Enski boltinn

Kona Man United leikmannsins svaraði nettröllinu og sló í gegn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victor Nilsson Lindelöf og eignkonan.
Victor Nilsson Lindelöf og eignkonan. Vísir/Samsett/Getty

Sænski landsliðsmiðvörðurinn Victor Nilsson Lindelöf var hvergi sjáanlegur á Old Trafford í gær þegar Manchester United fékk á sig tvö klaufaleg mörk í jafntefli á móti Arsenal.

Lindelöf er nefnilega staddur í Dúbæ þar sem hann er í endurhæfingu vegna vöðvameiðsla sem hann varð fyrir á dögunum.

Það pirraði mjög einn stuðningsmann Manchester United þegar hann sá að eiginkona Lindelöf, Maja Nilsson Lindelöf, setti mynd af manninum sínum inn á Instagram þar sem hann var í sólbaði í hitanum Dúbæ.

Í stað þess að vera „í vinnunni“ í vetrarveðrinu í Manchester þá eru þau hjónin bara í „sólarlandaferð“. Eða þannig sá viðkomandi stuðningsmaður þetta og drullaði yfir Victor Nilsson Lindelöf á Instagram síðu konu hans.

„Segðu þessum helvítis aumingja (notaði orðið pussy) að hann sé ekki í fríi því við þurfum að bjarga þessu tímabili,“ skrifaði pirraði stuðningsmaðurinn undir myndina á síðu Mæju og notaði orðið „pussy“ tvisvar.


 
 
 
View this post on Instagram
Det var den där blicken som fick mig på smällen
A post shared by Maja Nilsson Lindelöf (@majanilssonlindelof) on
Maja Nilsson Lindelöf svaraði nettröllinu á kurteisan en beinskeyttan hátt.

„Þetta er allt í lagi, ég skal segja honum þetta. Ég held samt að hann hlusti ekki á fólk sem tjáir sig svona á Instagram-síðu konunnar  hans eða notar orðið pussy tvisvar sinnum í sömu setningu. Það er árið 2018 og aðeins heimskt fólk notar svona ljótt orð. Ég skal reyna,“ svaraði Maja Nilsson Lindelöf.

Svar Maja Nilsson Lindelöf sló í gegn. Myndin er nú komin með yfir 28 þúsund „like“ eins og sjá má hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.