Enski boltinn

Stjórntæki þyrlunnar biluðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vichai Srivaddhanaprabha fagnar Englandsmeistaratitlinum með Claudio Ranieri í maí 2016.
Vichai Srivaddhanaprabha fagnar Englandsmeistaratitlinum með Claudio Ranieri í maí 2016. Vísir/Getty

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur skilað af sér skýrslu vegna þyrluslyssins fyrir utan leikvang Leicester City.

Vichai Srivaddhanaprabha, eignandi og stjórnarformaður Leicester City, og fjórir aðrir létust í slysinu sem var mikið áfall fyrir alla í félaginu og í borginni.

Ástæða þyrluslyssins var bilun í stjórntækjum þyrlunnar sem orsakaði það að þyrluflugmaðurinn missti stjórn á henni.

Slysið varð aðeins nokkrum sekúndum eftir flugtak frá miðjum vellinum og hrapaði þyrlan á bílastæði við leikvanginn.Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, lést í slysinu ásamt tveimur starfsmönnum sínum, Nusara Suknamai og Kaveporn Punpare sem og flugmanninum Eric Swaffer og gesti hans Izabelu Rozu Lechowicz.

Við rannsóknina kom í ljós að sambandið hefði rofnað frá stjórntæki flugmannsins aftur í þyril á stéli þyrlunnar sem orsakaði að þyrlan snérist stjórnlaus þar til hún hrapaði til jarðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.