilinu en er samt aðeins með tvær stoðsendingar sem þykir ekki mikið á þeim bænum. Gylfi hefur sjálfur skorað sex mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Það þarf ekki nema litla snertingu varnarmanna til að „eyðileggja“ stoðsendingar leikmanna og svo þurfa sóknarmenn Everton líka að nýta færin sína eftir góðar sendingar frá Gylfi ætli hann að hækka sig í stoðsendingunum.

Það má sjá þetta mark Everton frá því í gær hér fyrir neðan en það kemur eftir 1:27 af myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×