Enski boltinn

Leikmaður Fulham semur lög fyrir Dua Lipa og Kylie Minogue

Chelcee Grimes getur skorað og spilað.
Chelcee Grimes getur skorað og spilað. vísir/getty

Chelcee Grimes er kannski ekki nafn sem að allir þekkja en það styttist líklega í að heimsbyggðin fari að taka eftir þessari ótrúlega hæfileikaríku 26 ára konu.

Grimes er fótboltakona frá Liverpool sem spilaði áður með uppeldisfélaginu en er nú á mála hjá Fulham þar sem hún er stórhættuleg fyrir framan markið.

Hún heldur enn þá með Liverpool og er dugleg að láta í sér heyra á Twitter þegar að lærisveinar Jürgens Klopps eru að spila. Fótbolti er stór hluti af lífi hennar.

En, tónlistin er það líka. Grimes er lagahöfundur góður og hefur brunað á toppinn þar á skömmum tíma. Hún samdi þrjú lög með Dua Lipa á fyrstu breiðskífu hennar sem er sú plata sem oftast hefur verið streymt af öllum plötum eftir kvenkyns tónlistarmann í sögunni.

„Þetta ár hefur verið frábært. Ég er búin að skrifa fyrir marga frábæra tónlistarmenn, verið að gefa út mína eigin tónlist og svo er ég búin að skora nokkur mörk fyrir Fulham,“ segir Grimes í viðtali við BBC.

Þá hefur hún einnig samið fyrir Kylie Minogue, The Saturdays og Chris Lane auk þess sem að hún gaf út sína eigin tónlist í ár.

Tónlistarmaðurinn Calvin Harris var fljótur að taka eftir Grimes og bauð henni að starfa með sér í Los Angeles. Hún þáði það boð eðlilega og hefur verið að túra bæði með honum og Dua Lipa samhliða því að reyna að sinna fótboltanum.

BBC gerði skemmtilegt innslag um Chelcee Grimes sem má sjá með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.